Fyrsti sigur Jaguars kom í London Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. október 2016 17:00 Útherjinn Allen Robinson skorar snertimark sitt í leiknum í dag. Vísir/Getty Jacksonville Jaguars unnu fyrsta leik tímabilsins 30-27 gegn Indianapolis Colts á Wembley í fyrsta leik dagsins í NFL-deildinni en liðin hafa nú bæði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Jaguars hafa byrjað tímabilið illa en þetta er annað árið í röð sem Jaguars-menn vinna árlega leik sinn á Wembley-vellinum. Jaguars byrjuðu leikinn vel, nýttu sér tapaðan bolta hjá Andrew Luck til þess að komast í álitlega vallarstöðu og kastaði Blake Bortles boltanum á útherjann Allen Robinson fyrir snertimarki í fyrsta leikhluta. Colts-menn áttu í miklum vandræðum með sóknarleikinn og náðu aðeins tveimur vallarmörkum í fyrstu þremur leikhlutunum en á sama tíma náðu Jaguars að skora eitt snertimark og þrjú vallarmörk. Þrátt fyrir að vera 17 stigum undir neituðu Colts að gefast upp og hleypti snertimörk Frank Gore og T.Y. Hilton þeim aftur inn í leikinn. Jaguars svöruðu því með fyrsta snertimarki vetrarins hjá útherjanum Allen Hurns og náðu tíu stiga forskoti á ný. Colts neituðu að gefast upp og eftir góða sendingu Luck á Philipp Dorsett var munurinn skyndilega kominn niður í þrjú stig þegar skammt var til leiksloka. Luck og félagar fengu eina loka sókn til þess að jafna metin eða ná forskotinu þegar tvær mínútur voru eftir en Jaguars-vörnin stöðvaði þá tuttugu jördum frá vallarmarksfæri til þess að jafna leikinn. Blake Bortles, leikstjórnandi Jacksonville Jaguars, átti fínann leik í dag en hann kastaði fyrir 207 jördum og tveimur snertimörkum ásamt því að hlaupa 36 jarda fyrir einu snertimarki. Alls fara tólf leikir fram í NFL-deildinni í dag en Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik San Diego Chargers og New Orleans Saints og hefst útsending 20:20. NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Jacksonville Jaguars unnu fyrsta leik tímabilsins 30-27 gegn Indianapolis Colts á Wembley í fyrsta leik dagsins í NFL-deildinni en liðin hafa nú bæði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Jaguars hafa byrjað tímabilið illa en þetta er annað árið í röð sem Jaguars-menn vinna árlega leik sinn á Wembley-vellinum. Jaguars byrjuðu leikinn vel, nýttu sér tapaðan bolta hjá Andrew Luck til þess að komast í álitlega vallarstöðu og kastaði Blake Bortles boltanum á útherjann Allen Robinson fyrir snertimarki í fyrsta leikhluta. Colts-menn áttu í miklum vandræðum með sóknarleikinn og náðu aðeins tveimur vallarmörkum í fyrstu þremur leikhlutunum en á sama tíma náðu Jaguars að skora eitt snertimark og þrjú vallarmörk. Þrátt fyrir að vera 17 stigum undir neituðu Colts að gefast upp og hleypti snertimörk Frank Gore og T.Y. Hilton þeim aftur inn í leikinn. Jaguars svöruðu því með fyrsta snertimarki vetrarins hjá útherjanum Allen Hurns og náðu tíu stiga forskoti á ný. Colts neituðu að gefast upp og eftir góða sendingu Luck á Philipp Dorsett var munurinn skyndilega kominn niður í þrjú stig þegar skammt var til leiksloka. Luck og félagar fengu eina loka sókn til þess að jafna metin eða ná forskotinu þegar tvær mínútur voru eftir en Jaguars-vörnin stöðvaði þá tuttugu jördum frá vallarmarksfæri til þess að jafna leikinn. Blake Bortles, leikstjórnandi Jacksonville Jaguars, átti fínann leik í dag en hann kastaði fyrir 207 jördum og tveimur snertimörkum ásamt því að hlaupa 36 jarda fyrir einu snertimarki. Alls fara tólf leikir fram í NFL-deildinni í dag en Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik San Diego Chargers og New Orleans Saints og hefst útsending 20:20.
NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira