Viðbrögð Viðreisnar við ósk Pírata um viðræður um hugsanlegt samstarf að loknum kosningum hafa hleypt talsverðu lífi í kosningarnar sem eru eftir hálfan mánuð. Meðan formenn Samfylkingar og VG hafa ágætlega í umleitan Pírata hefur Viðreisn og Björt framtíð talið ýmsa meinbugi á slíku samtali; og vísa þá til þess að stutt sé til kosninga og rétt sé að lýðræðislegt umboð kjósenda liggi fyrir áður en slíkar stjórnarmyndunarviðræður fara fram. Ýmsir sem eru fylgjandi því að fyrir liggi einskonar kosningabandalag fyrir kosningar vanda Viðreisn og BF ekki kveðjurnar vegna þessarar afstöðu og ein þeirra er Lára Hanna.
Benedikt birti nú í morgun bréfið frá Pírötum á Facebooksíðu sinni en lætur jafnframt orðsendingu til Láru Hönnu fylgja:

„Ég skora á ykkur, Benedikt og Óttarr, að endurskoða viðhorf ykkar. Að öðrum kosti mun þorri kjósenda - vona ég - líta á ykkur sem mellur íslenskra stjórnmála. Opnir fyrir öllu, líka spillingunni. Sorrí, strákar - þannig er það bara.“
Benedikt bendir á að í bréfinu sem hann fékk hafi ekkert verið talað um stjórnarmyndun, ekkert um skilyrði, ekkert um að kalla flokka saman, ekkert um hverja á ekki að tala við. Bréfið sem ég fékk talar ekkert um stjórnarmyndun, ekkert um skilyrði, ekkert um að kalla flokka saman, ekkert um hverja á ekki að tala við. Benedikt vitnar þá í fleyg ummæli Nóbelsskáldsins, hvort við ættum ekki að hefja umræðuna upp á aðeins hærra plan?