Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 26-29 | Kærkominn sigur Íslandsmeistaranna Ólafur Haukur Tómasson í KA-heimilinu skrifar 5. október 2016 21:15 Janus Daði skoraði níu mörk fyrir Hauka. vísir/ernir Haukar höfðu betur gegn Akureyri í botnslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld og náðu með því að fara upp fyrir Akureyri á töflunni. Lokatölur 26-29, Haukum í vil. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina fremur illa og voru fyrir leikinn bæði með tvö stig úr fimm leikjum og þurftu því bæði á stigunum að halda þegar liðin mættust á Akureyri í kvöld. Það voru gestirnir sem innbyrðu þriggja marka sigur. Haukar voru mest allan leikinn með yfirhöndina í leiknum en Akureyri var þó aldrei langt frá. Mestur fór munurinn í sex eða sjö mörk í leiknum en töluvert jafnræði var með liðunum þó Haukar hafi átt betri rispur inn á milli og misstu aldrei niður forystu sína. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka, 26-29, og nældu Haukarnir sér í mikilvæg tvö stig og skilja Akureyri eftir í botnsætinu með tvö. Andri Snær Stefánsson og Brynjar Hólm Grétarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Akureyri en Janus Daði var atkvæðamestur í liði Hauka með níu mörk.Sverre: Erum á réttri leið með margt„Það komu kaflar hjá okkur þar sem við missum þá pínu frá okkur og það er erfitt að vinna það upp.Það þarf allt að ganga upp og það gerði það því miður ekki hjá okkur í dag. „Við náum að minnka þetta niður í þrjú og fáum svo á okkur þrjú á einni mínútu, það gerði okkur mjög erfitt fyrir en við börðumst og gáfumst aldrei upp. Það þurftu nokkur atriði að ganga upp hjá okkur í dag til að fá eitthvað út úr þessum leik en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir tapið gegn Haukum í kvöld. Akureyri er á botni deildarinnar sem stendur með aðeins tvö stig, töp þeirra í deildinni hafa þó oft verið frekar naum og virðist sem það vanti ekki mikið upp á hjá liðinu til að komast á rétta braut. „Ég er nokkuð ánægður með það hvernig við erum að spila og við erum á réttri leið með ýmislegt. Við erum þar sem við erum og getum ekkert falið okkur á bakvið það en hins vegar höfum við aldrei æft með allt okkar lið og okkur vantar helling. „Menn hafa verið að koma inn og skila því sem þeir geta en við sem lið náum að taka nokkur skref áfram þá getum við gert gott,“ sagði Sverre.Gunnar: Við leggjum helmingi harðar að okkur „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag og því sem við höfum verið að vinna í síðustu daga. Það er farið að skila sér inn á vellinum í dag og það gladdi mig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Íslandsmeistararnir hafa ekki byrjað leiktíðina vel og voru aðeins að næla sér í sitt fjórða stig í vetur með því að vinna á Akureyri í kvöld. Gunnar segir að það skuli ekki horfa of mikið á hið liðna heldur leggja hart að sér við að bæta spilamennskuna. „Við græðum ekkert á að kíkja í baksýnis spegilinn, það sem er búið er búið og við tökum skref fram á við í dag og höldum áfram að bæta okkur. Við vorum ekki nógu góðir og í stað þess að leggjast í gólfið þá leggjum við helmingi harðar í að bæta okkur og það skilaði sér í dag. Það er fullt af leikjum framundan og við þurfum að halda áfram,“ sagði Gunnar. Gunnar telur mikilvægt að liðið haldi nú dampi og byggi á þessum sigri. „Við áttum góða frammistöðu í dag, áttum góða frammistöðu á móti Selfossi en duttum svo niður og verðum að passa okkur á að halda fókus og halda áfram að bæta okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Haukar höfðu betur gegn Akureyri í botnslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld og náðu með því að fara upp fyrir Akureyri á töflunni. Lokatölur 26-29, Haukum í vil. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina fremur illa og voru fyrir leikinn bæði með tvö stig úr fimm leikjum og þurftu því bæði á stigunum að halda þegar liðin mættust á Akureyri í kvöld. Það voru gestirnir sem innbyrðu þriggja marka sigur. Haukar voru mest allan leikinn með yfirhöndina í leiknum en Akureyri var þó aldrei langt frá. Mestur fór munurinn í sex eða sjö mörk í leiknum en töluvert jafnræði var með liðunum þó Haukar hafi átt betri rispur inn á milli og misstu aldrei niður forystu sína. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka, 26-29, og nældu Haukarnir sér í mikilvæg tvö stig og skilja Akureyri eftir í botnsætinu með tvö. Andri Snær Stefánsson og Brynjar Hólm Grétarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Akureyri en Janus Daði var atkvæðamestur í liði Hauka með níu mörk.Sverre: Erum á réttri leið með margt„Það komu kaflar hjá okkur þar sem við missum þá pínu frá okkur og það er erfitt að vinna það upp.Það þarf allt að ganga upp og það gerði það því miður ekki hjá okkur í dag. „Við náum að minnka þetta niður í þrjú og fáum svo á okkur þrjú á einni mínútu, það gerði okkur mjög erfitt fyrir en við börðumst og gáfumst aldrei upp. Það þurftu nokkur atriði að ganga upp hjá okkur í dag til að fá eitthvað út úr þessum leik en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir tapið gegn Haukum í kvöld. Akureyri er á botni deildarinnar sem stendur með aðeins tvö stig, töp þeirra í deildinni hafa þó oft verið frekar naum og virðist sem það vanti ekki mikið upp á hjá liðinu til að komast á rétta braut. „Ég er nokkuð ánægður með það hvernig við erum að spila og við erum á réttri leið með ýmislegt. Við erum þar sem við erum og getum ekkert falið okkur á bakvið það en hins vegar höfum við aldrei æft með allt okkar lið og okkur vantar helling. „Menn hafa verið að koma inn og skila því sem þeir geta en við sem lið náum að taka nokkur skref áfram þá getum við gert gott,“ sagði Sverre.Gunnar: Við leggjum helmingi harðar að okkur „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag og því sem við höfum verið að vinna í síðustu daga. Það er farið að skila sér inn á vellinum í dag og það gladdi mig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Íslandsmeistararnir hafa ekki byrjað leiktíðina vel og voru aðeins að næla sér í sitt fjórða stig í vetur með því að vinna á Akureyri í kvöld. Gunnar segir að það skuli ekki horfa of mikið á hið liðna heldur leggja hart að sér við að bæta spilamennskuna. „Við græðum ekkert á að kíkja í baksýnis spegilinn, það sem er búið er búið og við tökum skref fram á við í dag og höldum áfram að bæta okkur. Við vorum ekki nógu góðir og í stað þess að leggjast í gólfið þá leggjum við helmingi harðar í að bæta okkur og það skilaði sér í dag. Það er fullt af leikjum framundan og við þurfum að halda áfram,“ sagði Gunnar. Gunnar telur mikilvægt að liðið haldi nú dampi og byggi á þessum sigri. „Við áttum góða frammistöðu í dag, áttum góða frammistöðu á móti Selfossi en duttum svo niður og verðum að passa okkur á að halda fókus og halda áfram að bæta okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira