Tveir utanþingsráðherrar í framboði Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2016 07:00 Reykjavíkurkjördæmin í hnotskurn Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. Staða Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið mjög sterk í kjördæminu og eftir alþingiskosningarnar 2013 voru fyrstu þingmenn kjördæmanna báðir Sjálfstæðismenn. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var það Illugi Gunnarsson sem varð mennta- og menningarmálaráðherra eftir kosningar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var það Hanna Birna Kristjánsdóttir sem varð innanríkisráðherra eftir kosningarnar, en ákvað að láta af embætti ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hafði játað trúnaðarbrot. Ólöf Nordal tók við sem utanþingsráðherra en hún skipar nú fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi og Hanna Birna ákváðu að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum og tóku ekki þótt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal er nú í fyrsta sæti í Reykjavík suður en Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík norður. Ólöf Nordal hefur hins vegar ekki getað tekið virkan þátt í kosningabaráttunni vegna veikinda. Ólöf Nordal er hins vegar ekki eini utanþingsráðherrann sem er í framboði í Reykjavík því Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra er í framboði í sama kjördæmi og hún. Lilja varð ráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sæti sem forsætisráðherra í apríl og verulegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan hjá Framsóknarflokknum. Lilja skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það sæti vermdi Vigdís Hauksdóttir áður, einn litríkasti þingmaður síðari tíma. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð,“ sagði Vigdís þegar hún tilkynnti að hún væri hætt eftir einungis eitt kjörtímabil. Ellefu listar eru boðnir fram í Reykjavík suður en einungis tíu í Reykjavík norður. Ellefta framboðið er listi Húmanistaflokksins, sem einungis býður fram í þessu eina kjördæmi. Þetta er í fimmta skiptið sem flokkurinn býður fram, en hann hefur aldrei komist nærri því að ná kjörnum manni á Alþingi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. Staða Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið mjög sterk í kjördæminu og eftir alþingiskosningarnar 2013 voru fyrstu þingmenn kjördæmanna báðir Sjálfstæðismenn. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var það Illugi Gunnarsson sem varð mennta- og menningarmálaráðherra eftir kosningar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var það Hanna Birna Kristjánsdóttir sem varð innanríkisráðherra eftir kosningarnar, en ákvað að láta af embætti ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hafði játað trúnaðarbrot. Ólöf Nordal tók við sem utanþingsráðherra en hún skipar nú fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi og Hanna Birna ákváðu að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum og tóku ekki þótt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal er nú í fyrsta sæti í Reykjavík suður en Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík norður. Ólöf Nordal hefur hins vegar ekki getað tekið virkan þátt í kosningabaráttunni vegna veikinda. Ólöf Nordal er hins vegar ekki eini utanþingsráðherrann sem er í framboði í Reykjavík því Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra er í framboði í sama kjördæmi og hún. Lilja varð ráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sæti sem forsætisráðherra í apríl og verulegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan hjá Framsóknarflokknum. Lilja skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það sæti vermdi Vigdís Hauksdóttir áður, einn litríkasti þingmaður síðari tíma. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð,“ sagði Vigdís þegar hún tilkynnti að hún væri hætt eftir einungis eitt kjörtímabil. Ellefu listar eru boðnir fram í Reykjavík suður en einungis tíu í Reykjavík norður. Ellefta framboðið er listi Húmanistaflokksins, sem einungis býður fram í þessu eina kjördæmi. Þetta er í fimmta skiptið sem flokkurinn býður fram, en hann hefur aldrei komist nærri því að ná kjörnum manni á Alþingi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira