Bein útsending: Risastóri kosningaþátturinn og Íslandsmót í stjórnmálum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2016 20:35 Upp úr klukkan 22 verður skipt yfir í Skaftahlíð þar sem Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson rýna í fyrstu tölur með sérfræðingum. Logi Bergmann tekur skemmtilegan snúning á Alþingiskosningunum í Risastóra kosningaþættinum á Stöð 2 klukkan 20:45. Þátturinn er í opinni dagskrá. Fjöldi gesta mætir í þáttinn og fullyrðir Logi að þeir séu allir skemmtilegir. Ekki nóg með það heldur mun fyrsta Íslandsmótið í stjórnmálum fara fram í þættinum. Ungir frambjóðendur sem eru að stíga sín fyrstu spor í alvöru pólitík, og hafa vanist því nú þegar að rífa kjaft, verða á svæðinu og þá verður farið yfir kosningabaráttuna með pólitískum spekingum.„Þetta verður meiriháttar. Ég lofa,“ segir Logi Bergmann.Púlsinn verður tekinn hjá fólkinu í landinu en fréttamenn Stöðvar 2 verða á vettvangi með puttann á kosningaveislupúlsinum.Uppfært. Útsendingunni er lokið og má sjá upptökur úr þættinum hér fyrir neðan. Í fyrsta hluta þáttarins fékk Logi til sín unga frambjóðendur, Katrínu Atladóttur og Unu Hildardóttur, í sófann. Þar kom Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Spaugstofunni einnig á óvart þegar hann ruddist inn á sýningu þeirra á stóra sviði Þjóðleikhússins. Stórkostleg uppákoma. Síðan komu fulltrúar allra framboða til Loga og tóku þátt í stórskemmtilegri keppni.Í öðrum hluta hélt keppnin milli flokkanna áfram og bjuggu þátttakendur meðal annars til stórkostlegar kökur sem enginn annar en Jói Fel gaf einkunnir fyrir. Kíkt var á kosningavöku Pírata á Bryggjunni þar sem var góð stemmning. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati kom í viðtal en þar var einnig Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingarkona komin til þess að bjóða Helga Hrafni að stofna með sér fyrirtæki.Þriðji hluti er ríflega tvær klukkustunda langur. Þar koma Ágústa Eva og Gunnar Hilmarsson og kynna nýja hljómsveit sína, Sycamore Tree. Snærós Sindradóttir og Harmageddon bræður, Frosti Logason og Þorkell Máni Pétusson, ræða kosningabaráttuna. Hljómsveitin Boogie Trouble tekur lag. Boltinn er síðan gefinn upp í Skaftahlíð eftir um 40 mínútur þar sem Telma Tómasson tekur á móti fyrstu tölum ásamt Höskuldi Kára Schram. Heimir Már Pétursson ræðir pólitíkina við Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismann, Vigdísi Hauksdóttur, sem hættir á þingi nú í kosningunum og Óskar Stein Ómarsson, ritara Samfylkinguna. Kíkt er á kosningavöku Sjálfstæðisflokks og rætt við Óla Björn Kárason og Bjarna Benediktsson formann eftir að fyrstu tölur berast. Einnig er fylgst með ræðu Bjarna þar sem hann talar við flokksmenn. Kíkt er á kosningavöku Pírata þar sem Ásta Guðrún Helgadóttir og Birgitta Jónsdóttir ræða fyrstu tölur. Þá er rætt við Kristján Þór Júlíusson fyrir norðan. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræðir einnig fyrstu tölur á sinni kosningavöku, sem og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður, á kosningavöku í Framsóknarhúsinu. Þá er farið á Nauthól þar sem stuðningsmenn Viðreisnar komu saman. Þar var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Benedikt Jóhannsson formann. Einnig lá leiðin í Björtuloft í Hörpu þar sem Björt framtíð hittist en þar var rætt við Óttar Proppé formann. Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Sjá meira
Logi Bergmann tekur skemmtilegan snúning á Alþingiskosningunum í Risastóra kosningaþættinum á Stöð 2 klukkan 20:45. Þátturinn er í opinni dagskrá. Fjöldi gesta mætir í þáttinn og fullyrðir Logi að þeir séu allir skemmtilegir. Ekki nóg með það heldur mun fyrsta Íslandsmótið í stjórnmálum fara fram í þættinum. Ungir frambjóðendur sem eru að stíga sín fyrstu spor í alvöru pólitík, og hafa vanist því nú þegar að rífa kjaft, verða á svæðinu og þá verður farið yfir kosningabaráttuna með pólitískum spekingum.„Þetta verður meiriháttar. Ég lofa,“ segir Logi Bergmann.Púlsinn verður tekinn hjá fólkinu í landinu en fréttamenn Stöðvar 2 verða á vettvangi með puttann á kosningaveislupúlsinum.Uppfært. Útsendingunni er lokið og má sjá upptökur úr þættinum hér fyrir neðan. Í fyrsta hluta þáttarins fékk Logi til sín unga frambjóðendur, Katrínu Atladóttur og Unu Hildardóttur, í sófann. Þar kom Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Spaugstofunni einnig á óvart þegar hann ruddist inn á sýningu þeirra á stóra sviði Þjóðleikhússins. Stórkostleg uppákoma. Síðan komu fulltrúar allra framboða til Loga og tóku þátt í stórskemmtilegri keppni.Í öðrum hluta hélt keppnin milli flokkanna áfram og bjuggu þátttakendur meðal annars til stórkostlegar kökur sem enginn annar en Jói Fel gaf einkunnir fyrir. Kíkt var á kosningavöku Pírata á Bryggjunni þar sem var góð stemmning. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati kom í viðtal en þar var einnig Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingarkona komin til þess að bjóða Helga Hrafni að stofna með sér fyrirtæki.Þriðji hluti er ríflega tvær klukkustunda langur. Þar koma Ágústa Eva og Gunnar Hilmarsson og kynna nýja hljómsveit sína, Sycamore Tree. Snærós Sindradóttir og Harmageddon bræður, Frosti Logason og Þorkell Máni Pétusson, ræða kosningabaráttuna. Hljómsveitin Boogie Trouble tekur lag. Boltinn er síðan gefinn upp í Skaftahlíð eftir um 40 mínútur þar sem Telma Tómasson tekur á móti fyrstu tölum ásamt Höskuldi Kára Schram. Heimir Már Pétursson ræðir pólitíkina við Svavar Gestsson, fyrrverandi alþingismann, Vigdísi Hauksdóttur, sem hættir á þingi nú í kosningunum og Óskar Stein Ómarsson, ritara Samfylkinguna. Kíkt er á kosningavöku Sjálfstæðisflokks og rætt við Óla Björn Kárason og Bjarna Benediktsson formann eftir að fyrstu tölur berast. Einnig er fylgst með ræðu Bjarna þar sem hann talar við flokksmenn. Kíkt er á kosningavöku Pírata þar sem Ásta Guðrún Helgadóttir og Birgitta Jónsdóttir ræða fyrstu tölur. Þá er rætt við Kristján Þór Júlíusson fyrir norðan. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræðir einnig fyrstu tölur á sinni kosningavöku, sem og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður, á kosningavöku í Framsóknarhúsinu. Þá er farið á Nauthól þar sem stuðningsmenn Viðreisnar komu saman. Þar var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Benedikt Jóhannsson formann. Einnig lá leiðin í Björtuloft í Hörpu þar sem Björt framtíð hittist en þar var rætt við Óttar Proppé formann.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Sjá meira