Klassísk haustförðun í 10 skrefum Kynning skrifar 11. október 2016 10:45 Dramatísk augu og rauðar varir. Rauður var áberandi á tískupöllunum fyrir haustið í förðun. Það geta allir notað rauðan í förðun, hvort sem það er á varir, kinnar eða augu. Þær, sem ekki vilja rauðan lit á augun, geta fylgt þessum leiðbeiningum að fallegri haustförðun þar sem seiðandi augu og rauðar varir eru í aðalhlutverki. Náðu þessari flottu förðun með vörunum frá Chanel, Guerlain, Gosh og Bourjois.Notaðu Chanel Les Beiges farðann á hreina og vel nærða húð. Byrjaðu á miðju andlitinu og blandaðu farðann út. Við mælum með Guerlain farðaburstanum í verkið, farðinn blandast fullkomlega.Næst er gott að taka Gosh Brow Kit pallettuna og móta brúnirnar. Notaðu ljósari lit þar sem brúnirnar eru þéttari og dekkri þar sem brúnirnar eru ljósari eða færri hár. Þannig verða þær eðlilegri.Greiddu augabrúnirnar til með Gosh Brow Sculpting Fibre augabrúnagelinu. Þannig virka þær þykkari og hárin haldast betur á sínum stað.Taktu augnskuggapallettuna frá Guerlain og berðu ljósasta litinn vinstra megin undir augabrúnina. Næsta lit skaltu bera yfir allt augnlokið upp að augntóft. Þriðja litinn skaltu setja upp við augnhárin og blanda upp á augnlokið. Dekksta litnum í tvískipta hlutanum skaltu svo renna meðfram augnháralínunni með mjóum bursta eins nálægt og þú kemst og blanda örlítið út. Renndu sama lit þétt við neðri augnháralínuna.Til þess að skerpa enn frekar á línunni skaltu nota nýja Felt Eyeliner pennann frá Guerlain meðfram augnháralínunni og draga hann út. Mjói endinn er einstaklega þægilegur í notkun.Undir augun skaltu því næst setja Guerlain Multi Perfecting Concealer. Ástæðan fyrir því að hann er settur á eftir augnskugganum er að hann blandar burt augnskugga sem hefur fallið niður. Notaðu lítið magn og blandaðu í boga frá innri augnkrók að ytri augnkrók.Til að fá smá líf í andlitið er Gosh Strobe Kit fullkomið. Þar er að finna highlight, skyggingarliti og kinnalit, allt í einum pakka. Settu skyggingarlitinn undir kinnbeinin, best er að byrja hjá eyranu og blanda í litla hringi að miðri kinn. Highlight-liturinn fer ofan á kinnbeinið sjálft og örlítið niður nefið. Kinnalitinn er best að setja í eplin sem koma í ljós þegar þú brosir, og blanda út.Ef þú vilt ekki bæta meiri lit á augun þá er Bourjois Volume Reveal maskarinn næstur á dagskrá. Best er að setja maskarann á þegar þú átt ekki eftir að nota fleiri púðurvörur, sem gætu fallið á maskarann og gert hann gráan.Til þess að fullkomna förðunina eru nýju möttu varalitirnir frá Chanel upplagðir, Rouge Allure Ink. Bjartur rauður litur fer vel við augnförðun með eyeliner og gerir hana enn dramatískari.Lokapunkturinn er svo að sjálfsögðu naglalakk, sem er tilvalið að hafa í stíl við varalitinn, en það er ekki lengur á bannlista að hafa það í stíl. Guerlain Le Robe Noir í Red Heels passar vel við förðunina. Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour Döðlur gefa ungu og efnilegu fólki sviðið Glamour Elegans hjá einni fremstu sminku landsins Glamour Jared Leto í baði fyrir Gucci Glamour Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour
Rauður var áberandi á tískupöllunum fyrir haustið í förðun. Það geta allir notað rauðan í förðun, hvort sem það er á varir, kinnar eða augu. Þær, sem ekki vilja rauðan lit á augun, geta fylgt þessum leiðbeiningum að fallegri haustförðun þar sem seiðandi augu og rauðar varir eru í aðalhlutverki. Náðu þessari flottu förðun með vörunum frá Chanel, Guerlain, Gosh og Bourjois.Notaðu Chanel Les Beiges farðann á hreina og vel nærða húð. Byrjaðu á miðju andlitinu og blandaðu farðann út. Við mælum með Guerlain farðaburstanum í verkið, farðinn blandast fullkomlega.Næst er gott að taka Gosh Brow Kit pallettuna og móta brúnirnar. Notaðu ljósari lit þar sem brúnirnar eru þéttari og dekkri þar sem brúnirnar eru ljósari eða færri hár. Þannig verða þær eðlilegri.Greiddu augabrúnirnar til með Gosh Brow Sculpting Fibre augabrúnagelinu. Þannig virka þær þykkari og hárin haldast betur á sínum stað.Taktu augnskuggapallettuna frá Guerlain og berðu ljósasta litinn vinstra megin undir augabrúnina. Næsta lit skaltu bera yfir allt augnlokið upp að augntóft. Þriðja litinn skaltu setja upp við augnhárin og blanda upp á augnlokið. Dekksta litnum í tvískipta hlutanum skaltu svo renna meðfram augnháralínunni með mjóum bursta eins nálægt og þú kemst og blanda örlítið út. Renndu sama lit þétt við neðri augnháralínuna.Til þess að skerpa enn frekar á línunni skaltu nota nýja Felt Eyeliner pennann frá Guerlain meðfram augnháralínunni og draga hann út. Mjói endinn er einstaklega þægilegur í notkun.Undir augun skaltu því næst setja Guerlain Multi Perfecting Concealer. Ástæðan fyrir því að hann er settur á eftir augnskugganum er að hann blandar burt augnskugga sem hefur fallið niður. Notaðu lítið magn og blandaðu í boga frá innri augnkrók að ytri augnkrók.Til að fá smá líf í andlitið er Gosh Strobe Kit fullkomið. Þar er að finna highlight, skyggingarliti og kinnalit, allt í einum pakka. Settu skyggingarlitinn undir kinnbeinin, best er að byrja hjá eyranu og blanda í litla hringi að miðri kinn. Highlight-liturinn fer ofan á kinnbeinið sjálft og örlítið niður nefið. Kinnalitinn er best að setja í eplin sem koma í ljós þegar þú brosir, og blanda út.Ef þú vilt ekki bæta meiri lit á augun þá er Bourjois Volume Reveal maskarinn næstur á dagskrá. Best er að setja maskarann á þegar þú átt ekki eftir að nota fleiri púðurvörur, sem gætu fallið á maskarann og gert hann gráan.Til þess að fullkomna förðunina eru nýju möttu varalitirnir frá Chanel upplagðir, Rouge Allure Ink. Bjartur rauður litur fer vel við augnförðun með eyeliner og gerir hana enn dramatískari.Lokapunkturinn er svo að sjálfsögðu naglalakk, sem er tilvalið að hafa í stíl við varalitinn, en það er ekki lengur á bannlista að hafa það í stíl. Guerlain Le Robe Noir í Red Heels passar vel við förðunina.
Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour Döðlur gefa ungu og efnilegu fólki sviðið Glamour Elegans hjá einni fremstu sminku landsins Glamour Jared Leto í baði fyrir Gucci Glamour Heitasta flík sumarsins: Íslenska landsliðstreyjan Glamour