Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2016 15:10 Óformlegar þreifingar varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf hafa átt sér stað milli Pírata og Viðreisnar. Þetta kom fram í viðtali við Ástu Guðrúnu Helgadóttur þingmann og oddvita Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ég held að það hafi einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað þar. Það er bara svona óformlegt kaffispjall á milli einstaklinga innan Viðreisnar og einstaklinga innan Pírata en ég held að það hafi ekki verið neitt formlegt, meira bara svona til að reyna að skilja hvar viðkomandi stendur í ákveðinni pólitík og ég held að það sé bara mjög eðlilegt og mjög hollt. Viðreisn er náttúrulega nýtt afl í íslenskum stjórnmálum þó að þetta séu náttúrulega gamalkunnug andlit þannig að það er mjög eðlilegt að þeir sem hafi umboð til þess að sinna þessum stjórnarmyndunarviðræðum fyrir hönd Pírata fari og kanni hvað Viðreisn upp á að bjóða,“ sagði Ásta Guðrún í dag. Hún segir það fara mikið eftir því hvernig kosningarnar fara hver draumaríkisstjórn Pírata væri en telur ekki ólíklegt að stjórnarandstaðan, það er Píratar, Vinstri græn, Samfylkingin og Björt framtíð, muni stinga saman nefjum. En útiloka Píratar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn? „Sjálfstæðisflokkurinn útilokar líka samstarf við okkur þannig að það virðist ekki vera neitt sérstaklega mikill áhugi hjá hvorugum aðilanum að starfa saman.“Hugsjónafólk vissulega innan Pírata en líka fólk sem er raunsætt varðandi stjórnarmyndun Í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 í seinasta mánuði sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands að það gæti reynst hugsjónaflokki eins og Pírötum erfitt að mynda ríkisstjórn þar sem gera þurfi málamiðlanir en forseti Íslands veitir stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar. Aðspurð hvort henni þætti þessi ummæli forsetans viðeigandi í því ljósi sagði Ásta: „Þetta er kannski svolítið mikið fræðimaðurinn Guðni sem er að tala þarna. Hann er náttúrulega alltaf forseti núna þegar hann talar opinberlega en ég held að það sé náttúrulega svolítið erfitt að komast inn í þetta svið að vera orðinn forseti. En ég held að það sé mögulega alveg rétt mat hjá honum sem fræðimanni að það gæti verið erfitt fyrir Pírata að fara í stjórnarmyndunarviðræður út af því að það eru mjög margir sem hafa miklar hugsjónir.“ Á sama tíma væru þó líka margir innan Pírata raunsæir á það hvað er hægt að fá í gegn þegar við erum að tala um ríkisstjórnarsamstarf. Því væru þetta óþarfa áhyggjur.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Fulltrúi Dögunar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Óformlegar þreifingar varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf hafa átt sér stað milli Pírata og Viðreisnar. Þetta kom fram í viðtali við Ástu Guðrúnu Helgadóttur þingmann og oddvita Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ég held að það hafi einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað þar. Það er bara svona óformlegt kaffispjall á milli einstaklinga innan Viðreisnar og einstaklinga innan Pírata en ég held að það hafi ekki verið neitt formlegt, meira bara svona til að reyna að skilja hvar viðkomandi stendur í ákveðinni pólitík og ég held að það sé bara mjög eðlilegt og mjög hollt. Viðreisn er náttúrulega nýtt afl í íslenskum stjórnmálum þó að þetta séu náttúrulega gamalkunnug andlit þannig að það er mjög eðlilegt að þeir sem hafi umboð til þess að sinna þessum stjórnarmyndunarviðræðum fyrir hönd Pírata fari og kanni hvað Viðreisn upp á að bjóða,“ sagði Ásta Guðrún í dag. Hún segir það fara mikið eftir því hvernig kosningarnar fara hver draumaríkisstjórn Pírata væri en telur ekki ólíklegt að stjórnarandstaðan, það er Píratar, Vinstri græn, Samfylkingin og Björt framtíð, muni stinga saman nefjum. En útiloka Píratar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn? „Sjálfstæðisflokkurinn útilokar líka samstarf við okkur þannig að það virðist ekki vera neitt sérstaklega mikill áhugi hjá hvorugum aðilanum að starfa saman.“Hugsjónafólk vissulega innan Pírata en líka fólk sem er raunsætt varðandi stjórnarmyndun Í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 í seinasta mánuði sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands að það gæti reynst hugsjónaflokki eins og Pírötum erfitt að mynda ríkisstjórn þar sem gera þurfi málamiðlanir en forseti Íslands veitir stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar. Aðspurð hvort henni þætti þessi ummæli forsetans viðeigandi í því ljósi sagði Ásta: „Þetta er kannski svolítið mikið fræðimaðurinn Guðni sem er að tala þarna. Hann er náttúrulega alltaf forseti núna þegar hann talar opinberlega en ég held að það sé náttúrulega svolítið erfitt að komast inn í þetta svið að vera orðinn forseti. En ég held að það sé mögulega alveg rétt mat hjá honum sem fræðimanni að það gæti verið erfitt fyrir Pírata að fara í stjórnarmyndunarviðræður út af því að það eru mjög margir sem hafa miklar hugsjónir.“ Á sama tíma væru þó líka margir innan Pírata raunsæir á það hvað er hægt að fá í gegn þegar við erum að tala um ríkisstjórnarsamstarf. Því væru þetta óþarfa áhyggjur.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Fulltrúi Dögunar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25