Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2016 07:00 Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 benda til að kjósendur vilji hafa meira val um það hvernig raðað er á lista. Spurt var hvort fólk vildi að persónukjör yrði heimilað í meira mæli en nú er. 78 prósent játuðu því. vísir/gva Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Reglan um breytingu á röðun frambjóðenda er nokkuð flókin. Í umfjöllun Fréttablaðsins er stuðst við lýsingu Þorkels Helgasonar á vef landskjörstjórnar í greinargerð hans um kosningarnar 2003. Í kosningalögum er gert ráð fyrir að röð frambjóðenda ráðist af samanlagðri stigagjöf hvers frambjóðanda. Stigin fær hver þeirra af stöðu sinni á listanum að teknu tilliti til breytinga kjósenda. Í kosningalögum er talað um atkvæði og atkvæðabrot. Til einföldunar verður talað um stig í þessari umfjöllun. Þeir frambjóðendur sem hafa flestu stigin fá þingsætin. Til þess að gæta hlutleysis í umræðunni velur Fréttablaðið að taka ekki dæmi af neinu framboðanna í kosningunum núna. Þess í stað ímyndum við okkur að listi Njálunga bjóði fram.Hvernig má umraða á listum.Stigin sem frambjóðendur fá ráðast af því hversu marga menn listinn fær kjörna. Ef listi Njálunga fengi þrjá menn kjörna eru sex efstu mönnum á listanum reiknuð stig. Njáll Þorgeirsson, efsti maður á listanum, fær sex stig og Helga Njálsdóttir, sem er í sjötta sæti listans, fær eitt stig. Undantekningin er ef listi fær einungis eitt þingsæti í kosningunum. Þá eru þremur efstu mönnum listans reiknuð stig, en ekki aðeins tveimur efstu. Samkvæmt kosningalögum er kjósanda heimilt að strika yfir nöfn eða rita sætisnúmer að eigin vali framan við nöfn frambjóðenda. Einungis má gera breytingar á þeim lista sem kjósandinn hefur krossað við, annars verður atkvæðaseðillinn ógildur. Látum sem svo að kjósandi sé eindreginn stuðningsmaður Hallgerðar langbrókar, sem er í fjórða sæti á lista Njálunga, og sonar hennar, Grana Gunnarssonar, sem er í níunda sæti. Þessi kjósandi strikar þá yfir Bergþóru og setur Hallgerði í efsta sæti en Grana í fjórða sæti. Svo strikar kjósandinn yfir nafn Gunnars, eins og gert hefur verið í þriðju myndinni hér að ofan. Það þarf mikla samstöðu á meðal kjósenda til þess að ná fram breytingum á listum og breytingarnar geta aldrei orðið miklar. Í hæsta lagi er raunhæft að ná að færa frambjóðanda upp um eitt sæti og þá þann næsta fyrir ofan niður um sæti. Til þess að ná fram þeirri breytingu að víxla röð á tveimur frambjóðendum sama lista er öruggast að strika þann út sem á að færast niður og merkja 1 við þann sem kjósandi ætlar að lyfta upp. Hlutfall kjósenda þarf að vera hið minnsta jafnt 1/(r+1) þar sem r er svokölluð röðunartala. Sú tala er jöfn tvöfaldri tölu þingsæta listans, en 3 ef listinn fær aðeins eitt sæti. Þessir útreikningar miðast þó við að aðrir kjósendur, einkum þeir sem vilja koma í veg fyrir víxlunina, bregðist ekki við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Reglan um breytingu á röðun frambjóðenda er nokkuð flókin. Í umfjöllun Fréttablaðsins er stuðst við lýsingu Þorkels Helgasonar á vef landskjörstjórnar í greinargerð hans um kosningarnar 2003. Í kosningalögum er gert ráð fyrir að röð frambjóðenda ráðist af samanlagðri stigagjöf hvers frambjóðanda. Stigin fær hver þeirra af stöðu sinni á listanum að teknu tilliti til breytinga kjósenda. Í kosningalögum er talað um atkvæði og atkvæðabrot. Til einföldunar verður talað um stig í þessari umfjöllun. Þeir frambjóðendur sem hafa flestu stigin fá þingsætin. Til þess að gæta hlutleysis í umræðunni velur Fréttablaðið að taka ekki dæmi af neinu framboðanna í kosningunum núna. Þess í stað ímyndum við okkur að listi Njálunga bjóði fram.Hvernig má umraða á listum.Stigin sem frambjóðendur fá ráðast af því hversu marga menn listinn fær kjörna. Ef listi Njálunga fengi þrjá menn kjörna eru sex efstu mönnum á listanum reiknuð stig. Njáll Þorgeirsson, efsti maður á listanum, fær sex stig og Helga Njálsdóttir, sem er í sjötta sæti listans, fær eitt stig. Undantekningin er ef listi fær einungis eitt þingsæti í kosningunum. Þá eru þremur efstu mönnum listans reiknuð stig, en ekki aðeins tveimur efstu. Samkvæmt kosningalögum er kjósanda heimilt að strika yfir nöfn eða rita sætisnúmer að eigin vali framan við nöfn frambjóðenda. Einungis má gera breytingar á þeim lista sem kjósandinn hefur krossað við, annars verður atkvæðaseðillinn ógildur. Látum sem svo að kjósandi sé eindreginn stuðningsmaður Hallgerðar langbrókar, sem er í fjórða sæti á lista Njálunga, og sonar hennar, Grana Gunnarssonar, sem er í níunda sæti. Þessi kjósandi strikar þá yfir Bergþóru og setur Hallgerði í efsta sæti en Grana í fjórða sæti. Svo strikar kjósandinn yfir nafn Gunnars, eins og gert hefur verið í þriðju myndinni hér að ofan. Það þarf mikla samstöðu á meðal kjósenda til þess að ná fram breytingum á listum og breytingarnar geta aldrei orðið miklar. Í hæsta lagi er raunhæft að ná að færa frambjóðanda upp um eitt sæti og þá þann næsta fyrir ofan niður um sæti. Til þess að ná fram þeirri breytingu að víxla röð á tveimur frambjóðendum sama lista er öruggast að strika þann út sem á að færast niður og merkja 1 við þann sem kjósandi ætlar að lyfta upp. Hlutfall kjósenda þarf að vera hið minnsta jafnt 1/(r+1) þar sem r er svokölluð röðunartala. Sú tala er jöfn tvöfaldri tölu þingsæta listans, en 3 ef listinn fær aðeins eitt sæti. Þessir útreikningar miðast þó við að aðrir kjósendur, einkum þeir sem vilja koma í veg fyrir víxlunina, bregðist ekki við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira