40 erlendir þjálfarar hafa sótt um þjálfarastöðuna hjá KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2016 18:45 Kristinn Kjærnested, formaður Knattspyrnudeildar KR, er enn að leita að þjálfara fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla í fótbolta. Mikill áhugi er á þjálfarastöðu KR meðal erlendra þjálfara. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Kristinn í dag og fór yfir stöðu mála þegar kemur að leitinni að þjálfara KR sumarið 2017. Erlendir þjálfarar og umboðsmenn þeirra virðast vera áhugasamari en áður um störf hér á landi, „Það er nýjung myndi ég segja og ég held að árangur landsliðsins spili þar stóra rullu,“ sagði Kristinn Kjærnested í viðtali við Gaupa. Eru KR-ingar að skoða þann möguleika á að vera með erlendan þjálfara hjá liðinu á komandi tímabili? „Já við erum að skoða alla möguleika. Það eru mörg nöfn að koma inn á borð bæði beint frá umboðsmönnum og svo eins frá þjálfurunum sjálfum sem eru að sækja um störf. Ég gæti ímyndað mér það að þessar umsóknir væru svona 40 til 50 talsins,“ sagði Kristinn en eru þetta þekktir einstaklingar. „Þeir eru það nefnilega. Margir þeirra eru mjög þekktir en sumir þeirra eru nokkuð dýrir. Einn var að biðja um 700 þúsund krónur á mánuði en það var því miður í evrum,“ sagði Kristinn. Er það raunhæfur kostur fyrir íslensk félög að ráða erlenda þjálfara? „Ég held að það geti verið það í mörgum tilfellum. Síðan koma inn á borðið nöfn sem átta sig ekki alveg á því hvernig umhverfið hérna er. Þetta er bara eins og með erlenda leikmenn,“ sagði Kristinn. „Það þarf bara að skoða þetta og það kæmi mér ekkert á óvart að erlendum þjálfurum á Íslandi myndi fjölga á næstu árum,“ sagði Kristinn. Það er hægt að sjá alla frétt Guðjóns Guðmundssonar með viðtalinu við Kristinn í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Kristinn Kjærnested, formaður Knattspyrnudeildar KR, er enn að leita að þjálfara fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla í fótbolta. Mikill áhugi er á þjálfarastöðu KR meðal erlendra þjálfara. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Kristinn í dag og fór yfir stöðu mála þegar kemur að leitinni að þjálfara KR sumarið 2017. Erlendir þjálfarar og umboðsmenn þeirra virðast vera áhugasamari en áður um störf hér á landi, „Það er nýjung myndi ég segja og ég held að árangur landsliðsins spili þar stóra rullu,“ sagði Kristinn Kjærnested í viðtali við Gaupa. Eru KR-ingar að skoða þann möguleika á að vera með erlendan þjálfara hjá liðinu á komandi tímabili? „Já við erum að skoða alla möguleika. Það eru mörg nöfn að koma inn á borð bæði beint frá umboðsmönnum og svo eins frá þjálfurunum sjálfum sem eru að sækja um störf. Ég gæti ímyndað mér það að þessar umsóknir væru svona 40 til 50 talsins,“ sagði Kristinn en eru þetta þekktir einstaklingar. „Þeir eru það nefnilega. Margir þeirra eru mjög þekktir en sumir þeirra eru nokkuð dýrir. Einn var að biðja um 700 þúsund krónur á mánuði en það var því miður í evrum,“ sagði Kristinn. Er það raunhæfur kostur fyrir íslensk félög að ráða erlenda þjálfara? „Ég held að það geti verið það í mörgum tilfellum. Síðan koma inn á borðið nöfn sem átta sig ekki alveg á því hvernig umhverfið hérna er. Þetta er bara eins og með erlenda leikmenn,“ sagði Kristinn. „Það þarf bara að skoða þetta og það kæmi mér ekkert á óvart að erlendum þjálfurum á Íslandi myndi fjölga á næstu árum,“ sagði Kristinn. Það er hægt að sjá alla frétt Guðjóns Guðmundssonar með viðtalinu við Kristinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira