Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury mun væntanlega missa hnefaleikaleyfið sitt í kjölfar þess að hann viðurkenndi kókaínnotkun.
Ricky Hatton missti leyfið sitt í fyrra er hann viðurkenndi að hafa notað eiturlyf. Hann er búinn að senda Fury skilaboð og er til í að hjálpa honum.
Fury er að berjast við þunglyndi og viðurkenndi í viðtali við Rolling Stone að hann væri að nota mikið af kókaíni.
Hann féll á lyfjaprófi í upphafi sumars er kókaín fannst í honum. Það kemur engum á óvart eftir nýjustu uppljóstrunina.
Það mál verður tekið fyrir í næsta mánuði og fátt virðist bíða Fury nema keppnisbann og að hann missi leyfið. Það kemur reyndar út á eitt.
Fury hætti í hnefaleikum í þrjá tíma á mánudag og virðist ekki vera í miklu andlegu jafnvægi.
Hann sagði líka við Rolling Stone að hann vonaðist eftir því að einhver myndi drepa hann áður en hann fremdi sjálfsmorð.
Fury gæti misst hnefaleikaleyfið

Tengdar fréttir

Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð
Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí.