Telur að bil milli höfuðborgar og landsbyggðar sé að breikka Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. október 2016 06:00 Í Norðausturkjördæmi eru tíu þingmenn, þar af eru níu kjördæmakjörnir en einn jöfnunarþingmaður. Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps. Á meðal oddvita kjördæmisins eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður VG. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er nær alveg víst að þeir munu allir ná kjöri aftur. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, er þingmaður í kjördæminu en hann verður ekki í framboði þann 29. október næstkomandi. Þá var Brynhildur Pétursdóttir þingmaður í kjördæminu fyrir Bjarta framtíð en hverfur líka af þingi núna. Óvarlegt væri að fullyrða á þessari stundu hvort Samfylkingunni eða Bjartri framtíð takist að koma að manni í stað þeirra Kristjáns og Brynhildar. Þegar kemur að því að spyrja hvaða málefni séu fólki efst í huga í kjördæminu segist Agnes Anna Sigurðardóttir, atvinnurekandi á Árskógssandi í Eyjafirði, telja að bilið á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé að breikka. „Þá er ég ekki að kenna neinum einum um. En mér finnst bara eins og þetta sé að verða hvor sinn þjóðflokkurinn oft og tíðum,“ segir Agnes Anna. „Hvort sem það er fyrir austan, vestan eða norðan,“ segir Agnes og bætir við að allir landshlutar hafi sitthvað að bjóða ferðamönnum. Þá telur Agnes Anna brýnt að efla bæði skólaþjónustu og heilbrigðismál. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir samgöngumálin skipta Austfirðinga mestu máli, bæði samgöngur á landi og í lofti. „Við erum þannig staðsett frá höfuðborgarsvæðinu að við erum ekki í skotfæri,“ segir hann. Austfirðingar þurfi að sækja mjög stóran hluta þjónustunnar, eins og heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarsvæðisins. „Þar er flugið í raun eini valkosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta,“ segir Björn. Vandinn sé sá að kostnaðurinn við flugsamgöngur sé svo hár að það sé varla á færi einstaklinga að greiða hann. Því hafi menn á Fljótsdalshéraði lagt áherslu á að skoðað verði alvarlega að fara almenningssamgönguleið eins og gert hafi verið í nokkrum öðrum löndum. Það myndi fela í sér niðurgreiðslur hins opinbera á flugfargjöldum. „Svo eru það að sjálfsögðu vegasamgöngurnar sem menn þurfa að halda áfram að lagfæra,“ segir hann. Björn segir að í þriðja lagi þurfi að koma fjarskiptamálum í lag. „Við höfum reyndar sagt það að ef menn koma fjarskiptunum í lag þá þurfi þeir ekkert að hafa áhyggjur af okkur – þá þurfi ekki að vera nein byggðaframlög,“ segir hann. Þar á hann við að það þurfi að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Stór hluti þéttbýlisins fyrir austan sé heldur ekki með góðar tengingar. „Þetta er orðið lykilatriði í atvinnulífinu að menn séu með alvöru tengingar og líka bara spurning um þegar yngra fólk velur sér búsetu, þá er þetta orðið það stórt vægi í lífi fólks að þetta verður að vera í lagi,“ segir Björn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Í Norðausturkjördæmi eru tíu þingmenn, þar af eru níu kjördæmakjörnir en einn jöfnunarþingmaður. Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps. Á meðal oddvita kjördæmisins eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður VG. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er nær alveg víst að þeir munu allir ná kjöri aftur. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, er þingmaður í kjördæminu en hann verður ekki í framboði þann 29. október næstkomandi. Þá var Brynhildur Pétursdóttir þingmaður í kjördæminu fyrir Bjarta framtíð en hverfur líka af þingi núna. Óvarlegt væri að fullyrða á þessari stundu hvort Samfylkingunni eða Bjartri framtíð takist að koma að manni í stað þeirra Kristjáns og Brynhildar. Þegar kemur að því að spyrja hvaða málefni séu fólki efst í huga í kjördæminu segist Agnes Anna Sigurðardóttir, atvinnurekandi á Árskógssandi í Eyjafirði, telja að bilið á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé að breikka. „Þá er ég ekki að kenna neinum einum um. En mér finnst bara eins og þetta sé að verða hvor sinn þjóðflokkurinn oft og tíðum,“ segir Agnes Anna. „Hvort sem það er fyrir austan, vestan eða norðan,“ segir Agnes og bætir við að allir landshlutar hafi sitthvað að bjóða ferðamönnum. Þá telur Agnes Anna brýnt að efla bæði skólaþjónustu og heilbrigðismál. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir samgöngumálin skipta Austfirðinga mestu máli, bæði samgöngur á landi og í lofti. „Við erum þannig staðsett frá höfuðborgarsvæðinu að við erum ekki í skotfæri,“ segir hann. Austfirðingar þurfi að sækja mjög stóran hluta þjónustunnar, eins og heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarsvæðisins. „Þar er flugið í raun eini valkosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta,“ segir Björn. Vandinn sé sá að kostnaðurinn við flugsamgöngur sé svo hár að það sé varla á færi einstaklinga að greiða hann. Því hafi menn á Fljótsdalshéraði lagt áherslu á að skoðað verði alvarlega að fara almenningssamgönguleið eins og gert hafi verið í nokkrum öðrum löndum. Það myndi fela í sér niðurgreiðslur hins opinbera á flugfargjöldum. „Svo eru það að sjálfsögðu vegasamgöngurnar sem menn þurfa að halda áfram að lagfæra,“ segir hann. Björn segir að í þriðja lagi þurfi að koma fjarskiptamálum í lag. „Við höfum reyndar sagt það að ef menn koma fjarskiptunum í lag þá þurfi þeir ekkert að hafa áhyggjur af okkur – þá þurfi ekki að vera nein byggðaframlög,“ segir hann. Þar á hann við að það þurfi að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Stór hluti þéttbýlisins fyrir austan sé heldur ekki með góðar tengingar. „Þetta er orðið lykilatriði í atvinnulífinu að menn séu með alvöru tengingar og líka bara spurning um þegar yngra fólk velur sér búsetu, þá er þetta orðið það stórt vægi í lífi fólks að þetta verður að vera í lagi,“ segir Björn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45