Samfylkingin hefur fundað með Pírötum Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2016 11:54 Vísir/GVA/Friðrik Þór Formaður Samfylkingarinnar hitti fulltrúa Pírata á fundi í Reykjavík í morgun. Hún segist alltaf til í að ræða stefnu Samfylkingarinnar og það liggi fyrir í landsfundarsamþykkt flokksins að endurskoða beri stjórnarskrána á grundvelli þeirrar vinnu sem liggi fyrir. Formaður Vinstri grænna segir eðlilegt að kjósendur viti hvaða flokkar ætli að vinna saman að loknum kosningum. Píratar buðu hinum stjórnarandstöðuflokkunum á sunnudag að ganga til viðræðna við sig um samstarf flokkanna eftir kosningar. Blendin viðbrögð hafa verið við þessu tilboði. Viðbrögðin hafa verið heldur dræm í herbúðum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þar sem menn telja eðlilegt að kosningar farið fram áður en farið verði að ræða samstarf. En Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar tók vel í að ræða við Pírata og hitti fulltrúa þeirra á fundi klukkan ellefu í morgun. „Við tókum vel í boð Pírata og fögnum því að fá að ræða stefnu Samfylkingarinnar við þau eins og aðra. Við teljum ekki ástæðu til að setja einhver sérstök skilyrði fyrir því svona í byrjun að minnsta kosti,“ segir Oddný.Sjá einnig: Blendin viðbrögð við útspili PírataEn á fréttamannafundi Pírata á laugardag settu fulltrúar flokksins fimm skilyrði fyrir samstarfi við stjórnarandstöðuflokkana eftir kosningar. Þau eru ný stjórnarskrá, réttlátari dreifing á arðinum af auðlindum landsins, endurreisn gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu, öflugri aðkoma almennings að ákvarðanatöku og endurvakning trausts með því að „tækla“ spillingu, eins og þau orða það. Oddný segir Samfylkinguna til að mynda hafa landsfundarsamþykkt fyrir því að endurskoða eigi stjórnarskrána á grundvelli þeirrar vinnu sem liggi fyrir um hana. En Samfylkingin hefur átt undir högg að sækja í könnunum og er Oddný bjartsýn á að flokkurinn nái að vinna meira fylgi fyrir kjördag. „Við vinnum að því og trúum því að niðurstaðan á kjördag verði betri en kannanir sýna,“ segir Oddný. Málatilbúnaði flokksins sé víðast hvar tekið vel á fundum um landið og fólki líki við stefnu Samfylkingarinnar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirVG vill sameiginlegan fund Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna svaraði erindi Pírata í gær þar sem hún sagði eðlilegt að ef ræða ætti samstarf stjórnarandstöðuflokkanna kæmu þeir allir saman til fundar. Hún væri jákvæð gagnvart samstarfi enda hefðu Vinstri græn talað um samstarf stjórnarandstöðuflokkanna allt þetta kjörtímabilið og geti skrifað undir margt af því sem Píratar leggi fram. En Vinstri græn séu með fleiri mál eins og skólamálin þar sem úrbóta sé þörf. „En ég get líka nefnt umhverfis- og loftlagsmál sem ekki eru nefnd að hálfu Pírata en eru auðvitað algert forgangsmál hjá okkur og ég gæti nefnt fleiri mál. Þess vegna einmitt tel ég svo mikilvægt að við áttum okkur betur á því hvaða mál það eru hjá þeim sem vilja taka þátt í þessu samtali sem flokkarnir vilja setja á dagskrá,“ segir Katrín. Hins vegar sé hún almennt hlynt því að stjórnmálin hér þróist í átt til þess sem þekkist á hinum Norðurlöndunum að flokkar myndi blokkir fyrir kosningar. „Já, við höfum talað fyrir því. Við Vinstri græn ályktuðum um þetta í febrúar. Að við teldum að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að vinna saman að loknum kosningum ef þeir fengju til þess umboð almennings. Mér finnst mjög jákvætt að almenningur viti þá með hverjum flokkarnir vilji vinna eftir kosningar en líka þá um hvað,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Blendin viðbrögð við útspili Pírata 16. október 2016 19:30 Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar hitti fulltrúa Pírata á fundi í Reykjavík í morgun. Hún segist alltaf til í að ræða stefnu Samfylkingarinnar og það liggi fyrir í landsfundarsamþykkt flokksins að endurskoða beri stjórnarskrána á grundvelli þeirrar vinnu sem liggi fyrir. Formaður Vinstri grænna segir eðlilegt að kjósendur viti hvaða flokkar ætli að vinna saman að loknum kosningum. Píratar buðu hinum stjórnarandstöðuflokkunum á sunnudag að ganga til viðræðna við sig um samstarf flokkanna eftir kosningar. Blendin viðbrögð hafa verið við þessu tilboði. Viðbrögðin hafa verið heldur dræm í herbúðum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þar sem menn telja eðlilegt að kosningar farið fram áður en farið verði að ræða samstarf. En Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar tók vel í að ræða við Pírata og hitti fulltrúa þeirra á fundi klukkan ellefu í morgun. „Við tókum vel í boð Pírata og fögnum því að fá að ræða stefnu Samfylkingarinnar við þau eins og aðra. Við teljum ekki ástæðu til að setja einhver sérstök skilyrði fyrir því svona í byrjun að minnsta kosti,“ segir Oddný.Sjá einnig: Blendin viðbrögð við útspili PírataEn á fréttamannafundi Pírata á laugardag settu fulltrúar flokksins fimm skilyrði fyrir samstarfi við stjórnarandstöðuflokkana eftir kosningar. Þau eru ný stjórnarskrá, réttlátari dreifing á arðinum af auðlindum landsins, endurreisn gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu, öflugri aðkoma almennings að ákvarðanatöku og endurvakning trausts með því að „tækla“ spillingu, eins og þau orða það. Oddný segir Samfylkinguna til að mynda hafa landsfundarsamþykkt fyrir því að endurskoða eigi stjórnarskrána á grundvelli þeirrar vinnu sem liggi fyrir um hana. En Samfylkingin hefur átt undir högg að sækja í könnunum og er Oddný bjartsýn á að flokkurinn nái að vinna meira fylgi fyrir kjördag. „Við vinnum að því og trúum því að niðurstaðan á kjördag verði betri en kannanir sýna,“ segir Oddný. Málatilbúnaði flokksins sé víðast hvar tekið vel á fundum um landið og fólki líki við stefnu Samfylkingarinnar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirVG vill sameiginlegan fund Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna svaraði erindi Pírata í gær þar sem hún sagði eðlilegt að ef ræða ætti samstarf stjórnarandstöðuflokkanna kæmu þeir allir saman til fundar. Hún væri jákvæð gagnvart samstarfi enda hefðu Vinstri græn talað um samstarf stjórnarandstöðuflokkanna allt þetta kjörtímabilið og geti skrifað undir margt af því sem Píratar leggi fram. En Vinstri græn séu með fleiri mál eins og skólamálin þar sem úrbóta sé þörf. „En ég get líka nefnt umhverfis- og loftlagsmál sem ekki eru nefnd að hálfu Pírata en eru auðvitað algert forgangsmál hjá okkur og ég gæti nefnt fleiri mál. Þess vegna einmitt tel ég svo mikilvægt að við áttum okkur betur á því hvaða mál það eru hjá þeim sem vilja taka þátt í þessu samtali sem flokkarnir vilja setja á dagskrá,“ segir Katrín. Hins vegar sé hún almennt hlynt því að stjórnmálin hér þróist í átt til þess sem þekkist á hinum Norðurlöndunum að flokkar myndi blokkir fyrir kosningar. „Já, við höfum talað fyrir því. Við Vinstri græn ályktuðum um þetta í febrúar. Að við teldum að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að vinna saman að loknum kosningum ef þeir fengju til þess umboð almennings. Mér finnst mjög jákvætt að almenningur viti þá með hverjum flokkarnir vilji vinna eftir kosningar en líka þá um hvað,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Blendin viðbrögð við útspili Pírata 16. október 2016 19:30 Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32
„Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28
Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00