Eldvatn ógnar kirkjugarði Svavar Hávarðsson skrifar 4. október 2016 06:30 Fornleifafræðingar skoða ummerki hlaupsins frá í fyrra ásamt Gísla Halldóri Magnússyni, bónda á Ytri-Ásum. Mynd/Uggi Nauðsynlegt er að ráðast í skráningu fornleifa í Skaftártungu á þeim slóðum sem tíundu aldar sverð og mannabein fundust á síðastliðnum vikum. Eins þarf að gera ráðstafanir til að varðveita þekktar fornminjar á svæðinu sem ella munu tapast í ána Eldvatn. Þar á meðal er kirkjugarður. Þetta segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, sem hefur um helgina rannsakað fundarstað beinanna í landi Ytri-Ása í Skaftártungu, en eins og kunnugt er gengu gæsaskyttur fram á mannabein á laugardag og var fundarstaðurinn aðeins nokkrum tugum metra frá þeim stað þar sem annar hópur gæsaveiðimanna fann sverð frá tíundu öld í september. Er sá fundur talinn einn sá merkasti í íslenskri fornleifafræði í langan tíma enda slíkir fundir fátíðir. Nærtækt er að álykta að beinin séu af eiganda sverðsins, þó sérfræðingar treysti sér ekki til að fullyrða að svo sé. Uggi Ævarsson „Eftir þetta stóra hlaup í fyrra – Skaftárhlaupið í október – höfum við verið að vinna viðbragðsáætlun fyrir þetta hamfarasvæði næst Eldvatninu, og þá sérstaklega af meiri þunga núna eftir þessa fundi. Þar er fyrsta vers fornleifaskráning á þessu svæði strax í haust. Síðan er viðbúið að þurfi að grafa í tóftir sem eru á árbakkanum sem eru í hættu. Þess utan verður unnin vöktunaráætlun,“ segir Uggi og bætir við að nú þegar sé vitað um þrjár tóftir sem eru í bráðri hættu þar sem verður að bregðast við strax. „Svo eru önnur stærri mál eins og þar sem áin er farin að ógna gömlum kirkjugarði sem þarf að verja með grjótgarði og moka upp úr árfarveginum til að verja þessar minjar, og þá til að stýra ánni frá kirkjugarðinum sem er á árbakkanum.“ Uggi segir jafnframt að aldur þessara minja sem um ræðir sé ekki þekktur og verði ekki staðfestur nema með rannsóknum. Mikið sé hins vegar af gjóskulögum á svæðinu svo aldursgreining sé ekkert tiltökumál þegar þar að kemur. Uggi og félagar fundu ekkert í gær til viðbótar því sem hafði þegar komið í leitirnar um helgina; botninn á kumli þar sem fundust smá fótabein, auk hluta af mjaðmagrind sem og bein úr vinstri fæti. Eins hafa fundist smáhlutir úr járni sem eftir er að greina, en það er á verksviði til þess bærra sérfræðinga. Eins verður ráðist í það í vikunni að aldurs- og kyngreina beinin. „Við hreinsuðum allstórt svæði í kringum fundarstaðinn, til að leita af okkur allan grun. Hvorki komu í ljós fleiri grafir né beinagrindur eða bein,“ segir Uggi. Almennt séð er það talið eitt af brýnustu verkefnum Minjastofnunar Íslands að safna saman upplýsingum um fornleifar, samræma skráningu og gögn og miðla áfram til almennings. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Nauðsynlegt er að ráðast í skráningu fornleifa í Skaftártungu á þeim slóðum sem tíundu aldar sverð og mannabein fundust á síðastliðnum vikum. Eins þarf að gera ráðstafanir til að varðveita þekktar fornminjar á svæðinu sem ella munu tapast í ána Eldvatn. Þar á meðal er kirkjugarður. Þetta segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, sem hefur um helgina rannsakað fundarstað beinanna í landi Ytri-Ása í Skaftártungu, en eins og kunnugt er gengu gæsaskyttur fram á mannabein á laugardag og var fundarstaðurinn aðeins nokkrum tugum metra frá þeim stað þar sem annar hópur gæsaveiðimanna fann sverð frá tíundu öld í september. Er sá fundur talinn einn sá merkasti í íslenskri fornleifafræði í langan tíma enda slíkir fundir fátíðir. Nærtækt er að álykta að beinin séu af eiganda sverðsins, þó sérfræðingar treysti sér ekki til að fullyrða að svo sé. Uggi Ævarsson „Eftir þetta stóra hlaup í fyrra – Skaftárhlaupið í október – höfum við verið að vinna viðbragðsáætlun fyrir þetta hamfarasvæði næst Eldvatninu, og þá sérstaklega af meiri þunga núna eftir þessa fundi. Þar er fyrsta vers fornleifaskráning á þessu svæði strax í haust. Síðan er viðbúið að þurfi að grafa í tóftir sem eru á árbakkanum sem eru í hættu. Þess utan verður unnin vöktunaráætlun,“ segir Uggi og bætir við að nú þegar sé vitað um þrjár tóftir sem eru í bráðri hættu þar sem verður að bregðast við strax. „Svo eru önnur stærri mál eins og þar sem áin er farin að ógna gömlum kirkjugarði sem þarf að verja með grjótgarði og moka upp úr árfarveginum til að verja þessar minjar, og þá til að stýra ánni frá kirkjugarðinum sem er á árbakkanum.“ Uggi segir jafnframt að aldur þessara minja sem um ræðir sé ekki þekktur og verði ekki staðfestur nema með rannsóknum. Mikið sé hins vegar af gjóskulögum á svæðinu svo aldursgreining sé ekkert tiltökumál þegar þar að kemur. Uggi og félagar fundu ekkert í gær til viðbótar því sem hafði þegar komið í leitirnar um helgina; botninn á kumli þar sem fundust smá fótabein, auk hluta af mjaðmagrind sem og bein úr vinstri fæti. Eins hafa fundist smáhlutir úr járni sem eftir er að greina, en það er á verksviði til þess bærra sérfræðinga. Eins verður ráðist í það í vikunni að aldurs- og kyngreina beinin. „Við hreinsuðum allstórt svæði í kringum fundarstaðinn, til að leita af okkur allan grun. Hvorki komu í ljós fleiri grafir né beinagrindur eða bein,“ segir Uggi. Almennt séð er það talið eitt af brýnustu verkefnum Minjastofnunar Íslands að safna saman upplýsingum um fornleifar, samræma skráningu og gögn og miðla áfram til almennings. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00
Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07
Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent