Mælist hann með 21,9 prósent fylgi sem er þó töluvert minna fylgi en hann mældist með í könnun Fréttablaðsins sem birt var í dag. Þar var Sjálfstæðisflokkurinn með 25,1 prósent fylgi en í seinustu könnun MMR var flokkurinn með 21,4 prósent fylgi.
Píratar koma næst á eftir Sjálfstæðisflokknum í könnun MMR með 19,1 prósent fylgi og þar á eftir koma Vinstri græn með 16 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn er fjórði stærsti flokkurinn samkvæmt könnun MMR með 10 prósent fylgi, þá kemur Viðreisn með 9,3 prósent og þá Björt Framtíð með 8,8 prósent.
Samkvæmt þessu yrði Samfylkingin minnsti flokkurinn á þingi verði niðurstöður kosninganna næsta laugardag í samræmi við könnun MMR, en flokkurinn mælist nú með 7,6 prósent fylgi.
Könnunin var framkvæmd dagana 19. til 26. október 2016 og var heildarfjöldi svarenda 981 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Hér fyrir neðan má sjá graf yfir allar skoðanakannanir síðustu missera. Hægt er að sjá kannanir MMR með því að velja „MMR“.