Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2016 15:53 Grímsey. Vísir/Pjetur „Það eru víst öll ráð til að bjarga öllu eða flestu nú orðið. Sem betur fer,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrum hreppstjóri í Grímsey, eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að koma kjörseðlum til Grímseyjar. Ljóst var að hvorki var hægt að koma þeim út í eyjuna með ferjunni eða flugi vegna veðurs.RÚV greindi frá þessu en samkvæmt lögum er ekki hægt að birta úrslit kosninga fyrr en öllum kjördeildum hefur verið lokað, en ef kjósendur fá ekki kjörgögn er kjördeild ekki starfhæf. 53 eru nú á kjörskrá í Grímsey. „Það átti að senda kjörseðlana með ferjunni en það er versta rok þannig að hún komst ekki. Þyrlan mun fljúga með þá frá Dalvík og kemur um klukkan fjögur. Við verðum að athuga að það er haust og allra veðra von. Vanalega er kosið á vorin og veður skaplegra,“ segir Bjarni sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í Grímsey frá árinu 1969. Hann segir að mikið sé að gera við undirbúning nú daginn fyrir kosningar. Kjördeildin verður opnuð klukkan níu í fyrramálið og hvetur hann Grímseyinga til að kjósa snemma. „Ég vona að fólk taki tillit til þess.“ Vonast er til að hægt verði að fljúga út í eyjuna á morgun þannig að koma megi kjörseðlum til yfirkjörstjórnar á Akureyri. Spáð sé betra veðri en í dag. Bjarni segir spenning vera í Grímseyingum nú í aðdraganda kosninga og hvetur fólk endilega til að nýta kosningaréttinn. „Kosningaþátttakan í Grímsey hefur verið góð en nú í seinni tíð er fólkið miklu meira á ferðinni en áður fyrr. Nú hefur maður ekki hugmynd um hvenær fólk er að koma eða fara. Það eru því margir sem kjósa utankjörfundar,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það eru víst öll ráð til að bjarga öllu eða flestu nú orðið. Sem betur fer,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrum hreppstjóri í Grímsey, eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að koma kjörseðlum til Grímseyjar. Ljóst var að hvorki var hægt að koma þeim út í eyjuna með ferjunni eða flugi vegna veðurs.RÚV greindi frá þessu en samkvæmt lögum er ekki hægt að birta úrslit kosninga fyrr en öllum kjördeildum hefur verið lokað, en ef kjósendur fá ekki kjörgögn er kjördeild ekki starfhæf. 53 eru nú á kjörskrá í Grímsey. „Það átti að senda kjörseðlana með ferjunni en það er versta rok þannig að hún komst ekki. Þyrlan mun fljúga með þá frá Dalvík og kemur um klukkan fjögur. Við verðum að athuga að það er haust og allra veðra von. Vanalega er kosið á vorin og veður skaplegra,“ segir Bjarni sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í Grímsey frá árinu 1969. Hann segir að mikið sé að gera við undirbúning nú daginn fyrir kosningar. Kjördeildin verður opnuð klukkan níu í fyrramálið og hvetur hann Grímseyinga til að kjósa snemma. „Ég vona að fólk taki tillit til þess.“ Vonast er til að hægt verði að fljúga út í eyjuna á morgun þannig að koma megi kjörseðlum til yfirkjörstjórnar á Akureyri. Spáð sé betra veðri en í dag. Bjarni segir spenning vera í Grímseyingum nú í aðdraganda kosninga og hvetur fólk endilega til að nýta kosningaréttinn. „Kosningaþátttakan í Grímsey hefur verið góð en nú í seinni tíð er fólkið miklu meira á ferðinni en áður fyrr. Nú hefur maður ekki hugmynd um hvenær fólk er að koma eða fara. Það eru því margir sem kjósa utankjörfundar,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira