Aserar enn ósigraðir og sjaldséð mark hjá San Marinó | Öll úrslit kvöldsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2016 20:45 Aserbaíjdan náði í óvænt stig í Tékklandi í undankeppni HM og er enn taplaust eftir þrjá leiki. Danir töpuðu heima gegn Svartfellingum og Skotar steinlágu í Slóvakíu. Enn á ný kom Robert Lewandowski Pólverjum til bjargar. Spilað var í þremur riðlum í undankeppni Evrópuþjóðanna fyrir HM 2018 í Rússlandi í kvöld. Nokkuð var um óvænt úrslit og San Marino menn höfðu aldrei þessu vant tilefni til að fagna þótt þjóðin hefði steinlegið. Kvöld smáþjóðanna Í C-riðli unnu Þjóðverjar 2-0 sigur á Norður-Írlandi eins og Vísir hefur áður greint frá í kvöld. Stigalausir Norðmenn komust yfir gegn smáþjóðinni San Marinó en þöng sló á Ullevaal-leikvanginn í Ósló þegar gestirnir jöfnuðu metin. Mattia Stefanelli skoraði markið sjaldséða á 54. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra hjá leikmönnum og þjálfurum gestaliðsins. Norðmenn björguðu sér þó fyrir rest með þremur mörkum og nældu í sín fyrstu stig í undankeppninni. Í Tékklandi sættust heimamenn og Aserar á skiptan hlut. Tékkar hafa enn ekki skoraði í leikjunum þremur og virðast í tómu basli. Gestirnir frá Aserbaídjan eru spútniklið undankeppninnar til þessa en liðið hefur sjö stig eftir þrjá leiki, hafa enn ekki tapað leik. Þjóðverjar hafa níu stig á toppi riðilsins, Aserar sjö stig, Norður-Írar fjögur, Norðmenn þrjú stig, Tékkar tvö og San Marinó ekkert, en hafa þó skorað mark. Basl á Dönum Í E-riðli gerðu Kasakar og Rúmenar markalaust jafntefli í Kasakstan en Pólverjar lentu í basli með Armena sem enn á ný grófu sína gröf sjálfir. Rautt spjald á 30. mínútu settu plön Armena úr jafnvægi en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar markamaskínan Robert Lewandowski kom boltanum í netið undir lokin og tryggði þeim pólsku mikilvægan sigur. Dönum gengur allt í óhag í undankeppninni og lágu 1-0 á heimavelli gegn Svartfellingum á Parken. Fatos Beciraj skoraði eina markið á 32. mínútu en vörn Dana hefði allt eins getað verið skipað leikmönnum úr utandeildinni, svo illa stóðu þeir að varnarleiknum í aðdraganda marksins. Svartfellingar hafa sjö stig á toppi riðilsins eins og Pólverjar en þeir fyrrnefndu hafa betri markatölu. Rúmenar hafa fimm stig en liðin eru öll taplaus. Danir hafa þrjú stig, Kasakar tvö og Armenar eru stigalausir. Skotar steinlágu í Slóvakíu Bleikklæddir Skotar sáu ekki til sólar í heimsókn sinni til Slóvakíu og töpuðu 3-0. Englendingar voru heppnir að ná í eitt stig í Ljubliana gegn Slóveníu og geta þakkað Joe Hart, markverði sínum, að leikurinn tapaðist ekki. Nánar um það hér. Þá unnu Litháar 2-0 sigur á Möltu með tveimur mörkum seint í leiknum, hið síðara úr vítaspyrnu. Englendingar eru á toppi riðilsins með sjö stig, Litháar og Slóvenar hafa fimm en allar þjóðirnar eru taplausar. Skotar hafa fjögur stig, Slóvakar þrjú og Malverjar eru stigalausir. Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM 2018 í kvöld: C-riðill Þýskaland 2-0 Norður Írland 1-0 Julian Draxler (13.), 2-0 Sami Khedira (17.) Noregur 4-1 San Marinó 1-0 Sjálfsmark (11.), 1-1 Mattia Stefanelli (54.), 2-1 Adama Diomande (77.), 3-1 Martin Samuelsen (82.), 4-1 Joshua King (83.) Tékkland 0-0 Aserbaísjan E-riðill Kasakstan 0-0 Rúmenía Pólland 2-1 Armenía 1-0 Sjálfsmark (48.), 1-1 Marcos Pizzelli (50.), 2-1 Robert Lewandowski (90.) Danmörk 0-1 Svartfjallaland 0-1 Fatos Beciraj (32.) F-riðill Slóvakía 3-0 Skotland 1-0 Róbert Mak (18.), 2-0 Róbert Mak (56.), 3-0 Adam Nemec (68.) Slóvenía 0-0 England Litháen 2-0 Malta 1-0 Fiodor Cernych (76.), 2-0 Arvydas Novikovas (84.) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Aserbaíjdan náði í óvænt stig í Tékklandi í undankeppni HM og er enn taplaust eftir þrjá leiki. Danir töpuðu heima gegn Svartfellingum og Skotar steinlágu í Slóvakíu. Enn á ný kom Robert Lewandowski Pólverjum til bjargar. Spilað var í þremur riðlum í undankeppni Evrópuþjóðanna fyrir HM 2018 í Rússlandi í kvöld. Nokkuð var um óvænt úrslit og San Marino menn höfðu aldrei þessu vant tilefni til að fagna þótt þjóðin hefði steinlegið. Kvöld smáþjóðanna Í C-riðli unnu Þjóðverjar 2-0 sigur á Norður-Írlandi eins og Vísir hefur áður greint frá í kvöld. Stigalausir Norðmenn komust yfir gegn smáþjóðinni San Marinó en þöng sló á Ullevaal-leikvanginn í Ósló þegar gestirnir jöfnuðu metin. Mattia Stefanelli skoraði markið sjaldséða á 54. mínútu og ætlaði allt um koll að keyra hjá leikmönnum og þjálfurum gestaliðsins. Norðmenn björguðu sér þó fyrir rest með þremur mörkum og nældu í sín fyrstu stig í undankeppninni. Í Tékklandi sættust heimamenn og Aserar á skiptan hlut. Tékkar hafa enn ekki skoraði í leikjunum þremur og virðast í tómu basli. Gestirnir frá Aserbaídjan eru spútniklið undankeppninnar til þessa en liðið hefur sjö stig eftir þrjá leiki, hafa enn ekki tapað leik. Þjóðverjar hafa níu stig á toppi riðilsins, Aserar sjö stig, Norður-Írar fjögur, Norðmenn þrjú stig, Tékkar tvö og San Marinó ekkert, en hafa þó skorað mark. Basl á Dönum Í E-riðli gerðu Kasakar og Rúmenar markalaust jafntefli í Kasakstan en Pólverjar lentu í basli með Armena sem enn á ný grófu sína gröf sjálfir. Rautt spjald á 30. mínútu settu plön Armena úr jafnvægi en þetta er annar leikurinn í röð sem liðið fær rautt spjald í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir allt stefndi í 1-1 jafntefli þegar markamaskínan Robert Lewandowski kom boltanum í netið undir lokin og tryggði þeim pólsku mikilvægan sigur. Dönum gengur allt í óhag í undankeppninni og lágu 1-0 á heimavelli gegn Svartfellingum á Parken. Fatos Beciraj skoraði eina markið á 32. mínútu en vörn Dana hefði allt eins getað verið skipað leikmönnum úr utandeildinni, svo illa stóðu þeir að varnarleiknum í aðdraganda marksins. Svartfellingar hafa sjö stig á toppi riðilsins eins og Pólverjar en þeir fyrrnefndu hafa betri markatölu. Rúmenar hafa fimm stig en liðin eru öll taplaus. Danir hafa þrjú stig, Kasakar tvö og Armenar eru stigalausir. Skotar steinlágu í Slóvakíu Bleikklæddir Skotar sáu ekki til sólar í heimsókn sinni til Slóvakíu og töpuðu 3-0. Englendingar voru heppnir að ná í eitt stig í Ljubliana gegn Slóveníu og geta þakkað Joe Hart, markverði sínum, að leikurinn tapaðist ekki. Nánar um það hér. Þá unnu Litháar 2-0 sigur á Möltu með tveimur mörkum seint í leiknum, hið síðara úr vítaspyrnu. Englendingar eru á toppi riðilsins með sjö stig, Litháar og Slóvenar hafa fimm en allar þjóðirnar eru taplausar. Skotar hafa fjögur stig, Slóvakar þrjú og Malverjar eru stigalausir. Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM 2018 í kvöld: C-riðill Þýskaland 2-0 Norður Írland 1-0 Julian Draxler (13.), 2-0 Sami Khedira (17.) Noregur 4-1 San Marinó 1-0 Sjálfsmark (11.), 1-1 Mattia Stefanelli (54.), 2-1 Adama Diomande (77.), 3-1 Martin Samuelsen (82.), 4-1 Joshua King (83.) Tékkland 0-0 Aserbaísjan E-riðill Kasakstan 0-0 Rúmenía Pólland 2-1 Armenía 1-0 Sjálfsmark (48.), 1-1 Marcos Pizzelli (50.), 2-1 Robert Lewandowski (90.) Danmörk 0-1 Svartfjallaland 0-1 Fatos Beciraj (32.) F-riðill Slóvakía 3-0 Skotland 1-0 Róbert Mak (18.), 2-0 Róbert Mak (56.), 3-0 Adam Nemec (68.) Slóvenía 0-0 England Litháen 2-0 Malta 1-0 Fiodor Cernych (76.), 2-0 Arvydas Novikovas (84.)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira