Sjómenn vilja ekki borga nýju skipin fyrir útgerðir í landinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2016 07:00 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. vísir/ernir Sjómenn samþykktu í gær að boða til verkfalls sem að öllu óbreyttu hefst 10. nóvember. Níutíu prósent félagsmanna samþykktu aðgerðirnar en þar á meðal er félag Vélstjórnarmanna. Samningar náðust milli aðila fyrr á árinu en þeir voru felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna. Síðan hafa verkföll verið í undirbúningi. Meðal ágreiningsefna í viðræðum sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, er þátttaka sjómanna í greiðslu veiðigjalda og hvort afnema skuli nýsmíðaálagið. Sjómenn telja sig eiga heimtu á útgerðina. Þegar nýtt skip kemur til landsins renna tíu prósent af launum skipverja, næstu sjö árin, í kostnað sem hlýst af smíðinni. „Það var samið um þetta árið 2004 en þá var ástandið í greininni annað. Meðan útgerðin býr við myljandi hagnað þá finnst okkur ekki rétt að við greiðum með skipunum,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Útgerðin hefur ekki viljað semja undanfarin ár vegna of mikillar óvissu um hag greinarinnar,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2011 en verkfallsaðgerðir hafa verið í undirbúningi síðastliðna mánuði. Ljóst er að verkfall mun hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir landvinnslu og greinar tengdar sjávarútvegi. „Við bindum vonir við að sættir náist áður en til verkfallsins kemur,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að verkfallið sé neyðarúrræði og komi til með að valda samningsaðilum og samfélaginu öllu tjóni. Þá er þar bent á að nokkur fjöldi sjómanna hafi ákveðið að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Síðasta sjómannaverkfall var árið 2001 en því lauk með lagasetningu og gerðardómi í kjölfar hennar. „Sá gerðardómur er enn að bíta okkur í hælana og var okkur til ama,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40 Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00 Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26 „Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sjómenn samþykktu í gær að boða til verkfalls sem að öllu óbreyttu hefst 10. nóvember. Níutíu prósent félagsmanna samþykktu aðgerðirnar en þar á meðal er félag Vélstjórnarmanna. Samningar náðust milli aðila fyrr á árinu en þeir voru felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna. Síðan hafa verkföll verið í undirbúningi. Meðal ágreiningsefna í viðræðum sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, er þátttaka sjómanna í greiðslu veiðigjalda og hvort afnema skuli nýsmíðaálagið. Sjómenn telja sig eiga heimtu á útgerðina. Þegar nýtt skip kemur til landsins renna tíu prósent af launum skipverja, næstu sjö árin, í kostnað sem hlýst af smíðinni. „Það var samið um þetta árið 2004 en þá var ástandið í greininni annað. Meðan útgerðin býr við myljandi hagnað þá finnst okkur ekki rétt að við greiðum með skipunum,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Útgerðin hefur ekki viljað semja undanfarin ár vegna of mikillar óvissu um hag greinarinnar,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2011 en verkfallsaðgerðir hafa verið í undirbúningi síðastliðna mánuði. Ljóst er að verkfall mun hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir landvinnslu og greinar tengdar sjávarútvegi. „Við bindum vonir við að sættir náist áður en til verkfallsins kemur,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að verkfallið sé neyðarúrræði og komi til með að valda samningsaðilum og samfélaginu öllu tjóni. Þá er þar bent á að nokkur fjöldi sjómanna hafi ákveðið að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Síðasta sjómannaverkfall var árið 2001 en því lauk með lagasetningu og gerðardómi í kjölfar hennar. „Sá gerðardómur er enn að bíta okkur í hælana og var okkur til ama,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40 Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00 Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26 „Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15
Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40
Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00
Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26
„Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent