Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar: „Nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 21:33 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála-og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf. Hugmyndin er ekki ný af nálinni innan flokksins en á haustþingi árið 2014 lögðu sex þingmenn hans fram frumvarp þess efnis að afnema skyldi lágmarksútsvar. Frumvarpið, sem fékkst ekki afgreitt á þingi, mætti mikilli andstöðu í umsögnum sem ýmis sveitarfélög skiluðu inn til Alþingis sem og í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga en lágmarksútsvar er í dag 12,44 prósent en hámarksútsvar er 14,52 prósent. Langflest sveitarfélög innheimta hámarksútsvar í ár samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga en aðeins þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gaf lítið fyrir þá hugmynd Sjálfstæðisflokksins að lækka lágmarksútsvar. „Mér finnst þetta nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni sem er talið til tíðinda að afnema lágmarksútsvar við þær aðstæður sem sveitarfélögin í langflest þeirra fullnýta útsvarsstofn sinn og örfá rík sveitarfélög sem gætu farið niður úr þessu gólfi sem nú er. Ég held það væri nær að ræða hér hvernig við ætlum að deila betur tekjum með sveitarfélögum þannig að þessi tvö stjórnsýslustig sem sameiginlega eru ábyrg fyrir velferðarsamfélaginu á íslandi búi við einhverja svipaða afkom,“ sagði Steingrímur í þætti RÚV í kvöld. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga var því velt upp að mikið ójafnræði gæti skapast af því að afnema lágmarksútsvar og þá sagði þar jafnframt að sambandinu hefðu borist allnokkrar umsagnir frá sveitarfélögum sem öll lögðust gegn samþykkt frumvarpsins. Þá lagðist sambandið sjálft gegn afnámi lágmarksútsvars og sagði að miðað við núverandi forsendur væri engin þröf fyrir afnám lögbundins lágmarksútsvars. Kosningar 2016 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf. Hugmyndin er ekki ný af nálinni innan flokksins en á haustþingi árið 2014 lögðu sex þingmenn hans fram frumvarp þess efnis að afnema skyldi lágmarksútsvar. Frumvarpið, sem fékkst ekki afgreitt á þingi, mætti mikilli andstöðu í umsögnum sem ýmis sveitarfélög skiluðu inn til Alþingis sem og í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga en lágmarksútsvar er í dag 12,44 prósent en hámarksútsvar er 14,52 prósent. Langflest sveitarfélög innheimta hámarksútsvar í ár samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga en aðeins þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gaf lítið fyrir þá hugmynd Sjálfstæðisflokksins að lækka lágmarksútsvar. „Mér finnst þetta nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni sem er talið til tíðinda að afnema lágmarksútsvar við þær aðstæður sem sveitarfélögin í langflest þeirra fullnýta útsvarsstofn sinn og örfá rík sveitarfélög sem gætu farið niður úr þessu gólfi sem nú er. Ég held það væri nær að ræða hér hvernig við ætlum að deila betur tekjum með sveitarfélögum þannig að þessi tvö stjórnsýslustig sem sameiginlega eru ábyrg fyrir velferðarsamfélaginu á íslandi búi við einhverja svipaða afkom,“ sagði Steingrímur í þætti RÚV í kvöld. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga var því velt upp að mikið ójafnræði gæti skapast af því að afnema lágmarksútsvar og þá sagði þar jafnframt að sambandinu hefðu borist allnokkrar umsagnir frá sveitarfélögum sem öll lögðust gegn samþykkt frumvarpsins. Þá lagðist sambandið sjálft gegn afnámi lágmarksútsvars og sagði að miðað við núverandi forsendur væri engin þröf fyrir afnám lögbundins lágmarksútsvars.
Kosningar 2016 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira