Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. október 2016 07:00 Frá undirritun samninga á Hótel Glym. F.v. Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, Theresa Jester forstjóri Silicor, Gísli Gíslason hafnarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. Þangað til munu Faxaflóahafnir halda að sér höndum en gert var ráð fyrir um hálfum milljarði í framkvæmdir við Grundartanga.Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurDómsmálið snýst um að fá úrskurði Skipulagsstofnunar hnekkt en hún úrskurðaði að fyrirhuguð verksmiðja þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Silicor áætlar að framleiða 16 þúsund tonn af sólarkísil í 92 þúsund fermetra verksmiðju. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra kom fram að samkvæmt óháðum aðila yrði verksmiðjan umhverfisvænasta stóriðja á Íslandi. Alls myndu 450 störf skapast og líklega myndi verksmiðjan skila þjóðarbúinu um 50 milljörðum á ári í útflutningstekjur. „Svona mál taka tíma. Silicor krafðist frávísunar og dómari tók undir þau rök að hluta þannig að málið lifir að hluta. Nú er það gagnaframlagning og svo aðalmeðferð. Þetta er í hefðbundnu ferli,“ segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Silicor hér á landi. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það verði ekki farið af stað í neinar framkvæmdir fyrr en staðfest verði að Silicor muni hefja starfsemi. Fyrirtækið hafi frest fram í desember til að taka endanlega ákvörðun. „Við hreyfum okkur ekki fyrr en allt er klárt og búið er að staðfesta fjármögnun og að samningar taki gildi. Við höfum ekki notað það fjármagn sem er tilbúið. “ Alls er áætlað að um 135 milljónir króna renni til vegagerðar, vatnsveitulagna og fráveitu. Um 175 milljónir eiga að fara í löndunaraðstöðu og um 140 milljónir í hækkun kantbita. Þá er gert ráð fyrir 55 milljónum í lóðagerð vegna samkomulags við Eimskip.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09 ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. Þangað til munu Faxaflóahafnir halda að sér höndum en gert var ráð fyrir um hálfum milljarði í framkvæmdir við Grundartanga.Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurDómsmálið snýst um að fá úrskurði Skipulagsstofnunar hnekkt en hún úrskurðaði að fyrirhuguð verksmiðja þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Silicor áætlar að framleiða 16 þúsund tonn af sólarkísil í 92 þúsund fermetra verksmiðju. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra kom fram að samkvæmt óháðum aðila yrði verksmiðjan umhverfisvænasta stóriðja á Íslandi. Alls myndu 450 störf skapast og líklega myndi verksmiðjan skila þjóðarbúinu um 50 milljörðum á ári í útflutningstekjur. „Svona mál taka tíma. Silicor krafðist frávísunar og dómari tók undir þau rök að hluta þannig að málið lifir að hluta. Nú er það gagnaframlagning og svo aðalmeðferð. Þetta er í hefðbundnu ferli,“ segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Silicor hér á landi. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það verði ekki farið af stað í neinar framkvæmdir fyrr en staðfest verði að Silicor muni hefja starfsemi. Fyrirtækið hafi frest fram í desember til að taka endanlega ákvörðun. „Við hreyfum okkur ekki fyrr en allt er klárt og búið er að staðfesta fjármögnun og að samningar taki gildi. Við höfum ekki notað það fjármagn sem er tilbúið. “ Alls er áætlað að um 135 milljónir króna renni til vegagerðar, vatnsveitulagna og fráveitu. Um 175 milljónir eiga að fara í löndunaraðstöðu og um 140 milljónir í hækkun kantbita. Þá er gert ráð fyrir 55 milljónum í lóðagerð vegna samkomulags við Eimskip.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09 ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Frávísunarkröfu Silicor Materials hafnað Deila landeigenda og Silicor Materials snýst um það hvort fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja við Grundartanga þurfi að fara í umhverfismat. 6. júní 2016 23:09
ESA samþykkir byggðaaðstoð til Silicor Materials Aðstoðin er um 4,640 milljarða íslenskra króna virði og verður í formi skattahagræðis og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. 29. júlí 2016 10:52
Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45