Napoli tók á móti Roma í ítölsku knattspyrnunni í dag. Fyrir leikinn var Roma með 13 stig í 3.sæti, einu stigi á eftir Napoli sem var í 2.sætinu.
Edin Dzeko kom Rómarliðinu í 1-0 forystu með marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og hann tvöfaldaði forskot gestanna á 54.mínútu með skallamarki eftir sendingu frá Alessandro Florenzi.
Varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly minnkaði muninn fyrir Napoli skömmu síðar og heimamenn aftur komnir inn í leikinn.
Á 85.mínútu skoraði hins vegar Egyptinn Mohamed Salah þriðja mark Rómverja og tryggði þeim sigurinn.
Roma er þar með komið í 2.sæti ítösku deildarinnar og er tveimur stigum á eftir toppliði Juventus sem á leik til góða.
