Gafst upp í miðjum leik og gaf stig: "Ég skulda ykkur ekki neitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. október 2016 16:00 Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið úrskurðaður í átta vikna bann frá keppni í íþróttinni og sektaður um 25.000 dali eða þrjár milljónir króna fyrir hegðun sína í viðureign á móti Micsha Zverev á Shanghæ-meistaramótinu í síðustu viku. Kyrgios gafst hálfpartinn upp í miðjum leiknum sem hann tapaði í tveimur settum; 6-3 og 6-1. Hann sló boltann nokkrum sinnum létt yfir netið úr uppgjöf þannig Zverev gat auðveldlega skorað á móti og þá gekk Kyrgios út að hliðarlínu áður en ein uppgjöf Zverev snerti jörðina. Vandræðagemsinn Kyrgios byrjaði svo að öskra á áhorfendur sem bauluðu á hann fyrir þennan fíflagang. „Ég skulda ykkur ekki neitt,“ kallaði Ástralinn sem hefur áður komið sér í allskonar vandræði á mótaröðinni. Hann endurtók sig á blaðamannafundi eftir leikinn og sagði að hann skuldar áhorfendum nákvæmlega ekki neitt. Eftir að hann var úrskurðaður í bann kvað við annan tón þegar hann ræddi hegðun sína. „Ég sé eftir því að enda tímabilið svona. Ég skil ákvörðun sambandsins og virði hana. Tímabilið hefur verið langt og ég hef verið mikið meiddur. Líkaminn gafst bara upp í leiknum en það er engin afsökun og ég veit að ég þarf að biðja áhorfendur afsökunar,“ segir Nick Kyrgios. Ástralinn samþykkti að hitta sálfræðing á meðan banninu stendur þar sem hann játaði að þurfa að takast á við sín vandamál. Í spilaranum hér að ofan má sjá hegðun Kyrgios í leiknum en hér að neðan má sjá magnað stig sem hann vann í sama leik. Tennis Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira
Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið úrskurðaður í átta vikna bann frá keppni í íþróttinni og sektaður um 25.000 dali eða þrjár milljónir króna fyrir hegðun sína í viðureign á móti Micsha Zverev á Shanghæ-meistaramótinu í síðustu viku. Kyrgios gafst hálfpartinn upp í miðjum leiknum sem hann tapaði í tveimur settum; 6-3 og 6-1. Hann sló boltann nokkrum sinnum létt yfir netið úr uppgjöf þannig Zverev gat auðveldlega skorað á móti og þá gekk Kyrgios út að hliðarlínu áður en ein uppgjöf Zverev snerti jörðina. Vandræðagemsinn Kyrgios byrjaði svo að öskra á áhorfendur sem bauluðu á hann fyrir þennan fíflagang. „Ég skulda ykkur ekki neitt,“ kallaði Ástralinn sem hefur áður komið sér í allskonar vandræði á mótaröðinni. Hann endurtók sig á blaðamannafundi eftir leikinn og sagði að hann skuldar áhorfendum nákvæmlega ekki neitt. Eftir að hann var úrskurðaður í bann kvað við annan tón þegar hann ræddi hegðun sína. „Ég sé eftir því að enda tímabilið svona. Ég skil ákvörðun sambandsins og virði hana. Tímabilið hefur verið langt og ég hef verið mikið meiddur. Líkaminn gafst bara upp í leiknum en það er engin afsökun og ég veit að ég þarf að biðja áhorfendur afsökunar,“ segir Nick Kyrgios. Ástralinn samþykkti að hitta sálfræðing á meðan banninu stendur þar sem hann játaði að þurfa að takast á við sín vandamál. Í spilaranum hér að ofan má sjá hegðun Kyrgios í leiknum en hér að neðan má sjá magnað stig sem hann vann í sama leik.
Tennis Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira