Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 11:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu á flokksþinginu í dag. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. Sigmundi var tíðrætt um sögu Framsóknarflokksins sem fagnar aldarafmæli sínu í ár og þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Það má segja að formaðurinn hafi um miðbik ræðu sinnar verið á einlægu nótunum þegar hann þakkaði flokksmönnum fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt honum og fjölskyldu hans í kjölfar Panama-skjalanna en uppljóstranir í þeim um aflandseignir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar urðu til þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sigmundur sagði að þeim hjónum þætti leitt að flokksmenn hafi orðið fyrir aðkasti vegna þeirra. „Ég veit að undanfarnir mánuðir hafa verið ykkur erfiðir. Ég veit líka að það hefur verið ráðist á ykkur vegna mín og atburða sem tengjast lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það hefur verið sárt fyrir okkur Önnu Stellu að upplifa að þið, samherjar okkar og vinir, hafið orðið fyrir aðkasti okkar vegna. Þess hefðum við ekki óskað neinum. Mér þykir þetta afar leitt, og okkur báðum. Og við viljum þakka ykkur fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur á þessum tíma, öll samtölin sem þið hafið átt, spurningarnar sem þið hafið svarað, á kaffistofunum, í búðinni og heitu pottunum, á netinu, út um allt,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það ekki sjálfsagt að flokksmenn tækju slíkt á sig og að hann hefði auðvitað helst viljað að þeir hefðu ekki þurft að gera það. Sigmundur kvaðst síðan ekki vera óumdeildur stjórnmálamaður og það yrði hann líklega aldrei en eitt af því sem fælist í starfi stjórnmálamannsins væri viðleitni til að reyna að bæta sjálfan sig sem manneskju, læra af mistökum og reyna að gera betur. „Ég er sannarlega ekki gallalaus og hefði getað gert margt betur í gegnum tíðina, eins og við flest. Enginn sér meira eftir því þegar ég geri mistök en ég sjálfur. Verst þykir mér þó þegar þau hitta flokkinn og ykkur félaga mína illa fyrir á ósanngjarnan hátt. Einn af göllum mínum er að mér hættir til þess að sökkva mér of djúpt ofan í viðfangsefnin og gefa mér ekki nægan tíma til að sinna því sem þó er í senn það mikilvægasta og skemmtilegasta við þátttöku í stjórnmálum, samskipti við fólk,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það að heimsækja og ræða við flokksmenn, ykkur, sem berið uppi hið ómetanlega starf þessa flokks. Ég veit að ég hef fallið í sömu gryfju og svo margir stjórnmálamenn hvað þetta varðar og ég vil biðja ykkur afsökunar á því. Þetta er eitt af því sem ég vil helst bæta hjá mér sjálfum.“Framsóknarflokkurinn streymdi ræðu Sigmundar Davíðs á netinu. Hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. ? Kosningar 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. Sigmundi var tíðrætt um sögu Framsóknarflokksins sem fagnar aldarafmæli sínu í ár og þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Það má segja að formaðurinn hafi um miðbik ræðu sinnar verið á einlægu nótunum þegar hann þakkaði flokksmönnum fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt honum og fjölskyldu hans í kjölfar Panama-skjalanna en uppljóstranir í þeim um aflandseignir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar urðu til þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sigmundur sagði að þeim hjónum þætti leitt að flokksmenn hafi orðið fyrir aðkasti vegna þeirra. „Ég veit að undanfarnir mánuðir hafa verið ykkur erfiðir. Ég veit líka að það hefur verið ráðist á ykkur vegna mín og atburða sem tengjast lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það hefur verið sárt fyrir okkur Önnu Stellu að upplifa að þið, samherjar okkar og vinir, hafið orðið fyrir aðkasti okkar vegna. Þess hefðum við ekki óskað neinum. Mér þykir þetta afar leitt, og okkur báðum. Og við viljum þakka ykkur fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur á þessum tíma, öll samtölin sem þið hafið átt, spurningarnar sem þið hafið svarað, á kaffistofunum, í búðinni og heitu pottunum, á netinu, út um allt,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það ekki sjálfsagt að flokksmenn tækju slíkt á sig og að hann hefði auðvitað helst viljað að þeir hefðu ekki þurft að gera það. Sigmundur kvaðst síðan ekki vera óumdeildur stjórnmálamaður og það yrði hann líklega aldrei en eitt af því sem fælist í starfi stjórnmálamannsins væri viðleitni til að reyna að bæta sjálfan sig sem manneskju, læra af mistökum og reyna að gera betur. „Ég er sannarlega ekki gallalaus og hefði getað gert margt betur í gegnum tíðina, eins og við flest. Enginn sér meira eftir því þegar ég geri mistök en ég sjálfur. Verst þykir mér þó þegar þau hitta flokkinn og ykkur félaga mína illa fyrir á ósanngjarnan hátt. Einn af göllum mínum er að mér hættir til þess að sökkva mér of djúpt ofan í viðfangsefnin og gefa mér ekki nægan tíma til að sinna því sem þó er í senn það mikilvægasta og skemmtilegasta við þátttöku í stjórnmálum, samskipti við fólk,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það að heimsækja og ræða við flokksmenn, ykkur, sem berið uppi hið ómetanlega starf þessa flokks. Ég veit að ég hef fallið í sömu gryfju og svo margir stjórnmálamenn hvað þetta varðar og ég vil biðja ykkur afsökunar á því. Þetta er eitt af því sem ég vil helst bæta hjá mér sjálfum.“Framsóknarflokkurinn streymdi ræðu Sigmundar Davíðs á netinu. Hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. ?
Kosningar 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira