„Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2016 13:09 Björt Ólafsdóttir vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum, enda séu flokkarnir afar ólíkir. Björt framtíð hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag. „Það hefur töluvert verið rætt um stjórnarsamstarf til hægri eða vinstri og við í Bjartri framtíð höfum verið skilgreind svolítið út og suður. Við ætlum bara að fá að gera það sjálf og lýsa okkar afstöðu til mögulegs stjórnarsamstarfs,“ segir Björt í samtali við Vísi, aðspurð um hvers eðlis blaðamannafundurinn í dag verður . Formenn Pírata, Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sendu frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem þeir segja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar, fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum, ásamt því sem þeir telji samstarf þessara flokka skýran valkost við núverandi stjórnarflokka. Björt segir að ekki sé um stjórnarmyndunarviðræður að ræða, enda séu þær ótímabærar á þessari stundu. „Við getum ekki farið í stjórnarmyndunarumræður fyrr en fólk er búið að kjósa. Það er bara svoleiðis. Þetta eru ekki stjórnarmyndunarumræður heldur telja flokkarnir jákvætt að fara í samstarf er úrslit kosninganna fara þannig. Á þessum tveimur stuttu fundum sem hafa verið höfum við ekkert rætt málefnin eða hvar flokkarnir eru ósammála, heldur aðallega hvar flokkarnir eru sammála,“ útskýrir hún. Björt segir að áherslur Bjartrar framtíðar verði kynntar, því flokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að þeirra mál nái fram að ganga; þ.e kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, jöfnun atkvæðisréttar og fullt kjörtímabil. Hins vegar segir hún að flokkurinn sé reiðubúin til að starfa með hvaða flokki sem er, nema Íslensku þjóðfylkingunni, náist sátt um þessi mál. „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir. Við erum frjálslyndur miðjuflokkur. Það er hægt að skilgreina aðra sem vinstri flokka en við erum ekki þar í mörgum málum. Ef af þessu verður og ef kjósendur vilja það þá verða áherslur okkar svona. Við viljum vera mjög skýr með það fyrir kosningar. Við erum frjálslyndur, grænn, miðjuflokkur og það eru okkar áherslur, sem þýðir miklar kerfisbreytingar,“ segir Björt Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum, enda séu flokkarnir afar ólíkir. Björt framtíð hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag. „Það hefur töluvert verið rætt um stjórnarsamstarf til hægri eða vinstri og við í Bjartri framtíð höfum verið skilgreind svolítið út og suður. Við ætlum bara að fá að gera það sjálf og lýsa okkar afstöðu til mögulegs stjórnarsamstarfs,“ segir Björt í samtali við Vísi, aðspurð um hvers eðlis blaðamannafundurinn í dag verður . Formenn Pírata, Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sendu frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem þeir segja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar, fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum, ásamt því sem þeir telji samstarf þessara flokka skýran valkost við núverandi stjórnarflokka. Björt segir að ekki sé um stjórnarmyndunarviðræður að ræða, enda séu þær ótímabærar á þessari stundu. „Við getum ekki farið í stjórnarmyndunarumræður fyrr en fólk er búið að kjósa. Það er bara svoleiðis. Þetta eru ekki stjórnarmyndunarumræður heldur telja flokkarnir jákvætt að fara í samstarf er úrslit kosninganna fara þannig. Á þessum tveimur stuttu fundum sem hafa verið höfum við ekkert rætt málefnin eða hvar flokkarnir eru ósammála, heldur aðallega hvar flokkarnir eru sammála,“ útskýrir hún. Björt segir að áherslur Bjartrar framtíðar verði kynntar, því flokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að þeirra mál nái fram að ganga; þ.e kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, jöfnun atkvæðisréttar og fullt kjörtímabil. Hins vegar segir hún að flokkurinn sé reiðubúin til að starfa með hvaða flokki sem er, nema Íslensku þjóðfylkingunni, náist sátt um þessi mál. „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir. Við erum frjálslyndur miðjuflokkur. Það er hægt að skilgreina aðra sem vinstri flokka en við erum ekki þar í mörgum málum. Ef af þessu verður og ef kjósendur vilja það þá verða áherslur okkar svona. Við viljum vera mjög skýr með það fyrir kosningar. Við erum frjálslyndur, grænn, miðjuflokkur og það eru okkar áherslur, sem þýðir miklar kerfisbreytingar,“ segir Björt
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49