Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. október 2016 11:45 Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka áður en gengið verður til kosninga 29. október.Píratar komu með óvænt útspil fyrr í dag þegar þeir kynntu áætlanir sínar um að hefja viðræður við Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Birgitta Jónsdóttir, einn umboðsmanna Pírata vegna stjórnarmyndunarviðræðna, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni sem hlusta má á hér fyrir ofan. Hún var þar spurð hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokki væri ekki boðið til viðræðna. Sagði Birgitta að það væri ótækt, í ljósi þess að eitt af þeim fimm meginatriðum sem Píratar stefni að eftir kosningar sé að tækla spillingu í samfélaginu. „Þar sem við erum að ganga til kosninga vegna spillingu væri furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál í gegnum tíðina. Það eru hvorki meira né minna en fimm ráðherrar á þessu kjörtímabili sem hafa lent í vandræðum vegna spillingarmála,“ segir Birgitta. Birgitta segir þó að vilji forsvarsmenn stjórnarflokkanna vera með í viðræðunum sé sjálfsagt að ræða það við þá en áherslumál Pírata verði í forgrunni. Um ástæður þess að ákveðið var að fara þessa leið, að kanna stjórnarsamstarf áður en gengið verður til kosninga, sem hingað til hefur ekki tíðkast hér á landi, sagði Birgitta að Píratar vildu að almenningur hefði hugmynd að hverju hann gengi fyrir kosningar. „Öllu er lofað fyrir kosningar en svo eftir kosningarnar eru gerðar svo miklar málamiðlanir að þeir sem kusu annan flokkinn upplifa sig svikna. Við viljum fyrirbyggja slíkt," segir Birgitta. „Við viljum að almenningur viti hverju hann er að ganga að eftir kosningar." Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka áður en gengið verður til kosninga 29. október.Píratar komu með óvænt útspil fyrr í dag þegar þeir kynntu áætlanir sínar um að hefja viðræður við Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Birgitta Jónsdóttir, einn umboðsmanna Pírata vegna stjórnarmyndunarviðræðna, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni sem hlusta má á hér fyrir ofan. Hún var þar spurð hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokki væri ekki boðið til viðræðna. Sagði Birgitta að það væri ótækt, í ljósi þess að eitt af þeim fimm meginatriðum sem Píratar stefni að eftir kosningar sé að tækla spillingu í samfélaginu. „Þar sem við erum að ganga til kosninga vegna spillingu væri furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál í gegnum tíðina. Það eru hvorki meira né minna en fimm ráðherrar á þessu kjörtímabili sem hafa lent í vandræðum vegna spillingarmála,“ segir Birgitta. Birgitta segir þó að vilji forsvarsmenn stjórnarflokkanna vera með í viðræðunum sé sjálfsagt að ræða það við þá en áherslumál Pírata verði í forgrunni. Um ástæður þess að ákveðið var að fara þessa leið, að kanna stjórnarsamstarf áður en gengið verður til kosninga, sem hingað til hefur ekki tíðkast hér á landi, sagði Birgitta að Píratar vildu að almenningur hefði hugmynd að hverju hann gengi fyrir kosningar. „Öllu er lofað fyrir kosningar en svo eftir kosningarnar eru gerðar svo miklar málamiðlanir að þeir sem kusu annan flokkinn upplifa sig svikna. Við viljum fyrirbyggja slíkt," segir Birgitta. „Við viljum að almenningur viti hverju hann er að ganga að eftir kosningar."
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19