Milos verður áfram í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. október 2016 08:00 Milos Milojevic verður áfram þjálfari Víkings. vísir/ernir Milos Milojevic, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, verður áfram í Víkinni, en hann hefur staðfest samning sinn við Fossvogsfélagið út næstu leiktíð. Orðrómar voru uppi um að Serbinn gæti verið á förum en nú er ljóst að hann verður áfram. Hann fékk samningstilboð frá heimalandi sínu en ákvað frekar að halda áfram störfum í Víkinni. Milos kom til Víkings sem leikmaður árið 2010 en gerðist aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar árið 2013. Saman komu þeir liðinu upp í Pepsi-deildina og í Evrópu í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið náði þriðja sæti sumarið 2014. Serbinn, sem er 34 ára gamall, tók einn við liðinu á miðju sumri í fyrra þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli á síðustu leiktíð og bætti svo stigamet félagsins í efstu deild í ár þegar það safnaði 32 stigum.Milos þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann eftir að Helgi Sigurðsson tók við Fylki.vísir/ernirStefnan sett hátt „Ég var með samning við Víking og vildi ekki ræða við nein félög áður en ég settist niður með stjórn Víkings og fór yfir næsta tímabil og hvað gekk upp og hvað ekki í sumar,“ segir Milos í samtali við Vísi. „Ég tel mig eiga ýmislegt eftir óklárað hjá Víkingi og því vildi ég ganga frá þessum málum áður en ég fer erlendis.“ Milos setti stefnuna á Evrópusæti á síðustu leiktíð sem gekk ekki upp en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Hann heldur áfram að miða á skýin að eigin sögn og segist fá stuðning til þess. „Stefnan hjá mér verður alltaf sett eins hátt og mögulegt er. Ég hef fengið loforð stjórnar Víkings að ég fæ stuðning til þess að reyna að ná markmiðum mínum og félagsins,“ segir Milos sem missti aðstoðarþjálfarann sinn, Helga Sigurðsson, í Árbæinn í gær. „Helga verður sárt saknað og ekki síst vegna þess að hann er sannur Víkingur. Ég er samt stoltur þegar mínir samstarfsmenn og/eða leikmenn standa sig á öðrum stöðum þannig ég óska honum alls hins besta og vil bara þakka honum fyrir samstarfið. Það kemur samt maður í manns stað og enginn er ómissandi í þessum bransa,“ segir Milos. Milos segist vera að líta í kringum sig eftir nýjum aðstoðarmanni en hann er búinn að fá símtal frá nokkrum góðum þjálfurum sem vilja starfa með honum. „Þjálfarateymið verður líka stækkað því við erum að koma inn með styrktarþjálfara. Við verðum því fjórir í teyminu með mér, nýjum aðstoðarmanni og markvarðaþjálfaranum Hajrudin Cardaklija,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, verður áfram í Víkinni, en hann hefur staðfest samning sinn við Fossvogsfélagið út næstu leiktíð. Orðrómar voru uppi um að Serbinn gæti verið á förum en nú er ljóst að hann verður áfram. Hann fékk samningstilboð frá heimalandi sínu en ákvað frekar að halda áfram störfum í Víkinni. Milos kom til Víkings sem leikmaður árið 2010 en gerðist aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar árið 2013. Saman komu þeir liðinu upp í Pepsi-deildina og í Evrópu í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið náði þriðja sæti sumarið 2014. Serbinn, sem er 34 ára gamall, tók einn við liðinu á miðju sumri í fyrra þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli á síðustu leiktíð og bætti svo stigamet félagsins í efstu deild í ár þegar það safnaði 32 stigum.Milos þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann eftir að Helgi Sigurðsson tók við Fylki.vísir/ernirStefnan sett hátt „Ég var með samning við Víking og vildi ekki ræða við nein félög áður en ég settist niður með stjórn Víkings og fór yfir næsta tímabil og hvað gekk upp og hvað ekki í sumar,“ segir Milos í samtali við Vísi. „Ég tel mig eiga ýmislegt eftir óklárað hjá Víkingi og því vildi ég ganga frá þessum málum áður en ég fer erlendis.“ Milos setti stefnuna á Evrópusæti á síðustu leiktíð sem gekk ekki upp en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Hann heldur áfram að miða á skýin að eigin sögn og segist fá stuðning til þess. „Stefnan hjá mér verður alltaf sett eins hátt og mögulegt er. Ég hef fengið loforð stjórnar Víkings að ég fæ stuðning til þess að reyna að ná markmiðum mínum og félagsins,“ segir Milos sem missti aðstoðarþjálfarann sinn, Helga Sigurðsson, í Árbæinn í gær. „Helga verður sárt saknað og ekki síst vegna þess að hann er sannur Víkingur. Ég er samt stoltur þegar mínir samstarfsmenn og/eða leikmenn standa sig á öðrum stöðum þannig ég óska honum alls hins besta og vil bara þakka honum fyrir samstarfið. Það kemur samt maður í manns stað og enginn er ómissandi í þessum bransa,“ segir Milos. Milos segist vera að líta í kringum sig eftir nýjum aðstoðarmanni en hann er búinn að fá símtal frá nokkrum góðum þjálfurum sem vilja starfa með honum. „Þjálfarateymið verður líka stækkað því við erum að koma inn með styrktarþjálfara. Við verðum því fjórir í teyminu með mér, nýjum aðstoðarmanni og markvarðaþjálfaranum Hajrudin Cardaklija,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59
Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45