Fyrri æfingin
Nico Rosberg á Mercedes varð annar á æfingunni, hann var þremur tíundu úr sekúndu á eftir Hamilton.
Max Verstappen á Red Bull varð þriðji á æfingunni og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði. Þeir voru báðir næstum tveimur heilum sekúndum á eftir Hamilton.
Yfirburðir Mercedes voru gríðarlegir á æfingunni. Það verður innbyrðis barátta Mercedes manna sem mun fanga augu flestra um helgina.
Munurinn er 33 stig, Rosberg í vil og Hamilton þarf nauðsynlega að vinna keppnina á sunnudag til að reyna að saxa á forskot liðsfélaga síns. Hann byrjaði helgina vel.

Rosberg svaraði liðsfélaga sínum á seinni æfingu dagsins, hann var fljótastur. Hamilton varð þriðji á seinni æfingunni.
Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. Ástralinn var tæplega tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði átta tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg.
Barátta Mercedes manna verður hörð alla helgina ef marka má æfingar dagsins. Baráttunni verður fylgt eftir á Stöð 2 Sport 3 á morgun. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 17:50. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport.
Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar eftir því sem á líður.