Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. október 2016 15:20 Vésteinn Valgarðsson mætti í Kosningaspjall Vísis. vísir/stefán Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að ekki sé hægt að tala um flokkinn sem kommúnistaflokk, en um er að ræða vinstri sinnaðasta framboðið að þessu sinni. Vésteinn segir markmið flokksins ekki endilega að koma manni á þing heldur að koma málstað hans á framfæri. „Við erum ekki kommúnistaflokkur. Ég er kommúnisti og Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, er líka kommúnisti, en flokkurinn er ekki kommúnistaflokkur. Það er vegna þess að ef við tölum um merkingarbæra merkingu þess orðs þá er kommúnistaflokkur miklu strangara fyrirbæri sem gerir meiri kröfur um sömu lífsskoðunina, sömu lífssýnina og mun djúpstæðari hugmyndafræðilega samheldni en Alþýðufylkingin er með,“ sagði Vésteinn í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun.Alþýðufylkingin er í framboði í þriðja sinn. Flokkurinn bauð fyrst fram í alþingiskosningum árið 2013 og fékk innan við eitt prósent atkvæða, og sömuleiðis þegar hann bauð fram í borgarstjórnarkosningum 2014. Alþýðufylkingin mældist með 2,2 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og 0,3 prósent í könnun Morgunblaðsins. Vésteinn segir það vel raunhæft að flokkurinn nái manni inn á þing. „Við skerum okkur úr frá öðrum flokkum því tilvera okkar hangir ekki á því hvort við erum inni á þingi eða ekki. Við höfum starfað frá 2013, fyrir utan þings allan þann tíma, en samt starfað ótrauð. Við höfum bara byggt okkur upp og sótt í okkur veðrið og ef við fáum ekki fólk kjörið inn á þing þá fáum við það bara næst. Við stefnum allavega að því og að ná fólki kjörnu inn á þing er auk þess ekki nema hluti af takmarki okkar. Það er líka að koma málstað okkar fyrir augu og eyru kjósenda.“ Viðtalið við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má einnig sjá færsluna af Facebook-síðu Vísis þar sem lesendur gátu spurt spurninga.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Íslenska þjóðfylkingin verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.Kosningaspjall Vísis: AlþýðufylkinginVésteinn Valgarðsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður mætti í beina útsendingu í fyrsta þætti Kosningaspjalls Vísis. Útsending hefst þegar um 16:30 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu hér að neðan.Posted by Vísir.is on Monday, October 10, 2016 Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að ekki sé hægt að tala um flokkinn sem kommúnistaflokk, en um er að ræða vinstri sinnaðasta framboðið að þessu sinni. Vésteinn segir markmið flokksins ekki endilega að koma manni á þing heldur að koma málstað hans á framfæri. „Við erum ekki kommúnistaflokkur. Ég er kommúnisti og Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, er líka kommúnisti, en flokkurinn er ekki kommúnistaflokkur. Það er vegna þess að ef við tölum um merkingarbæra merkingu þess orðs þá er kommúnistaflokkur miklu strangara fyrirbæri sem gerir meiri kröfur um sömu lífsskoðunina, sömu lífssýnina og mun djúpstæðari hugmyndafræðilega samheldni en Alþýðufylkingin er með,“ sagði Vésteinn í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun.Alþýðufylkingin er í framboði í þriðja sinn. Flokkurinn bauð fyrst fram í alþingiskosningum árið 2013 og fékk innan við eitt prósent atkvæða, og sömuleiðis þegar hann bauð fram í borgarstjórnarkosningum 2014. Alþýðufylkingin mældist með 2,2 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og 0,3 prósent í könnun Morgunblaðsins. Vésteinn segir það vel raunhæft að flokkurinn nái manni inn á þing. „Við skerum okkur úr frá öðrum flokkum því tilvera okkar hangir ekki á því hvort við erum inni á þingi eða ekki. Við höfum starfað frá 2013, fyrir utan þings allan þann tíma, en samt starfað ótrauð. Við höfum bara byggt okkur upp og sótt í okkur veðrið og ef við fáum ekki fólk kjörið inn á þing þá fáum við það bara næst. Við stefnum allavega að því og að ná fólki kjörnu inn á þing er auk þess ekki nema hluti af takmarki okkar. Það er líka að koma málstað okkar fyrir augu og eyru kjósenda.“ Viðtalið við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má einnig sjá færsluna af Facebook-síðu Vísis þar sem lesendur gátu spurt spurninga.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Íslenska þjóðfylkingin verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.Kosningaspjall Vísis: AlþýðufylkinginVésteinn Valgarðsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður mætti í beina útsendingu í fyrsta þætti Kosningaspjalls Vísis. Útsending hefst þegar um 16:30 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu hér að neðan.Posted by Vísir.is on Monday, October 10, 2016
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00