Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn birti myndband á Facebook þar sem mátti sjá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra skreyta köku. Mynd/Skjáskot Stjórnmálaflokkar styðjast við samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni og sjónarmiðum á framfæri nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum. Kosið verður til Alþingis á laugardaginn. Algengt er að framboð birti jafnt myndir sem myndbönd á Facebook, Snapchat og Twitter. Annars vegar myndbönd þar sem frambjóðendur eru kynntir og hins vegar þar sem stefna flokksins er kynnt. Þá hafa fjölmargir flokkar einnig birt einfaldar myndir af frambjóðendum sínum þar sem tilvitnunum, ýmist í frambjóðandann sjálfan eða stefnu flokksins, hefur verið skeytt við myndina. Samfylkingin tók þá hugmynd skrefinu lengra og birti tilvitnanirnar á fjölda tungumála, allt frá færeysku til tyrknesku, í nafni fjölmenningar.Mættu gera enn meira Andrés Jónsson almannatengill segist hafa orðið var við þessa aukningu. Honum finnst þó að flokkar megi gera enn meira af því að auglýsa á samfélagsmiðlum. „Enginn þeirra stendur eitthvað sérlega framarlega í þessum málum en flokkarnir hafa náð ágætis dreifingu á þessi myndbönd sem þeir hafa verið að gera. Svo hafa sumir flokkar líka verið að klippa saman myndbönd af því þegar frambjóðendur hafa verið í sjónvarpssal. Það eru mun færri sem horfa á línulegt sjónvarp en áður þannig það er góð þjónusta að klippa saman bestu brotin og setja texta,“ segir hann. Ástæðu þessarar áherslu á samfélagsmiðla segir Andrés einna helst vera þá að margir séu á samfélagsmiðlum. „Á Íslandi er mjög hátt hlutfall kjósenda á Facebook.“ Hins vegar segir hann ekki þar með sagt að hægt sé að ná til allra notenda þar sem skoðanir þeirra eru misjafnar. Hann segir notkun samfélagsmiðla einnig mikilvæga því umræðan um stjórnmál sé fyrst og fremst þar. „Mesta umræðu fékk myndbandið af Bjarna að skreyta köku fyrir dóttur sína og sitt sýndist hverjum um það. Ég er hins vegar á því að það hafi verið nettó-ávinningur af myndbandinu fyrir hann þótt það hafi ekki komið fram í könnunum. Fyrir óákveðna skiptir máli að kynnast frambjóðendum,“ segir Andrés. Einnig nefnir hann myndband Oddnýjar Harðardóttur þar sem hún útskýrir kvótakerfið með Skittles fyrir ungum dreng. Myndbandið segir hann hafa náð í gegn í umræðunni en ekki skilað sér í könnunum. „Núna síðast hefur innkoma Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græn slegið í gegn á Facebook og fengið mjög jákvætt umtal.“ Andrés segir, með fyrirvara um að það sjái ekki allir það sama á Facebook, að honum sýnist Sjálfstæðismenn hafa, með Bjarna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í fararbroddi, náð einna mest í gegn auk Vinstri grænna með Ragnar Kjartansson. „En Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin síður.“ Þá segir hann Viðreisn einna helst hafa náð í gegn í aðdraganda baráttunnar með því að láta frambjóðendur tilkynna um framboð sitt á samfélagsmiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Stjórnmálaflokkar styðjast við samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni og sjónarmiðum á framfæri nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum. Kosið verður til Alþingis á laugardaginn. Algengt er að framboð birti jafnt myndir sem myndbönd á Facebook, Snapchat og Twitter. Annars vegar myndbönd þar sem frambjóðendur eru kynntir og hins vegar þar sem stefna flokksins er kynnt. Þá hafa fjölmargir flokkar einnig birt einfaldar myndir af frambjóðendum sínum þar sem tilvitnunum, ýmist í frambjóðandann sjálfan eða stefnu flokksins, hefur verið skeytt við myndina. Samfylkingin tók þá hugmynd skrefinu lengra og birti tilvitnanirnar á fjölda tungumála, allt frá færeysku til tyrknesku, í nafni fjölmenningar.Mættu gera enn meira Andrés Jónsson almannatengill segist hafa orðið var við þessa aukningu. Honum finnst þó að flokkar megi gera enn meira af því að auglýsa á samfélagsmiðlum. „Enginn þeirra stendur eitthvað sérlega framarlega í þessum málum en flokkarnir hafa náð ágætis dreifingu á þessi myndbönd sem þeir hafa verið að gera. Svo hafa sumir flokkar líka verið að klippa saman myndbönd af því þegar frambjóðendur hafa verið í sjónvarpssal. Það eru mun færri sem horfa á línulegt sjónvarp en áður þannig það er góð þjónusta að klippa saman bestu brotin og setja texta,“ segir hann. Ástæðu þessarar áherslu á samfélagsmiðla segir Andrés einna helst vera þá að margir séu á samfélagsmiðlum. „Á Íslandi er mjög hátt hlutfall kjósenda á Facebook.“ Hins vegar segir hann ekki þar með sagt að hægt sé að ná til allra notenda þar sem skoðanir þeirra eru misjafnar. Hann segir notkun samfélagsmiðla einnig mikilvæga því umræðan um stjórnmál sé fyrst og fremst þar. „Mesta umræðu fékk myndbandið af Bjarna að skreyta köku fyrir dóttur sína og sitt sýndist hverjum um það. Ég er hins vegar á því að það hafi verið nettó-ávinningur af myndbandinu fyrir hann þótt það hafi ekki komið fram í könnunum. Fyrir óákveðna skiptir máli að kynnast frambjóðendum,“ segir Andrés. Einnig nefnir hann myndband Oddnýjar Harðardóttur þar sem hún útskýrir kvótakerfið með Skittles fyrir ungum dreng. Myndbandið segir hann hafa náð í gegn í umræðunni en ekki skilað sér í könnunum. „Núna síðast hefur innkoma Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græn slegið í gegn á Facebook og fengið mjög jákvætt umtal.“ Andrés segir, með fyrirvara um að það sjái ekki allir það sama á Facebook, að honum sýnist Sjálfstæðismenn hafa, með Bjarna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í fararbroddi, náð einna mest í gegn auk Vinstri grænna með Ragnar Kjartansson. „En Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin síður.“ Þá segir hann Viðreisn einna helst hafa náð í gegn í aðdraganda baráttunnar með því að láta frambjóðendur tilkynna um framboð sitt á samfélagsmiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira