Embættismaður færður til í starfi vegna ummæla í garð félags fanga og starfsmanna umboðsmanns Alþingis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. október 2016 19:00 Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf mannsins og lítur ráðuneytið málið alvarlegum augum.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuLögfræðingurinn sá um fangelsismál hjá Innanríkisráðuneytinu þegar tölvupósturinn var sendur í byrjun september. Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra ráðuneytisins varðandi fyrirhugað svar til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga yfir reglum sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli klefa. Formaður Afstöðu félags fanga fékk afrit af bréfinu fyrir mistök.Tölvupósturinn var sendur á formann Afstöðu fyrir mistökÍ tölvupóstinum segir lögfræðingurinn að hann sé orðinn „býsna þreyttur á umræddu máli. Mest langi hann til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga.“ Þá sakar hann meðlimi félags fanga um ofbeldi í garð samfanga sinna. Aðalheiður Ámundadóttir, stjórnarmaður í Afstöðu, segir að í bréfinu komi fram mjög fordómafull viðhorf í garð félagsins og annarleg sjónarmið um starfsmenn umboðsmanns.„Við vorum bara gjörsamlega miður okkar. Stjórn þessa félags er að sinna mannréttindagæslu fyrir frelsissvipta einstaklinga og við höfum verið að vanda okkur gríðarlega mikið og reynt að gera hluti faglega. Svo verðum við þess áskynja með þessum hætti að háttsettir embættismenn sem fari með þennan málaflokk láti að því liggja með beinum hætti að það séu annarlegir hvatar að baki okkar hagsmunagæslu, að við séum að berja á föngum eins og kemur fram í bréfinu. Þetta var auðvitað bara svakalegt högg,“ segir Aðalheiður. Umræddur starfsmaður ráðuneytisins og ráðuneytið sjálft hafa beðið umboðsmann Alþingis og félag fanga afsökunar á tölvupóstinum. „Við fengum fund í ráðuneytinu og það voru sterk vilyrði fyrir því að það verði bætt mjög úr samskiptum við félagið. Ég er bara mjög vongóð að það eigi eftir að koma góðir hlutir út úr því,“ segir Aðalheiður. Á fundi ráðuneytissins og félagsmanna Afstöðu var þeim tilkynnt að starfsmaðurinn hafi verið færður til í starfi. Enginn í innanríkisráðuneytinu vildi veita viðtal vegna málsins en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að „í umræddum tölvupósti sé að finna efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins. Um leið og viðtakendur tölvupóstsins hafi verið upplýstir um að pósturinn hafi verið sendur fyrir mistök hafi ráðuneytið og viðkomandi stafsmaður beðið viðkomandi afsökunar.“ Þá segir að ráðuneytið leggi áherslu á að í umfjöllun um málefni fanga séu vinnubrögð fagleg, málsmeðferð réttlát og jafnræði haft að leiðarljósi í þjónustu við þá sem leiti til ráðuneytissins. Þar af leiðandi hafi starfsmaðurinn verið fluttur til í starfi. Umboðasmaður Alþingis segist líta ummæla af þessu tagi alvarlegum augum. Hann hafi komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið og það og starfsmaðurinn hafi beðist afsökunar gagnvart honum og starfsmönnum hans. Á þessu stigi telji hann ekki rétt að bregðast frekar við, meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf lögfræðingsins í ráðuneytinu.Sjá einnig: Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu hefur verið færður til í starfi vegna tölvupósts sem innihélt sterkar skoðanir á starfsmönnum umboðsmanns Alþingis og talsmönnum fanga. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf mannsins og lítur ráðuneytið málið alvarlegum augum.Sjá einnig: Fékk afsökunarbeiðni frá innanríkisráðuneytinuLögfræðingurinn sá um fangelsismál hjá Innanríkisráðuneytinu þegar tölvupósturinn var sendur í byrjun september. Pósturinn var ætlaður skrifstofustjóra ráðuneytisins varðandi fyrirhugað svar til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar fanga yfir reglum sem settar voru um bann við heimsóknum fanga á milli klefa. Formaður Afstöðu félags fanga fékk afrit af bréfinu fyrir mistök.Tölvupósturinn var sendur á formann Afstöðu fyrir mistökÍ tölvupóstinum segir lögfræðingurinn að hann sé orðinn „býsna þreyttur á umræddu máli. Mest langi hann til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta þá hanga.“ Þá sakar hann meðlimi félags fanga um ofbeldi í garð samfanga sinna. Aðalheiður Ámundadóttir, stjórnarmaður í Afstöðu, segir að í bréfinu komi fram mjög fordómafull viðhorf í garð félagsins og annarleg sjónarmið um starfsmenn umboðsmanns.„Við vorum bara gjörsamlega miður okkar. Stjórn þessa félags er að sinna mannréttindagæslu fyrir frelsissvipta einstaklinga og við höfum verið að vanda okkur gríðarlega mikið og reynt að gera hluti faglega. Svo verðum við þess áskynja með þessum hætti að háttsettir embættismenn sem fari með þennan málaflokk láti að því liggja með beinum hætti að það séu annarlegir hvatar að baki okkar hagsmunagæslu, að við séum að berja á föngum eins og kemur fram í bréfinu. Þetta var auðvitað bara svakalegt högg,“ segir Aðalheiður. Umræddur starfsmaður ráðuneytisins og ráðuneytið sjálft hafa beðið umboðsmann Alþingis og félag fanga afsökunar á tölvupóstinum. „Við fengum fund í ráðuneytinu og það voru sterk vilyrði fyrir því að það verði bætt mjög úr samskiptum við félagið. Ég er bara mjög vongóð að það eigi eftir að koma góðir hlutir út úr því,“ segir Aðalheiður. Á fundi ráðuneytissins og félagsmanna Afstöðu var þeim tilkynnt að starfsmaðurinn hafi verið færður til í starfi. Enginn í innanríkisráðuneytinu vildi veita viðtal vegna málsins en ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að „í umræddum tölvupósti sé að finna efni sem sé á allan hátt ófaglegt og fjarri því að fela í sér afstöðu ráðuneytisins. Um leið og viðtakendur tölvupóstsins hafi verið upplýstir um að pósturinn hafi verið sendur fyrir mistök hafi ráðuneytið og viðkomandi stafsmaður beðið viðkomandi afsökunar.“ Þá segir að ráðuneytið leggi áherslu á að í umfjöllun um málefni fanga séu vinnubrögð fagleg, málsmeðferð réttlát og jafnræði haft að leiðarljósi í þjónustu við þá sem leiti til ráðuneytissins. Þar af leiðandi hafi starfsmaðurinn verið fluttur til í starfi. Umboðasmaður Alþingis segist líta ummæla af þessu tagi alvarlegum augum. Hann hafi komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið og það og starfsmaðurinn hafi beðist afsökunar gagnvart honum og starfsmönnum hans. Á þessu stigi telji hann ekki rétt að bregðast frekar við, meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins. Áður hafa verið gerðar athugasemdir við störf lögfræðingsins í ráðuneytinu.Sjá einnig: Bréf lögfræðings innanríkisráðuneytisins gæti kostað milljón
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira