„Mér leið alltaf eins og enginn vildi kyssa mig" Ritstjórn skrifar 11. október 2016 20:15 Kylie talar opinskátt um einkalíf sitt í nýjasta tölublaði Complex. Mynd/Skjáskot frá Complex Eftir að nánast ekkert hefur heyrst í Kardashian fjölskyldunni í viku þá hefur forsíðuþáttur Kylie Jenner fyrir tímaritið Complex verið opinberaður. Í opinskáu viðtalið svarar hún spurningum um margt sem forvitnir aðdáendur hafa eflaust viljað vita lengi. Hún talar meðal annars um varirnar sínar, samband sitt við Tyga, neteineltið og fjölskylduna sína. Þar segir hún að það hafi verið mjög meðvituð ákvörðun að fá sér fyllingar í varirnar en hún hafi verið mjög óörugg áður fyrr. Henni hafi liðið eins og enginn vilji kyssa hana. Athyglin sem fylgir frægðinni hafi látið hana pæla og mikið í útlitinu og þá sérstaklega neikvæðar athugasemdir á samfélagsmiðlum. Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni hér. Forsíðuþátturinn er ansi skemmtilegur og vægast sagt öðruvísi. Kylie er klædd í latex á flestum myndunum. Ljósmyndirnar eru svo myndskreyttar af japanska listamanninum Takashi Murakami. Mest lesið Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Miklu meira en bara fataverslun Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Þetta eru fyrirsæturnar sem ganga í Victorias Secret tískusýningunni Glamour Kendall Jenner er nýtt andlit Mango Glamour Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour
Eftir að nánast ekkert hefur heyrst í Kardashian fjölskyldunni í viku þá hefur forsíðuþáttur Kylie Jenner fyrir tímaritið Complex verið opinberaður. Í opinskáu viðtalið svarar hún spurningum um margt sem forvitnir aðdáendur hafa eflaust viljað vita lengi. Hún talar meðal annars um varirnar sínar, samband sitt við Tyga, neteineltið og fjölskylduna sína. Þar segir hún að það hafi verið mjög meðvituð ákvörðun að fá sér fyllingar í varirnar en hún hafi verið mjög óörugg áður fyrr. Henni hafi liðið eins og enginn vilji kyssa hana. Athyglin sem fylgir frægðinni hafi látið hana pæla og mikið í útlitinu og þá sérstaklega neikvæðar athugasemdir á samfélagsmiðlum. Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni hér. Forsíðuþátturinn er ansi skemmtilegur og vægast sagt öðruvísi. Kylie er klædd í latex á flestum myndunum. Ljósmyndirnar eru svo myndskreyttar af japanska listamanninum Takashi Murakami.
Mest lesið Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Miklu meira en bara fataverslun Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Þetta eru fyrirsæturnar sem ganga í Victorias Secret tískusýningunni Glamour Kendall Jenner er nýtt andlit Mango Glamour Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour