Skólameistari hefur áhyggjur af nemendunum í umferðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. október 2016 10:00 Sjö þúsund manns búa á Selfossi sem er stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu Árborg. vísir/pjetur Suðurkjördæmi nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga og eru þingmenn kjördæmisins tíu. Framsóknarflokkurinn vann þar stórsigur í síðustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn var með 28,3 prósent. Hvor flokkur fékk fjóra þingmenn kjörna, Samfylkingin og Björt framtíð fengu síðan hvor sinn manninn. Það virðist ekki ýkja margt sem sameinar mannlífið og atvinnulífið á Reykjanesskaganum annars vegar og hins vegar á Suðurlandinu. Þó má segja að á báðum stöðum sé ferðaþjónustan vaxandi þáttur, eins og reyndar víðast hvar á Íslandi. Það kann að hafa áhrif á það að krafan eftir bættum samgöngum er fólki mjög ofarlega í huga.Guðmundur Ármann PéturssonSólheimar í Grímsnesi er klárlega ein af perlum Suðurlands. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir þrennt brenna á sér fyrir kosningarnar. „Það eru velferðarmálin sem brenna. Það eru samgöngumálin og mér finnst líka mikilvægt, sem ekki er mikið rætt um, og það er að greiða niður skuldir ríkisins,“ segir hann. Guðmundur segir að menn verði að hugsa til þess hvernig þeir ætli að þróa heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuðborgarsvæðið þó að það fylgi því ákveðin hagkvæmni. Mér finnst mjög sérstakt að fyrir fimmtán til tuttugu árum gátum við rekið bæði sjúkrahús og mjög öfluga og góða heilsugæslu úti um allt land. Þegar við erum komin hingað þar sem við höfum úr miklu meira að moða, bæði tæknilega og fjárhagslega, þá virðist okkur vera algerlega fyrirmunað að reka öfluga heilsugæslu úti um land,“ segir Guðmundur. Það sé hagsmunamál fyrir dreifða byggð í landinu að hugað sé að þessu og bætt úr.Olga Lísa GarðarsdóttirHann segir samgöngumálin líka mikið hagsmunamál fyrir Suðurlandið. Vegirnir á Suðurlandi séu allt of mikið lestaðir, sérstaklega eftir að ferðaþjónustan jókst. Undir það tekur Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem segir þjóðveg númer eitt löngu sprunginn. „Ölfusárbrúin er komin á kortið en það er ekki nóg að hún sé á kortinu. Það þarf að fara að hefjast handa við framkvæmdir og tvöföldun á Reykjavík-Hveragerði og klára að tvöfalda Hellisheiðina,“ segir Olga Lísa og bætir við að þetta sé lífsspursmál fyrir fólkið í Árnessýslu. „Og náttúrlega af því að ég er með svo mikið af nemendum í uppsveitunum, þá er maður alltaf með lífið í lúkunum hálfan veturinn yfir því að þau fari sér að voða á leiðinni. Vegna þess að vegirnir eru illa unnir og mjóir og orðnir mjög þreyttir,“ segir Olga Lísa. „Þriðja málið sem brennur á mér persónulega eru umhverfismálin í mjög stóru samhengi. Bæði með tilliti til almenningssamgangna, fráveitumála, flokkunar úrgangs og svo náttúrlega að með aukinni ferðamennsku verðum við ofboðslega vör við hana, bæði á þjóðvegunum og eins með tilliti til umhverfismála,“ segir Olga Lísa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Suðurkjördæmi nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga og eru þingmenn kjördæmisins tíu. Framsóknarflokkurinn vann þar stórsigur í síðustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn var með 28,3 prósent. Hvor flokkur fékk fjóra þingmenn kjörna, Samfylkingin og Björt framtíð fengu síðan hvor sinn manninn. Það virðist ekki ýkja margt sem sameinar mannlífið og atvinnulífið á Reykjanesskaganum annars vegar og hins vegar á Suðurlandinu. Þó má segja að á báðum stöðum sé ferðaþjónustan vaxandi þáttur, eins og reyndar víðast hvar á Íslandi. Það kann að hafa áhrif á það að krafan eftir bættum samgöngum er fólki mjög ofarlega í huga.Guðmundur Ármann PéturssonSólheimar í Grímsnesi er klárlega ein af perlum Suðurlands. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir þrennt brenna á sér fyrir kosningarnar. „Það eru velferðarmálin sem brenna. Það eru samgöngumálin og mér finnst líka mikilvægt, sem ekki er mikið rætt um, og það er að greiða niður skuldir ríkisins,“ segir hann. Guðmundur segir að menn verði að hugsa til þess hvernig þeir ætli að þróa heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuðborgarsvæðið þó að það fylgi því ákveðin hagkvæmni. Mér finnst mjög sérstakt að fyrir fimmtán til tuttugu árum gátum við rekið bæði sjúkrahús og mjög öfluga og góða heilsugæslu úti um allt land. Þegar við erum komin hingað þar sem við höfum úr miklu meira að moða, bæði tæknilega og fjárhagslega, þá virðist okkur vera algerlega fyrirmunað að reka öfluga heilsugæslu úti um land,“ segir Guðmundur. Það sé hagsmunamál fyrir dreifða byggð í landinu að hugað sé að þessu og bætt úr.Olga Lísa GarðarsdóttirHann segir samgöngumálin líka mikið hagsmunamál fyrir Suðurlandið. Vegirnir á Suðurlandi séu allt of mikið lestaðir, sérstaklega eftir að ferðaþjónustan jókst. Undir það tekur Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem segir þjóðveg númer eitt löngu sprunginn. „Ölfusárbrúin er komin á kortið en það er ekki nóg að hún sé á kortinu. Það þarf að fara að hefjast handa við framkvæmdir og tvöföldun á Reykjavík-Hveragerði og klára að tvöfalda Hellisheiðina,“ segir Olga Lísa og bætir við að þetta sé lífsspursmál fyrir fólkið í Árnessýslu. „Og náttúrlega af því að ég er með svo mikið af nemendum í uppsveitunum, þá er maður alltaf með lífið í lúkunum hálfan veturinn yfir því að þau fari sér að voða á leiðinni. Vegna þess að vegirnir eru illa unnir og mjóir og orðnir mjög þreyttir,“ segir Olga Lísa. „Þriðja málið sem brennur á mér persónulega eru umhverfismálin í mjög stóru samhengi. Bæði með tilliti til almenningssamgangna, fráveitumála, flokkunar úrgangs og svo náttúrlega að með aukinni ferðamennsku verðum við ofboðslega vör við hana, bæði á þjóðvegunum og eins með tilliti til umhverfismála,“ segir Olga Lísa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira