"Ekki séns að hún sé ómáluð“ Ritstjórn skrifar 5. október 2016 20:00 Adda Soffía segir ekki möguleika á að Kim Kardashian hafi verið ómáluð í París. Glamour/Getty „Það er ekki fræðilegur möguleiki að hún sé ómáluð þarna. Hún er minna máluð en vanalega en ómáluð er hún ekki,“ segir Adda Soffía Ingvarsdóttir, ritstjóri förðunarkafla Glamour og förðunarfræðingur. Kim Kardashian var sögð hafa mætt ómáluð á sýningu Balenciaga á tískuvikunni í París á dögunum, ekki bara hér á Glamour heldur á mörgum öðrum miðlum eins og Abc, Popsugar og Cosmopolitan. Förðurnarfræðingur Kardashian, Mario Dedivanovic, birti einnig mynd á Instagramsíðu sinni þar sem hann sagði hana bara vera með rakakrem. Sjá mynd hér fyrir neðan.Fríða María Harðardóttir, ein fremsta sminka landsins vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í gær og sagði það af og frá að Kim Kardashian væri ómáluð á þessari mynd. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og fjöldi fólks tók í sama streng. „Það að ná þessari förðun sem Kim er með þarna tekur bæði tíma og krefst oftar en ekki fleiri förðunarvara en þegar maður er mála sig meira. Kim er náttúrulega vön að vera mjög mikið máluð og þannig þekkjum við hana, svo það er kannski ekki skrýtið að pressan hafi tekið þessu svona. Á sýningu Balenciaga var Kim máluð eins og við flest erum dagsdaglega, sem er í sjálfu sér góð tilbreyting að sjá," segir Adda Soffía. Undanfarið hefur verið mikil umræða í kringum það að vera ómálaður eftir að söngkonan Alicia Keys fór út með það að hún hefur ákveðið að hætta að nota förðunarvörur á almannafæri. Það er hins vegar allt annar handleggur en það sem frú Kardashian West er að gera hér eins og lesa má í greininni um Keys hér fyrir ofan. Obsessed No makeup today at @balenciaga Moisturized #ByMario #kimkardashian hair laid by @chrisappleton1 A photo posted by Mario Dedivanovic (@makeupbymario) on Oct 2, 2016 at 4:32am PDT Glamour Fegurð Tengdar fréttir Kim í gegnsæjum netakjól á Balmain Kim Kardashian á fremsta bekk í netakjól á sýningu Balmain í París. 29. september 2016 15:00 "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Söngkonan fræga vakti athygli ómáluð á MTV hátíðinni um helgina og sitt sýnist hverjum. 30. ágúst 2016 10:30 Kim Kardashian mætti ómáluð á Balenciaga sýninguna Raunveruleikastjarnan sem er vön að vera mikið máluð ákvað að breyta til. 2. október 2016 15:30 Kim komin í smellubuxur Smellubuxurnar frægu frá tíunda áratugnum komnar í fataskáp Kim Kardashian 29. september 2016 21:15 Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Versace mun ekki sýna Haute Couture línu á árinu Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Elskar allt sem er í stíl Glamour Emma Stone í Chanel á frumsýningu La La Land Glamour Upp með bakpokana Glamour
„Það er ekki fræðilegur möguleiki að hún sé ómáluð þarna. Hún er minna máluð en vanalega en ómáluð er hún ekki,“ segir Adda Soffía Ingvarsdóttir, ritstjóri förðunarkafla Glamour og förðunarfræðingur. Kim Kardashian var sögð hafa mætt ómáluð á sýningu Balenciaga á tískuvikunni í París á dögunum, ekki bara hér á Glamour heldur á mörgum öðrum miðlum eins og Abc, Popsugar og Cosmopolitan. Förðurnarfræðingur Kardashian, Mario Dedivanovic, birti einnig mynd á Instagramsíðu sinni þar sem hann sagði hana bara vera með rakakrem. Sjá mynd hér fyrir neðan.Fríða María Harðardóttir, ein fremsta sminka landsins vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í gær og sagði það af og frá að Kim Kardashian væri ómáluð á þessari mynd. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og fjöldi fólks tók í sama streng. „Það að ná þessari förðun sem Kim er með þarna tekur bæði tíma og krefst oftar en ekki fleiri förðunarvara en þegar maður er mála sig meira. Kim er náttúrulega vön að vera mjög mikið máluð og þannig þekkjum við hana, svo það er kannski ekki skrýtið að pressan hafi tekið þessu svona. Á sýningu Balenciaga var Kim máluð eins og við flest erum dagsdaglega, sem er í sjálfu sér góð tilbreyting að sjá," segir Adda Soffía. Undanfarið hefur verið mikil umræða í kringum það að vera ómálaður eftir að söngkonan Alicia Keys fór út með það að hún hefur ákveðið að hætta að nota förðunarvörur á almannafæri. Það er hins vegar allt annar handleggur en það sem frú Kardashian West er að gera hér eins og lesa má í greininni um Keys hér fyrir ofan. Obsessed No makeup today at @balenciaga Moisturized #ByMario #kimkardashian hair laid by @chrisappleton1 A photo posted by Mario Dedivanovic (@makeupbymario) on Oct 2, 2016 at 4:32am PDT
Glamour Fegurð Tengdar fréttir Kim í gegnsæjum netakjól á Balmain Kim Kardashian á fremsta bekk í netakjól á sýningu Balmain í París. 29. september 2016 15:00 "Ég vil ekki hylja mig lengur“ Söngkonan fræga vakti athygli ómáluð á MTV hátíðinni um helgina og sitt sýnist hverjum. 30. ágúst 2016 10:30 Kim Kardashian mætti ómáluð á Balenciaga sýninguna Raunveruleikastjarnan sem er vön að vera mikið máluð ákvað að breyta til. 2. október 2016 15:30 Kim komin í smellubuxur Smellubuxurnar frægu frá tíunda áratugnum komnar í fataskáp Kim Kardashian 29. september 2016 21:15 Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Litrík götutíska í Berlín Glamour Versace mun ekki sýna Haute Couture línu á árinu Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Elskar allt sem er í stíl Glamour Emma Stone í Chanel á frumsýningu La La Land Glamour Upp með bakpokana Glamour
Kim í gegnsæjum netakjól á Balmain Kim Kardashian á fremsta bekk í netakjól á sýningu Balmain í París. 29. september 2016 15:00
"Ég vil ekki hylja mig lengur“ Söngkonan fræga vakti athygli ómáluð á MTV hátíðinni um helgina og sitt sýnist hverjum. 30. ágúst 2016 10:30
Kim Kardashian mætti ómáluð á Balenciaga sýninguna Raunveruleikastjarnan sem er vön að vera mikið máluð ákvað að breyta til. 2. október 2016 15:30
Kim komin í smellubuxur Smellubuxurnar frægu frá tíunda áratugnum komnar í fataskáp Kim Kardashian 29. september 2016 21:15