Þrettán tíma seinkun hjá Wow Air: Aðeins helmingur farþega komst með til Amsterdam Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2016 14:06 Ein af farþegaþotum Wow Air. Vísir/Vilhelm Um það bil eitt hundrað manns hafa beðið í rúma átta klukkutíma eftir að komast með áætlunarflugi Wow Air frá Keflavíkurflugvelli til Amsterdam í Hollandi. Tæplega þrjú hundruð manns áttu bókað far með Airbus-þotu flugfélagsins en áætluð brottför hennar var klukkan 6 í morgun. Farþegar voru að tínast inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í nótt en þá fengu margir þeirra þau svör við innritun að þeir hefðu verið færðir í annað flug sem átti að fara á hádegi. Því flugi var síðar seinkað til klukkan sjö í kvöld, þrettán tímum eftir fyrirhugaða brottför. Mikill hiti var í farþegum á Keflavíkurflugvelli og mátti heyra öskur og læti á köflum þegar reynt var að fá svör frá starfsfólki Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Nú hafa farþegarnir fengið að vita að mistökin lágu í því að Airbus-þota Wow Air sem tekur tæplega 300 manns í sæti fékk ekki brottfararleyfi í morgun og var því rúmlega helmingur farþeganna tekinn með minni þotu flugfélagsins.Bíða eftir að komast með þotunni sem átti að fara í morgun Því bíða nú um 100 farþegar eftir að komast með Airbus-þotu Wow Air, sem tekur tæplega 300 manns í sæti, til Amsterdam. Staðfest brottför er klukkan sjö í kvöld, ef marka má upplýsingar sem eru að finna um flugið á vef Keflavíkurflugvallar. Ef farþegarnir hundrað sem nú bíða komast með vélinni klukkan sjö í kvöld þá munu þeir hafa beðið í um 13 klukkustundir eftir fluginu til Amsterdam. Ekki náðist í fulltrúa Wow Air vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Missa af tengiflugiDæmi eru um að farþegar hafi misst af tengiflugi vegna þessarar seinkunar, líkt og stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson.Réttindi flugfarþega Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 31 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, rúmar 49 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, rúmar 74 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Um það bil eitt hundrað manns hafa beðið í rúma átta klukkutíma eftir að komast með áætlunarflugi Wow Air frá Keflavíkurflugvelli til Amsterdam í Hollandi. Tæplega þrjú hundruð manns áttu bókað far með Airbus-þotu flugfélagsins en áætluð brottför hennar var klukkan 6 í morgun. Farþegar voru að tínast inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í nótt en þá fengu margir þeirra þau svör við innritun að þeir hefðu verið færðir í annað flug sem átti að fara á hádegi. Því flugi var síðar seinkað til klukkan sjö í kvöld, þrettán tímum eftir fyrirhugaða brottför. Mikill hiti var í farþegum á Keflavíkurflugvelli og mátti heyra öskur og læti á köflum þegar reynt var að fá svör frá starfsfólki Keflavíkurflugvallar vegna málsins. Nú hafa farþegarnir fengið að vita að mistökin lágu í því að Airbus-þota Wow Air sem tekur tæplega 300 manns í sæti fékk ekki brottfararleyfi í morgun og var því rúmlega helmingur farþeganna tekinn með minni þotu flugfélagsins.Bíða eftir að komast með þotunni sem átti að fara í morgun Því bíða nú um 100 farþegar eftir að komast með Airbus-þotu Wow Air, sem tekur tæplega 300 manns í sæti, til Amsterdam. Staðfest brottför er klukkan sjö í kvöld, ef marka má upplýsingar sem eru að finna um flugið á vef Keflavíkurflugvallar. Ef farþegarnir hundrað sem nú bíða komast með vélinni klukkan sjö í kvöld þá munu þeir hafa beðið í um 13 klukkustundir eftir fluginu til Amsterdam. Ekki náðist í fulltrúa Wow Air vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Missa af tengiflugiDæmi eru um að farþegar hafi misst af tengiflugi vegna þessarar seinkunar, líkt og stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson.Réttindi flugfarþega Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 31 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, rúmar 49 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, rúmar 74 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira