Ritari Samfylkingarinnar segir Gillz að fokka sér Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2016 10:52 Egill ekki sáttur við Óskar. Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, sagði Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz, að fokka sér eftir að sló í brýnu á milli þeirra á Twitter um ellefu leytið í morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar fer mikinn á Twitter en hann fór hörðum orðum um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í aðdraganda prófkjörs flokksins. Egill er ekki þekktur fyrir annað en að hafa munninn fyrir neðan nefið. Umræðuefni þeirra Egils og Óskars var brjóstagjöf í pontu á Alþingi í gær, en Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vakti heimsathygli í gær þegar hún var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Unnur Brá eignaðist stúlku þann 1. september síðastliðinn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagðist í gær ekki vera sá tréhestur að hann myndi fetta fingur út í að þingkona væri með kornabarn með sér í þingsal.Atvikið vakti sérstaklega mikla athygli á Twitter og fékk Unnur mikið hrós fyrir. Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson var aftur á móti ekki sáttur við eitt tíst sem kom frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, ritara Samfylkingarinnar, sem tísti; „Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.“Egill varpaði í framhaldinu fram þessari spurningu; „Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst?“Óskar Steinn svaraði Agli um hæl; „Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér. Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“Hér að neðan má sjá samskiptin þeirra á Twitter. Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 @EgillGillz myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 13, 2016 Skjáskot af samskiptum þeirra á Twitter. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira
Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, sagði Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz, að fokka sér eftir að sló í brýnu á milli þeirra á Twitter um ellefu leytið í morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar fer mikinn á Twitter en hann fór hörðum orðum um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í aðdraganda prófkjörs flokksins. Egill er ekki þekktur fyrir annað en að hafa munninn fyrir neðan nefið. Umræðuefni þeirra Egils og Óskars var brjóstagjöf í pontu á Alþingi í gær, en Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vakti heimsathygli í gær þegar hún var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Unnur Brá eignaðist stúlku þann 1. september síðastliðinn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagðist í gær ekki vera sá tréhestur að hann myndi fetta fingur út í að þingkona væri með kornabarn með sér í þingsal.Atvikið vakti sérstaklega mikla athygli á Twitter og fékk Unnur mikið hrós fyrir. Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson var aftur á móti ekki sáttur við eitt tíst sem kom frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, ritara Samfylkingarinnar, sem tísti; „Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.“Egill varpaði í framhaldinu fram þessari spurningu; „Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst?“Óskar Steinn svaraði Agli um hæl; „Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér. Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“Hér að neðan má sjá samskiptin þeirra á Twitter. Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 @EgillGillz myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 13, 2016 Skjáskot af samskiptum þeirra á Twitter.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Sjá meira
Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34
Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50
Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59