Verkin hennar hafa ekki farið framhjá mörgum og hefur Sigga Soffía verið áberandi í íslensku menningarlífi undanfarin misseri.
Í ár er komið að verkinu FUBAR sem listamaðurinn skapaði til að miðla persónulegum tilfinningum og upplifun í sólódansverki sem í Gamla Bíói.
Sýningin samanstendur af hreyfiefni, söng og texta eftir Siggu Soffíu ásamt lifandi tónlist eftir Jónas Sen. Sigga Soffía og Jónas hafa áður innið saman og meðal annars í verkinu Svartar Fjaðrir.
Sex sýningar verða í boði og verður ein þeirra í Iceland Airwaves hátíðinni 2. nóvember. Eftir hverja sýningu verður boðið upp á listamannaspjall frá aðilum úr mismunandi list tengdum greinum ásamt lifandi tónlist.
27. október - Kristína Aðalsteinsdóttir, myndlistamaður/safnafræðingur & verkefnastjóri KÍM og Berg Contemporary.
30. október - Bryndis Bjorgvinsdottir, rithöfundur, sagnfræðingur og þjóðfræðingur.
9. nóvember - Barði Jóhannsson, tónlistarmaður
13. nóvember - Saga Garðarsdóttir, leikkona og uppistandari.
20. nóvember - Stefán Jónsson, leikari, leikstjóri og prófessor við Listaháskóla Íslands.