Lilja býður sig fram til varaformanns Framsóknar Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2016 11:04 Lilja Alfreðsdóttir í Háskólabíói fyrr í dag. Vísir/Anton Brink Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir framboði til varaformanns Framsóknarflokksins. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lýst yfir skilyrtu framboði til varaformanns, að hún bjóði sig fram, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. Kosning formanns Framsóknarflokksins hefst klukkan 11:30 og þegar úrslit liggja fyrir verður kosið til varaformanns og ritara. Lilja segir í færslu sinni að Framsóknarflokkurinn standi á tímamótum við upphaf annarrar aldar í sögu flokksins, flokks sem hafi mótað samfélagið í hundrað ár og eigi enn brýnt erindi við samtímann. „Alger viðsnúningur hefur orðið á Íslandi á síðustu árum, ekki síst vegna skýrrar sýnar og markvissrar stefnu Framsóknarflokksins. Á kjörtímabilinu hefur náðst góður árangur á flestum sviðum og þjóðarskútan er komin á réttan kjöl. Hagvöxtur er kröftugur, atvinna er næg, staða ríkissjóðs er sterk og skuldir heimilanna eru að lækka. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í endurreisn Íslands á undanförnum árum, meðal annars í störfum mínum hjá Seðlabanka Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í vinnuhópum um Leiðréttingu og losun fjármagnshafta, sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og nú síðast sem utanríkisráðherra. Framundan eru mjög áhugaverðir tímar, þar sem hægt verður að hrinda í framkvæmd mikilvægum samfélagsverkefnum á grunni þess mikla árangurs sem hefur náðst. Framsóknarflokkurinn mun halda áfram á þeirri vegferð að búa til sanngjarnt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að njóta sín. Sjálf vil ég taka þátt í þeirri vegferð og þess vegna býð ég mig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Ég heiti því að leggja mig alla fram og vinna gott starf fyrir landsmenn alla fái ég til þess umboð,“ segir Lilja. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sögulegt uppgjör Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga fer fram í dag Gengið verður til atkvæða klukkan 11:30 og ættu niðurstöður úr formannskjöri að liggja fyrir laust eftir hádegi. 2. október 2016 10:29 Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. 28. september 2016 07:58 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir framboði til varaformanns Framsóknarflokksins. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lýst yfir skilyrtu framboði til varaformanns, að hún bjóði sig fram, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í formannsslag. Kosning formanns Framsóknarflokksins hefst klukkan 11:30 og þegar úrslit liggja fyrir verður kosið til varaformanns og ritara. Lilja segir í færslu sinni að Framsóknarflokkurinn standi á tímamótum við upphaf annarrar aldar í sögu flokksins, flokks sem hafi mótað samfélagið í hundrað ár og eigi enn brýnt erindi við samtímann. „Alger viðsnúningur hefur orðið á Íslandi á síðustu árum, ekki síst vegna skýrrar sýnar og markvissrar stefnu Framsóknarflokksins. Á kjörtímabilinu hefur náðst góður árangur á flestum sviðum og þjóðarskútan er komin á réttan kjöl. Hagvöxtur er kröftugur, atvinna er næg, staða ríkissjóðs er sterk og skuldir heimilanna eru að lækka. Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í endurreisn Íslands á undanförnum árum, meðal annars í störfum mínum hjá Seðlabanka Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í vinnuhópum um Leiðréttingu og losun fjármagnshafta, sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu og nú síðast sem utanríkisráðherra. Framundan eru mjög áhugaverðir tímar, þar sem hægt verður að hrinda í framkvæmd mikilvægum samfélagsverkefnum á grunni þess mikla árangurs sem hefur náðst. Framsóknarflokkurinn mun halda áfram á þeirri vegferð að búa til sanngjarnt samfélag, þar sem allir hafa tækifæri til að njóta sín. Sjálf vil ég taka þátt í þeirri vegferð og þess vegna býð ég mig fram til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Ég heiti því að leggja mig alla fram og vinna gott starf fyrir landsmenn alla fái ég til þess umboð,“ segir Lilja.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sögulegt uppgjör Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga fer fram í dag Gengið verður til atkvæða klukkan 11:30 og ættu niðurstöður úr formannskjöri að liggja fyrir laust eftir hádegi. 2. október 2016 10:29 Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. 28. september 2016 07:58 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
Sögulegt uppgjör Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga fer fram í dag Gengið verður til atkvæða klukkan 11:30 og ættu niðurstöður úr formannskjöri að liggja fyrir laust eftir hádegi. 2. október 2016 10:29
Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. 28. september 2016 07:58