Stórkostleg ljósmynd tekin í Njarðvík: „Eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2016 11:12 TF-GAY vél Wow Air á leiðinni til Parísar í morgunsárið. Mynd/Halldór Guðmundsson „Þetta voru alveg svakaleg læti,“ segir Halldór Guðmundsson sem náði mögnuðu myndbandi í morgunsárið þegar þrumur og eldingar kíktu í heimsókn í Reykjanesbæ. Ekki nóg með það heldur náði hann að festa á filmu augnablikið þegar flugvél Wow Air fær eldingu í sig. Um er að ræða TF Gay, Airbus A330 hjá WOW Air, á leið sinni til Parísar. Flugvélin fór í loftið klukkan 8:47 og fjórum mínútum síðar flaug hún í gegnum eldinguna. „Þetta voru eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur,“ segir Halldór sem hlær þegar hann er spurður hvort hann sé lærður ljósmyndari eða tökumaður. „Mér finnst bara gaman að ná svona hlutum. Það er oft sem maður sér eftir því að hafa ekki tekið upp myndavélina.“ Hann ætlaði aðeins að ná myndbandi af þrumum og eldingum en auk þess fylgdi hræringunum heilmikið haglél. „Svo kom flugvélin bara í bónus.“ Haglélin voru í stærri kantinum að sögn Halldórs. Á stærð við Cocoa Puffs.Myndband Halldórs má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra í rosalegum þrumum í kjölfar eldingarinnar.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, hafði séð myndina þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þetta er mögnuð mynd en þetta er ekkert alvarlegt. Vélar eru gerðar til að taka við eldingum. Þær eru mestmegnis í loftinu og þar eru eldingar. Vélarnar eru með sérstakan búnað sem er gerður til að taka við eldingum. Í rauninni er þetta bara mögnuð mynd. Vélin hélt bara sína leið og allt í góðu.“ Fréttir af flugi Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
„Þetta voru alveg svakaleg læti,“ segir Halldór Guðmundsson sem náði mögnuðu myndbandi í morgunsárið þegar þrumur og eldingar kíktu í heimsókn í Reykjanesbæ. Ekki nóg með það heldur náði hann að festa á filmu augnablikið þegar flugvél Wow Air fær eldingu í sig. Um er að ræða TF Gay, Airbus A330 hjá WOW Air, á leið sinni til Parísar. Flugvélin fór í loftið klukkan 8:47 og fjórum mínútum síðar flaug hún í gegnum eldinguna. „Þetta voru eins og sprengingar fyrir ofan hausinn á okkur,“ segir Halldór sem hlær þegar hann er spurður hvort hann sé lærður ljósmyndari eða tökumaður. „Mér finnst bara gaman að ná svona hlutum. Það er oft sem maður sér eftir því að hafa ekki tekið upp myndavélina.“ Hann ætlaði aðeins að ná myndbandi af þrumum og eldingum en auk þess fylgdi hræringunum heilmikið haglél. „Svo kom flugvélin bara í bónus.“ Haglélin voru í stærri kantinum að sögn Halldórs. Á stærð við Cocoa Puffs.Myndband Halldórs má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra í rosalegum þrumum í kjölfar eldingarinnar.Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, hafði séð myndina þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þetta er mögnuð mynd en þetta er ekkert alvarlegt. Vélar eru gerðar til að taka við eldingum. Þær eru mestmegnis í loftinu og þar eru eldingar. Vélarnar eru með sérstakan búnað sem er gerður til að taka við eldingum. Í rauninni er þetta bara mögnuð mynd. Vélin hélt bara sína leið og allt í góðu.“
Fréttir af flugi Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira