Elliði til varnar Smára McCarthy og stærðfræðikunnáttu hans Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2016 12:59 Fátt er nú meira rætt á samfélagsmiðlum en stærðfræðimenntun Smára McCarthy. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og gegnheill og grjótharður Sjálfstæðismaður, hefur óvænt risið upp til varnar Smára McCarthy Pírata og efasemdum um stærðfræðiþekkingu hans. Elliði upplýsir að hann hefi kennt Smára stærðfærði 313 í framhaldsskóla og fullyrðir að „Smári náði ágætis tökum á tölfræði hjá sér, þar með talin Pearsons r, þáttagreiningu og fl. Það mun án vafa nýtast honum á nýjum vettvangi,“ segir Elliði. Ekki þarf að vera bókmenntafræðingur eða lærður í textagreiningu til að átta sig á því að bæjarstjórinn hefur ákaflega gaman að þessum vandræðagangi Smára, sem er einn helsti foringi Pírata. Heit umræða hefur geisað á Facebook um stærðfræðikunnáttu Smára McCarthy og það að hann hafi orðið uppvís af að ljúga til um gráðu.Sigrún Helga Lund var í stærðfræðinámi á sama tíma og Smári McCarthy í Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmÞannig er að Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, setti fram athugasemd þess efnis að Smári hafi ekki klárað nema helminginn af námi sínu og henni finnst skrítið að athugasemdir við námsferil hans komi fram núna, rétt fyrir kosningar. Eyjan fjallaði um málið. Og þá það að hann hafi verið titlaður stærðfræðingur. Sigrún Helga er einn frambjóðenda Viðreisnar.Smári leggur spilin á borðið umsvifalaust Viðar Þorsteinsson heimsspekingur spyr Smára hreint út á Facebooksíðu sinni hvernig hann skýri það að hafa sagst með B.Sc. gráðu á ferilskrá á LnikedIn ef hann lauk aldrei náminu? Smári leggur umsvifalaust öll spil á borðið: „Skal viðurkenna að þetta er fullkomlega kjánalegt hjá mér á LinkedIn, enda var ég þar að reyna að gefa til kynna að ég væri í B.Sc. námi, ekki að því væri lokið. Biðst afsökunar á því, og myndi glaður breyta þessu en hef ekki haft aðgang að síðunni mjög lengi, eftir að ég reyndi að loka aðganginum, einmitt vegna þess að það var margt rangt þarna og óuppfært. Það kemur mér mjög á óvart að þetta sé enn til.“Sigmundur Davíð og Smári McCarthy Óneitanlega minnir þetta mál á það sem snéri að meintu doktorsprófi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Einn þeirra sem lætur sig málið varða er foringi Framsóknarmanna eystra, Stefán Bogi Sveinsson, og honum þykir gæta tvískinnungs í því samhengi: „Áhugaverða sniðmengi* dagsins: Fólk sem fór mikinn í umræðu um það hvort Sigmundur Davíð hefði sagt ósatt um menntun sína annars vegar, en finnst það óþarfa smásmuguháttur og til marks um óheiðarlega pólitík að draga athygli að misræmi milli þess sem Smári McCarthy hefur sagt um menntun sína og veruleikans. Hef óljósan grun um að blaðamenn séu einkennilega stór hluti þessa mengis. *Það eru engar líkur á að ég noti þetta hugtak rétt, því ég er alls ekki stærðfræðingur, bara svo því sé til haga haldið.“ Kosningar 2016 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og gegnheill og grjótharður Sjálfstæðismaður, hefur óvænt risið upp til varnar Smára McCarthy Pírata og efasemdum um stærðfræðiþekkingu hans. Elliði upplýsir að hann hefi kennt Smára stærðfærði 313 í framhaldsskóla og fullyrðir að „Smári náði ágætis tökum á tölfræði hjá sér, þar með talin Pearsons r, þáttagreiningu og fl. Það mun án vafa nýtast honum á nýjum vettvangi,“ segir Elliði. Ekki þarf að vera bókmenntafræðingur eða lærður í textagreiningu til að átta sig á því að bæjarstjórinn hefur ákaflega gaman að þessum vandræðagangi Smára, sem er einn helsti foringi Pírata. Heit umræða hefur geisað á Facebook um stærðfræðikunnáttu Smára McCarthy og það að hann hafi orðið uppvís af að ljúga til um gráðu.Sigrún Helga Lund var í stærðfræðinámi á sama tíma og Smári McCarthy í Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmÞannig er að Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, setti fram athugasemd þess efnis að Smári hafi ekki klárað nema helminginn af námi sínu og henni finnst skrítið að athugasemdir við námsferil hans komi fram núna, rétt fyrir kosningar. Eyjan fjallaði um málið. Og þá það að hann hafi verið titlaður stærðfræðingur. Sigrún Helga er einn frambjóðenda Viðreisnar.Smári leggur spilin á borðið umsvifalaust Viðar Þorsteinsson heimsspekingur spyr Smára hreint út á Facebooksíðu sinni hvernig hann skýri það að hafa sagst með B.Sc. gráðu á ferilskrá á LnikedIn ef hann lauk aldrei náminu? Smári leggur umsvifalaust öll spil á borðið: „Skal viðurkenna að þetta er fullkomlega kjánalegt hjá mér á LinkedIn, enda var ég þar að reyna að gefa til kynna að ég væri í B.Sc. námi, ekki að því væri lokið. Biðst afsökunar á því, og myndi glaður breyta þessu en hef ekki haft aðgang að síðunni mjög lengi, eftir að ég reyndi að loka aðganginum, einmitt vegna þess að það var margt rangt þarna og óuppfært. Það kemur mér mjög á óvart að þetta sé enn til.“Sigmundur Davíð og Smári McCarthy Óneitanlega minnir þetta mál á það sem snéri að meintu doktorsprófi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Einn þeirra sem lætur sig málið varða er foringi Framsóknarmanna eystra, Stefán Bogi Sveinsson, og honum þykir gæta tvískinnungs í því samhengi: „Áhugaverða sniðmengi* dagsins: Fólk sem fór mikinn í umræðu um það hvort Sigmundur Davíð hefði sagt ósatt um menntun sína annars vegar, en finnst það óþarfa smásmuguháttur og til marks um óheiðarlega pólitík að draga athygli að misræmi milli þess sem Smári McCarthy hefur sagt um menntun sína og veruleikans. Hef óljósan grun um að blaðamenn séu einkennilega stór hluti þessa mengis. *Það eru engar líkur á að ég noti þetta hugtak rétt, því ég er alls ekki stærðfræðingur, bara svo því sé til haga haldið.“
Kosningar 2016 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira