Sammála um að bæta þurfi samgöngur í Suðurkjördæmi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 18. október 2016 23:30 Oddvitar Suðurkjördæmis ræddu um málefni kjördæmisins í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Oddvitarnir koma úr þeim sjö flokkum sem mælast með fimm prósenta fylgi eða hærra. Oddvitarnir sem mættu í sjónvarpssal voru Páll Magnússon (D), Oddný G. Harðardóttir (S), Ari Trausti Guðmundsson (V), Jóna Sólveig Elínardóttir (C), Smári McCarthy (P), Páll Valur Björnsson (A) og Sigurður Ingi Jóhannsson (F). Fjölgun ferðafólks kallar á betri samgöngurOddvitar flokkanna voru sammála um að samgöngum í Suðurkjördæmi væri ábótavant. Tvöföldun Reykjanesbrautar væri löngu tímabær að þeirra mati sem og útrýming einbreiðra brúa. Tíð banaslys voru þeim ofarlega í huga. „Innviðabrestur er á samgöngum á þessu svæði en hann hefur komið hvað skýrast í ljós eftir að ferðamönnum fjölgaði,“sagði Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tvöföldun vega og brúa eru þó ekki einu úrbæturnar sem þörf er á. „Við þurfum að horfa á tvöföldun vega en einnig annað, til dæmis að setja útsýnisútskot á vegum,“ sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Hún bætti einnig við að æskilegt væri að breikka þjóðvegi, til dæmis vegna aukins fjölda hjólreiðamanna á vegum úti. Að mati Smára McCarthy, oddvita Pírata í Suðurkjördæmi, er einnig nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur á Suðurlandi enda fjöldi fólks sem ferðast til Reykjavíkur dag hvern til þess að sækja vinnu eða skóla.Heilsugæsla vanrækt á kostnað spítala Oddvitar flokkanna voru sammála um að grípa þyrfti til aðgerða til þess að bæta heilbrigðismál í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, minntist á aukinn ferðamannastraum um kjördæmið en hún telur að hann hafi í för með sér aukið álag á heilbrigðisstofnanir þess. Páll Magnússon tók í sama streng. Ljóst var af umræðum oddvitanna að ný ríkisstjórn verði að treysta stoðir heilsugæslu á landinu og að málefni Landspítalans megi ekki skyggja á heilbrigðismál á öllu landinu. Stjórnarandstöðuflokkar ræddu um aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðismálum og töldu að ágreiningsmál um útfærslu tefðu framkvæmdir. „Ég held að það sé lykilatriði fyrir íslenska þjóð að fara að girða sig í brók og velta því fyrir sér hvernig við ætlum að hafa heilbrigðiskerfið,“ sagði Páll Valur Björnsson oddviti Bjartrar Framtíðar. Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Oddvitar Suðurkjördæmis ræddu um málefni kjördæmisins í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Oddvitarnir koma úr þeim sjö flokkum sem mælast með fimm prósenta fylgi eða hærra. Oddvitarnir sem mættu í sjónvarpssal voru Páll Magnússon (D), Oddný G. Harðardóttir (S), Ari Trausti Guðmundsson (V), Jóna Sólveig Elínardóttir (C), Smári McCarthy (P), Páll Valur Björnsson (A) og Sigurður Ingi Jóhannsson (F). Fjölgun ferðafólks kallar á betri samgöngurOddvitar flokkanna voru sammála um að samgöngum í Suðurkjördæmi væri ábótavant. Tvöföldun Reykjanesbrautar væri löngu tímabær að þeirra mati sem og útrýming einbreiðra brúa. Tíð banaslys voru þeim ofarlega í huga. „Innviðabrestur er á samgöngum á þessu svæði en hann hefur komið hvað skýrast í ljós eftir að ferðamönnum fjölgaði,“sagði Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tvöföldun vega og brúa eru þó ekki einu úrbæturnar sem þörf er á. „Við þurfum að horfa á tvöföldun vega en einnig annað, til dæmis að setja útsýnisútskot á vegum,“ sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Hún bætti einnig við að æskilegt væri að breikka þjóðvegi, til dæmis vegna aukins fjölda hjólreiðamanna á vegum úti. Að mati Smára McCarthy, oddvita Pírata í Suðurkjördæmi, er einnig nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur á Suðurlandi enda fjöldi fólks sem ferðast til Reykjavíkur dag hvern til þess að sækja vinnu eða skóla.Heilsugæsla vanrækt á kostnað spítala Oddvitar flokkanna voru sammála um að grípa þyrfti til aðgerða til þess að bæta heilbrigðismál í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, minntist á aukinn ferðamannastraum um kjördæmið en hún telur að hann hafi í för með sér aukið álag á heilbrigðisstofnanir þess. Páll Magnússon tók í sama streng. Ljóst var af umræðum oddvitanna að ný ríkisstjórn verði að treysta stoðir heilsugæslu á landinu og að málefni Landspítalans megi ekki skyggja á heilbrigðismál á öllu landinu. Stjórnarandstöðuflokkar ræddu um aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðismálum og töldu að ágreiningsmál um útfærslu tefðu framkvæmdir. „Ég held að það sé lykilatriði fyrir íslenska þjóð að fara að girða sig í brók og velta því fyrir sér hvernig við ætlum að hafa heilbrigðiskerfið,“ sagði Páll Valur Björnsson oddviti Bjartrar Framtíðar.
Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira