Spenntir fyrir bardaga Gunnars: „Þetta er bardagi sem Gunnar á að vinna“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2016 10:45 Gunnar Nelson snýr aftur í búrið 19. nóvember í Belfast þegar hann berst gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim. Gunnar barðist síðast gegn Albert Tumenov í Rotterdam í maí og vann sannfærandi sigur í annarri lotu. Dong Hyun Kim er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni, tveimur sætum fyrir ofan Gunnar, en sigur hjá Gunnari í Belfast yrði frekar stór fyrir íslenska bardagakappann. Suður-Kóreumaðurinn er öflugur andstæðingur sem hefur aðeins tapað þrisvar sinnum í 25 bardögum á ferlinum og unnið tólf af 16 bardögum sínum í UFC: Bardagi þeirra tveggja var tekinn fyrir í þættinum 5 Rounds á Fight Network þar sem hann var einn þeirra bardaga sem er ekki að fá alveg nógu mikla athygli en er engu að síður mjög spennandi. Robin Black, sérfræðingur Fight Network, segist mjög spenntur fyrir þessum bardaga og spáir Gunnari sigri ef hann berst eins og Gunnar Nelson gerir best. „Ef Gunnar Nelson verður upp á sitt besta gegn Dong og hann verður algjörlega einbeittur mun hann vinna þennan bardaga. Gunnar mun vinna því það er ekki hægt að taka hann með krafti og ofstopa,“ segir Black. „Það er ekki hægt að fara á kraftinum í gegnum Gunnar og það hjálpar honum. Hann notar þessa gömlu góðu tækni þar sem hann beitir krafti mótherjans gegn honum. Ef hann verður upp á sitt besta mun hann vinna en ef ekki verður Dong að sýna þolinmæði,“ segir Robin Black. Í spilaranum hér að ofan má sjá Robin Black fara ítarlega yfir bardaga Gunnars og Dong. MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma Fremsti bardagakappi þjóðarinnar hlakkar til að keppa aftur á Írlandi en hann mætir Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember. 26. september 2016 17:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri Sjá meira
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið 19. nóvember í Belfast þegar hann berst gegn Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim. Gunnar barðist síðast gegn Albert Tumenov í Rotterdam í maí og vann sannfærandi sigur í annarri lotu. Dong Hyun Kim er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni, tveimur sætum fyrir ofan Gunnar, en sigur hjá Gunnari í Belfast yrði frekar stór fyrir íslenska bardagakappann. Suður-Kóreumaðurinn er öflugur andstæðingur sem hefur aðeins tapað þrisvar sinnum í 25 bardögum á ferlinum og unnið tólf af 16 bardögum sínum í UFC: Bardagi þeirra tveggja var tekinn fyrir í þættinum 5 Rounds á Fight Network þar sem hann var einn þeirra bardaga sem er ekki að fá alveg nógu mikla athygli en er engu að síður mjög spennandi. Robin Black, sérfræðingur Fight Network, segist mjög spenntur fyrir þessum bardaga og spáir Gunnari sigri ef hann berst eins og Gunnar Nelson gerir best. „Ef Gunnar Nelson verður upp á sitt besta gegn Dong og hann verður algjörlega einbeittur mun hann vinna þennan bardaga. Gunnar mun vinna því það er ekki hægt að taka hann með krafti og ofstopa,“ segir Black. „Það er ekki hægt að fara á kraftinum í gegnum Gunnar og það hjálpar honum. Hann notar þessa gömlu góðu tækni þar sem hann beitir krafti mótherjans gegn honum. Ef hann verður upp á sitt besta mun hann vinna en ef ekki verður Dong að sýna þolinmæði,“ segir Robin Black. Í spilaranum hér að ofan má sjá Robin Black fara ítarlega yfir bardaga Gunnars og Dong.
MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma Fremsti bardagakappi þjóðarinnar hlakkar til að keppa aftur á Írlandi en hann mætir Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember. 26. september 2016 17:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri Sjá meira
Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00
Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30
Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30
Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma Fremsti bardagakappi þjóðarinnar hlakkar til að keppa aftur á Írlandi en hann mætir Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember. 26. september 2016 17:30