Tæplega fimmtíu vitni koma fyrir dóm við aðra aðalmeðferð Aurum-málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2016 08:15 Lárus Welding og Jón Ásgeir Jóhannesson eru á meðal ákærðu í Aurum-málinu. vísir/gva Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. Lárus og Magnús eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni eru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið kemur nú fyrir héraðsdóm í annað sinn en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014. Fjórmenningarnir voru svo sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar en hann var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað var síðan deilt um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar, en Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt. Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Nú, tveimur og hálfu ári eftir að sakborningar í málinu voru sýknaðir í héraði, er aftur komið að aðalmeðferð. Tæplega fimmtíu vitni munu gefa skýrslu fyrir dómi en áætlað er aðalmeðferðin standi í um viku. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18 Aðalmeðferð Aurum-málsins í október Hefst þann 19. október og mun standa í um viku. 17. maí 2016 16:05 Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Jón Ásgeir Jóhannesson efast um að dómarinn Símon Sigvaldason sé óhlutdrægur í sinn garð vegna frétta Fréttablaðsins um fyrirtæki eiginkonu dómarans. Eiginkona Jóns Ásgeirs er aðaleigandi 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið. 4. febrúar 2016 15:44 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni ákærðir. Lárus og Magnús eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni eru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. Málið kemur nú fyrir héraðsdóm í annað sinn en fyrri aðalmeðferð þess fór fram vorið 2014. Fjórmenningarnir voru svo sýknaðir í héraði en Hæstiréttur ómerkti þann dóm í apríl í fyrra þar sem hann taldi að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því. Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar en hann var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Þegar málið hafði verið sent aftur heim í hérað var síðan deilt um hæfi dómsformannsins í málinu, Guðjóns St. Marteinssonar, en Ólafur Þór Hauksson saksóknari í málinu taldi dómarann hliðhollan sakborningum, meðal annars vegna þess sem fram kom í blaðagrein sem Guðjón ætlaði að birta í Fréttablaðinu en var aldrei birt. Ólafur Þór fór fram á að Guðjón myndi víkja sæti í dómnum vegna vanhæfis en dómarar meta sjálfir hæfi sitt. Guðjón taldi sig hæfan til að dæma áfram í málinu en Ólafur kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem dæmdi Guðón vanhæfan til að sitja áfram í dómnum. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en auk dómarana var einnig deilt um það hvort að saksóknari fengi að leiða ákveðin vitni fyrir dóm. Nú, tveimur og hálfu ári eftir að sakborningar í málinu voru sýknaðir í héraði, er aftur komið að aðalmeðferð. Tæplega fimmtíu vitni munu gefa skýrslu fyrir dómi en áætlað er aðalmeðferðin standi í um viku.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18 Aðalmeðferð Aurum-málsins í október Hefst þann 19. október og mun standa í um viku. 17. maí 2016 16:05 Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Jón Ásgeir Jóhannesson efast um að dómarinn Símon Sigvaldason sé óhlutdrægur í sinn garð vegna frétta Fréttablaðsins um fyrirtæki eiginkonu dómarans. Eiginkona Jóns Ásgeirs er aðaleigandi 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið. 4. febrúar 2016 15:44 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. 2. febrúar 2016 12:18
Aðalmeðferð Aurum-málsins í október Hefst þann 19. október og mun standa í um viku. 17. maí 2016 16:05
Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Jón Ásgeir Jóhannesson efast um að dómarinn Símon Sigvaldason sé óhlutdrægur í sinn garð vegna frétta Fréttablaðsins um fyrirtæki eiginkonu dómarans. Eiginkona Jóns Ásgeirs er aðaleigandi 365 miðla sem gefur út Fréttablaðið. 4. febrúar 2016 15:44