Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2016 23:08 „Þetta er betra en kannanir sýndu framan af en svipað og nýjasta könnun Gallup,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, aðspurð um sín viðbrögð við fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum fær Samfylking 7,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi, en 10,6 prósent í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum er Oddný inni, en hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Norðausturkjördæmi er kjördæmi Loga Más Einarssonar, varaformanns flokksins. Ljóst er að Samfylking missir mikið fylgi frá fyrri kosningum. Oddný lagði áherslu á að þetta séu fyrstu tölur og að ekki skuli dæma út frá þeim. „Við sjáum hvað setur.“ Oddný viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. „Samfylkingin var búin til um fallega, stóra hugsjón og hún er ekki farin frá okkur.“ Hún segir þó stóru tíðindin vera að ríkisstjórnin er fallinn og stjórnarandstaðan með meirihluta. Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi fær flokkurinn 5,3 prósent sem þýðir að Árni Páll Árnason, oddviti flokksins í kjördæminu og fyrrverandi formaður, missir sæti sitt á þingi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær flokkurinn 5,5 prósent atkvæða, sem þýðir að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra, missir þingsæti sitt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
„Þetta er betra en kannanir sýndu framan af en svipað og nýjasta könnun Gallup,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, aðspurð um sín viðbrögð við fyrstu tölum úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum fær Samfylking 7,2 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi, en 10,6 prósent í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt þeim tölum er Oddný inni, en hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Norðausturkjördæmi er kjördæmi Loga Más Einarssonar, varaformanns flokksins. Ljóst er að Samfylking missir mikið fylgi frá fyrri kosningum. Oddný lagði áherslu á að þetta séu fyrstu tölur og að ekki skuli dæma út frá þeim. „Við sjáum hvað setur.“ Oddný viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. „Samfylkingin var búin til um fallega, stóra hugsjón og hún er ekki farin frá okkur.“ Hún segir þó stóru tíðindin vera að ríkisstjórnin er fallinn og stjórnarandstaðan með meirihluta. Samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi fær flokkurinn 5,3 prósent sem þýðir að Árni Páll Árnason, oddviti flokksins í kjördæminu og fyrrverandi formaður, missir sæti sitt á þingi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður fær flokkurinn 5,5 prósent atkvæða, sem þýðir að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingar og utanríkisráðherra, missir þingsæti sitt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03