Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Höskuldur Kári Schram skrifar 19. október 2016 18:30 Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. Þetta kemur fram í vitnisburði starfsmanns Seðlabankans sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Fréttastofa hefur þennan vitnisburð undir höndum þar sem meðal annars er vísað í afrit af samtalinu milli Geirs og Davíðs varðandi lánveitingar til Kaupþings banka. Kaupþing fékk 500 milljóna evru þrautavaralán frá Seðlabankanum til að standast þá ólgu sem umlék íslenskt bankakerfi á þessum tíma. Lánið dugði þó ekki til og bankinn féll nokkrum dögum seinna. Talið er að ríkið hafi tapað tugum milljarða króna á lánveitingunni. Fjölmiðlar hafa lengið óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að veita bankanum lán. Fljótlega kom í ljós að símtalið hafði verið hljóðritað en Geir H. Haarde hefur lagst gegn því að afrit af samtalinu verði gert opinbert. Í vitnisburðinum segir meðal annars:„[Starfsmaðurinn] kvaðst hafa verið viðstaddur þegar símtalið átti sér stað og að DO hafi tekið símtalið úr síma [starfsmannsins] þar sem síminn hans var hljóðritaður en ekki sími DO.“ Þessi vitnisburður er á skjön við yfirlýsingar Davíðs sem hingað til hefur haldið því fram að tilviljun hafi ráðið því að símtalið var hljóðritað. Þá er vísað beint í símtalið í vitnisburðinum þar sem Davíð segir:„Í dag getum við skrapað saman 500 milljónum evra og erum þá náttúrulega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaupþingi í einhverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Landsbankanum líka sko.“ Í vitnisburðinum segir starfsmaðurinn að Davíð hafi strax að loknu samtalinu við Geir hringt í Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, til að tilkynna honum að Kaupþing fengi fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum. Þá segir ennfremur í vitnisburðinum:„Do hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pening ekki til baka og að ákvörðunin hafi í raun verið GHH.“ Landsdómur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. Þetta kemur fram í vitnisburði starfsmanns Seðlabankans sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Fréttastofa hefur þennan vitnisburð undir höndum þar sem meðal annars er vísað í afrit af samtalinu milli Geirs og Davíðs varðandi lánveitingar til Kaupþings banka. Kaupþing fékk 500 milljóna evru þrautavaralán frá Seðlabankanum til að standast þá ólgu sem umlék íslenskt bankakerfi á þessum tíma. Lánið dugði þó ekki til og bankinn féll nokkrum dögum seinna. Talið er að ríkið hafi tapað tugum milljarða króna á lánveitingunni. Fjölmiðlar hafa lengið óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að veita bankanum lán. Fljótlega kom í ljós að símtalið hafði verið hljóðritað en Geir H. Haarde hefur lagst gegn því að afrit af samtalinu verði gert opinbert. Í vitnisburðinum segir meðal annars:„[Starfsmaðurinn] kvaðst hafa verið viðstaddur þegar símtalið átti sér stað og að DO hafi tekið símtalið úr síma [starfsmannsins] þar sem síminn hans var hljóðritaður en ekki sími DO.“ Þessi vitnisburður er á skjön við yfirlýsingar Davíðs sem hingað til hefur haldið því fram að tilviljun hafi ráðið því að símtalið var hljóðritað. Þá er vísað beint í símtalið í vitnisburðinum þar sem Davíð segir:„Í dag getum við skrapað saman 500 milljónum evra og erum þá náttúrulega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaupþingi í einhverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Landsbankanum líka sko.“ Í vitnisburðinum segir starfsmaðurinn að Davíð hafi strax að loknu samtalinu við Geir hringt í Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, til að tilkynna honum að Kaupþing fengi fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum. Þá segir ennfremur í vitnisburðinum:„Do hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pening ekki til baka og að ákvörðunin hafi í raun verið GHH.“
Landsdómur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira