Tímabundið keppnisbann Tyson Fury frá hnefaleikum gæti verið blessun í dulargervi að mati frænda hans og þjálfara, Peter Fury.
Tyson Fury gaf frá sér WBO og WBA-heimsmeistarabeltin í þungavigt í gær skömmu áður en breska hnefaleikasambandið úrskurðaði hann í tímabundið bann frá íþróttinni.
Fury varð heimsmeistari í þungavigt á síðasta ári þegar hann vann Wladimir Klitschko en síðan þá hefur hann ekki barist og tvisvar sinnum hætt við titilvörn gegn Úkraínumannnum þegar búið var að skipuleggja bardagann.
Sjá einnig:Kókaínið og þunglyndið hafði betur gegn Fury sem gefur frá sér beltin
Bretinn, sem er 28 ára gamall, er veikur maður en hann viðurkenndi kókaínneyslu í viðtali við Rolling Stone fyrir nokkrum vikum. Kókaínið notar hann til að hjálpa sér að berjast við þunglyndi.
„Hann gengst við því að hann á við vandamál að stríða og nú byrjar endurhæfingin,“ segir Peter Fury í viðtali við BBC. „Kannski er þetta bann blessun í dulargervi því hann fær tíma til að ná sér góðum.“
Peter Fury telur að frændi sinn muni snúa aftur í hringinn í apríl og sér hann verða fyrirmynd ungs fólks sem glímir við þunglyndi.
„Þetta sýnir bara hvað þessi sjúkdómur getur haft mikil áhrif á líf þitt sama hver þú ert. Ef þunglyndi getur haft svona mikil áhrif á heimsmeistarann í þungavigt er þetta alvöru vandamál,“ segir Peter Fury.
Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt um veikindi Tyson Fury og keppnisbannið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
„Bannið blessun í dulargervi“
Tengdar fréttir

Kókaínið og þunglyndið hafði betur gegn Fury sem gefur frá sér beltin
Tyson Fury er búinn að gefa frá sér heimsmeistaratitlana tvo og einbeitir sér að koma sjálfum sér í lag.

Fury hættur og drullar yfir hnefaleika
Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter.

Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð
Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí.

Fury kærður fyrir ólöglega lyfjanotkun
Breska lyfjaeftirlitið er búið að kæra heimsmeistarann í þungavigt fyrir ólöglega lyfjanotkun og Fury kærir á móti.

Ætlar í mál við breska lyfjaeftirlitið
Breski þungavigtarmeistarinn Tyson Fury er allt annað en sáttur við lyfjaeftirlitsnefndina í Bretlandi.