Hamilton náði í 25 stig í dag, og tókst að minnka forystu Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í 26 stig. Baráttan harðnar þegar þrjár keppnir eru eftir.
Ræsingarnar hafa valdið Hamilton vandræðum það sem af er tímabilinu. Í dag varð breyting þar á, Rosberg hins vegar missti Ricciardo fram úr sér á leiðinni út úr fyrstu beygju.
Valtteri Bottas á Williams og Nico Hulkenberg á Force India komu inn á þjónustusvæði í lok fyrsta hrings. Bottas var með sprungið dekk en Hulkenberg kom inn til að hætta keppni.
Ricciardo og Raikkonen komu inn á níunda hring til að skipta ofur-mjúku dekkjunum undan fyrir mjúk dekk. Mercedes brást við og tók sína menn inn í kjölfarið og þeir settu hörð dekk undir bíl Rosberg. Hamilton tók hins vegar annan gang af mjúkum dekkjum undir á 12. hring.

Hamilton og Rsoberg tóku sín síðustu þjónustuhlé undir stafræna öryggisbílnum.
Baráttan harðnaði ekkert á milli Rosberg og Hamilton enda Hamilton í kringum 9 sekúndum æa undan og hélt því forskoti bara við það sem eftir lifði keppni.
Raikkonen kom inn á þjónustusvæðið á 39. hring og fór af stað þegar honum var gefið grænt ljós. Þá var eitt dekk enn laust. Raikkonen gat ekki annað en lagt bílnum og hætt keppni.
Felipe Massa og Fernando Alonso lentu í samstuði. Massa þurfti í kjölfarið að takaþjónustuhlé á næst síðasta hring keppninnar til að taka lekandi dekk undan Williams bílnum.
Rosberg sótti aðeins á Hamilton á loka hringjum keppninnar en það dugði ekki til og Hamilton kom fyrstur í mark.
Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar.