Píratar falla frá kröfunni um stutt kjörtímabil Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2016 18:03 Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy Vísir/FRIÐRIK ÞÓR Píratar eru tilbúnir til þess að falla frá kröfu sinni um að næsta kjörtímabil verði styttra en hefðbundið er. Telja Píratar að „þær víðtæku kerfisbreytingar sem gerð er krafa um“geri styttra kjörtímabil óraunhæft. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Pírötum. Höfðu þau áður sett fram þá kröfu að eftir kosningar ætti að mynda ríkisstjórn utan um innleiðingu á nýrri stjórnarskrá og að kjörtímabilið ætti að vera styttra en hin hefðbundnu fjögur ár. Píratar hafa undanfarnar vikur fundað með formönnum hinna stjórnarandstöðuflokkanna, VG, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar vegna mögulegs stjórnarsamstarfs að loknum kosningum. Gáfu þau út yfirlýsingu fyrr í dag þar sem formennirnir telja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum. Í yfirlýsingu Pírata segir að skýr samstaða hafi verið á milli flokkanna um áherslumál og nú sé búið að tryggja kjósendum skýra valkosti fyrir kosningarnar. Því sé flokkurinn reiðubúinn til þess að „gera málamiðlun um lengd kjörtímabilsins. Rökin eru þau, að þær víðtæku kerfisbreytingar sem gerð er krafa um gætu tekið lengri tíma en svo að styttra kjörtímabil væri raunhæft.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum. 27. október 2016 13:09 „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Píratar eru tilbúnir til þess að falla frá kröfu sinni um að næsta kjörtímabil verði styttra en hefðbundið er. Telja Píratar að „þær víðtæku kerfisbreytingar sem gerð er krafa um“geri styttra kjörtímabil óraunhæft. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Pírötum. Höfðu þau áður sett fram þá kröfu að eftir kosningar ætti að mynda ríkisstjórn utan um innleiðingu á nýrri stjórnarskrá og að kjörtímabilið ætti að vera styttra en hin hefðbundnu fjögur ár. Píratar hafa undanfarnar vikur fundað með formönnum hinna stjórnarandstöðuflokkanna, VG, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar vegna mögulegs stjórnarsamstarfs að loknum kosningum. Gáfu þau út yfirlýsingu fyrr í dag þar sem formennirnir telja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum. Í yfirlýsingu Pírata segir að skýr samstaða hafi verið á milli flokkanna um áherslumál og nú sé búið að tryggja kjósendum skýra valkosti fyrir kosningarnar. Því sé flokkurinn reiðubúinn til þess að „gera málamiðlun um lengd kjörtímabilsins. Rökin eru þau, að þær víðtæku kerfisbreytingar sem gerð er krafa um gætu tekið lengri tíma en svo að styttra kjörtímabil væri raunhæft.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum. 27. október 2016 13:09 „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
„Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum. 27. október 2016 13:09
„Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37
Skiptar skoðanir um stutt kjörtímabil Formenn VG og Samfylkingar hugnast ekki stutt kjörtímabil líkt og þingflokksformaður Pírata hefur stungið upp á. Formenn Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar útiloka það ekki. 5. ágúst 2016 16:15
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49