Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 19:23 Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð, Anna Sigurlaug og Gunnar Bragi á flokksþingi Framsóknar í fyrra áður en vík varð milli vina í forystu flokksins. vísir/ernir „Þetta er auðvitað ekki sú niðurstaða sem ég óskaði mér, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Vísi en hann var eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag. Eins og kunnugt er tapaði Sigmundur fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra en í kjölfarið dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara flokksins til baka. Aðspurður hvers vegna hann gerði það segist hann hafa talið eðlilegt að forysta flokksins byrjaði með hreint og nýtt borð. „Ég hef unnið mjög náið með Sigmundi í langan tíma og taldi bara eðlilegt að nýr formaður fengi svigrúm til að vera með fólk í kringum sig sem væri óumdeilt og klárlega ekki á annarri línu en hann.“ Gunnar Bragi segir gríðarlega pressu á Sigurði Inga að sameina þær tvær fylkingar sem eru í flokknum og komu svo skýrt fram í kringum formannskjörið. „Auðvitað vonar maður að það takist. Við förum hins vegar nú á fullt í kosningabaráttu og inn í kjördæmin að boða þá stefnu sem flokkurinn hyggst leggja fram,“ segir Gunnar Bragi.Muntu standa þétt við bakið á nýjum formanni?„Ég held að ég eins og aðrir hljóti að fara í þessar kosningar og fylgja þeirri stefnu sem hann og aðrir leggja af stað með og var samþykkt á flokksþinginu. Þessi kosningabarátta snýst ekki um persónur heldur um að flokkurinn fái sem mest fylgi og það ætlum við okkur að gera.“ Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og segist stefna á að ná sem bestum árangari fyrir flokkinn þar. Aðspurður kveðst Gunnar Bragi hafa heyrt í Sigmundi Davíð eftir kjörið í dag en vill ekki segja blaðamanni hvernig hljóðið var í fráfarandi formanni. „Við höfum átt mörg trúnaðarsamtöl og munum halda áfram að vera góðir vinir og trúnaðarmenn.“ Gunnar Bragi vonar að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum og hefur fulla trú á því að hann haldi áfram að starfa innan Framsóknarflokksins. „Ég vona svo sannarlega að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum því stjórnmálin yrðu litlausari án hans, það er alveg ljóst. Þessi maður er búinn að leiða Framsóknarflokkinn til forystu og hefur sýnt það að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef það er sterkur einstaklingur sem leiðir og flokkurinn er á bak við hann.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
„Þetta er auðvitað ekki sú niðurstaða sem ég óskaði mér, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Vísi en hann var eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag. Eins og kunnugt er tapaði Sigmundur fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra en í kjölfarið dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara flokksins til baka. Aðspurður hvers vegna hann gerði það segist hann hafa talið eðlilegt að forysta flokksins byrjaði með hreint og nýtt borð. „Ég hef unnið mjög náið með Sigmundi í langan tíma og taldi bara eðlilegt að nýr formaður fengi svigrúm til að vera með fólk í kringum sig sem væri óumdeilt og klárlega ekki á annarri línu en hann.“ Gunnar Bragi segir gríðarlega pressu á Sigurði Inga að sameina þær tvær fylkingar sem eru í flokknum og komu svo skýrt fram í kringum formannskjörið. „Auðvitað vonar maður að það takist. Við förum hins vegar nú á fullt í kosningabaráttu og inn í kjördæmin að boða þá stefnu sem flokkurinn hyggst leggja fram,“ segir Gunnar Bragi.Muntu standa þétt við bakið á nýjum formanni?„Ég held að ég eins og aðrir hljóti að fara í þessar kosningar og fylgja þeirri stefnu sem hann og aðrir leggja af stað með og var samþykkt á flokksþinginu. Þessi kosningabarátta snýst ekki um persónur heldur um að flokkurinn fái sem mest fylgi og það ætlum við okkur að gera.“ Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og segist stefna á að ná sem bestum árangari fyrir flokkinn þar. Aðspurður kveðst Gunnar Bragi hafa heyrt í Sigmundi Davíð eftir kjörið í dag en vill ekki segja blaðamanni hvernig hljóðið var í fráfarandi formanni. „Við höfum átt mörg trúnaðarsamtöl og munum halda áfram að vera góðir vinir og trúnaðarmenn.“ Gunnar Bragi vonar að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum og hefur fulla trú á því að hann haldi áfram að starfa innan Framsóknarflokksins. „Ég vona svo sannarlega að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum því stjórnmálin yrðu litlausari án hans, það er alveg ljóst. Þessi maður er búinn að leiða Framsóknarflokkinn til forystu og hefur sýnt það að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef það er sterkur einstaklingur sem leiðir og flokkurinn er á bak við hann.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26