Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Valli Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. Snorri Steinn er því ekki í hópi íslenska liðsins fyrir leikina á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM sem fara fram í byrjun næsta mánaðar. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn sinn í dag. Snorri Steinn Guðjónsson er eins og er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 34 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Nimes á tímabilinu. Snorri Steinn er því í frábæru formi og væri örugglega valinn í landsliðið ef hann gæfi kost á sér. Hann varð 35 ára gamall á dögunum og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá árinu 2001. Sjá einnig: Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Snorri Steinn hefur leikið sem atvinnumaður í handbolta frá 2003. Hann hefur leikið í frönsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabili en lék áður bæði í Danmörku (2007-2009 og 2010-2014) og Þýskalandi (2003-07 og 2009-10). HM í Frakklandi verður aðeins annað stórmótið frá og með EM í Sviss 2006 þar sem Snorri Steinn mun ekki stýra sóknarleik íslenska liðsins. Hann hefur verið með á tíu af síðustu ellefu stórmótum íslenska liðsins eða öllum frá 2006 nema EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri Steinn er langmarkahæsti leikstjórnandi Íslands frá upphafi og fimmti markahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni á eftir þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Ólafi Stefánssyni, Kristjáni Arasyni og Valdimar Grímssyni. Snorri Steinn náði þó ekki að klára síðasta landsleikinn sinn en hann ristarbrotnaði í æfingalandsleik á móti Noregi 5. apríl 2016. Snorri Steinn gat ekki tekið þátt í umspilsleikjunum á móti Portúgal vegna meiðslanna. Snorri Steinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Noregi í Kaplakrika 2. nóvember 2001 þá nýbúinn að halda upp á tvítugsafmælið. Þegar leikurinn á móti Tékklandi fer fram í Laugardalshöllinni verða liðin nákvæmlega fimmtán ár frá því að Snorri Steinn klæddist landsliðstreyjunni fyrst. Íslenski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. Snorri Steinn er því ekki í hópi íslenska liðsins fyrir leikina á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM sem fara fram í byrjun næsta mánaðar. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti hópinn sinn í dag. Snorri Steinn Guðjónsson er eins og er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 34 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með Nimes á tímabilinu. Snorri Steinn er því í frábæru formi og væri örugglega valinn í landsliðið ef hann gæfi kost á sér. Hann varð 35 ára gamall á dögunum og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá árinu 2001. Sjá einnig: Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Snorri Steinn hefur leikið sem atvinnumaður í handbolta frá 2003. Hann hefur leikið í frönsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú tímabili en lék áður bæði í Danmörku (2007-2009 og 2010-2014) og Þýskalandi (2003-07 og 2009-10). HM í Frakklandi verður aðeins annað stórmótið frá og með EM í Sviss 2006 þar sem Snorri Steinn mun ekki stýra sóknarleik íslenska liðsins. Hann hefur verið með á tíu af síðustu ellefu stórmótum íslenska liðsins eða öllum frá 2006 nema EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri Steinn er langmarkahæsti leikstjórnandi Íslands frá upphafi og fimmti markahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni á eftir þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Ólafi Stefánssyni, Kristjáni Arasyni og Valdimar Grímssyni. Snorri Steinn náði þó ekki að klára síðasta landsleikinn sinn en hann ristarbrotnaði í æfingalandsleik á móti Noregi 5. apríl 2016. Snorri Steinn gat ekki tekið þátt í umspilsleikjunum á móti Portúgal vegna meiðslanna. Snorri Steinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Noregi í Kaplakrika 2. nóvember 2001 þá nýbúinn að halda upp á tvítugsafmælið. Þegar leikurinn á móti Tékklandi fer fram í Laugardalshöllinni verða liðin nákvæmlega fimmtán ár frá því að Snorri Steinn klæddist landsliðstreyjunni fyrst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira