Frammámönnum í Þjóðfylkingunni vísað á dyr og hótað lögregluvaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2016 11:51 Gunnlaugur Ingvarsson segist afar ósáttur. vísir/vilhelm Fjórir flokksmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar voru reknir úr flokknum í gær og þeim hótað lögregluvaldi eftir að upp úr sauð á flokksstjórnarfundi í gærkvöldi. Ólga hefur verið innan flokksins eftir að oddvitar Reykjavíkurkjördæmanna tveggja, þeir Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, drógu framboð sín til baka skömmu áður en skila átti inn framboðslistum. Gunnlaugur segir að lesin hafi verið upp yfirlýsing á fundinum þess efnis að þeir einstaklingar sem dregið hafa framboð sín til baka; hann sjálfur, Gústaf, Inga Guðrún Halldórsdóttir og Svanhvít Brynja Tómasdóttir, væru ekki lengur velkomin í flokkinn.Sjá einnig:Sakar Gústaf um stuld á gögnum „Það varð allt gjörsamlega vitlaust á þessum fundi og okkur var vísað á dyr þarna, þessari svokölluðu fjórmenningaklíku. Þarna var lesin upp yfirlýsing af formanninum þar sem hann sagði að við værum rekin úr flokknum og flokksstjórninni og hótuðu lögregluvaldi til að láta henda okkur út,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi, en hann telur að um fimmtán manns hafi verið á umræddum flokksstjórnarfundi sem haldinn var á skrifstofu flokksins í Hafnarfirði. Hann segir það af og frá að þau fjögur hafi eyðilagt framboð flokksins. Það sé að öllu leyti við formanninn að sakast, sem hafi sýnt þeim algjört vantraust. „Ég er rosalega ósáttur við að fólk sé að kenna okkur um, að við séum að eyðileggja eitthvað. Eyðileggingin var gjörsamlega formannsins sjálfs og þeirrar klíku í kringum hann. Ég vísa allri ábyrgð á hendur því að framboðið komi ekki fram í Reykjavík á hendur formanninum.“ Aðspurður segist Gunnlaugur hafa talið að tilefni fundarins hafi verið að boða til auka landsfundar. „Þannig að flokkurinn gæti kosið sér nýja forystu eftir að hafa krassað undir forystu Helga Helgasonar formanns.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26 Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Fjórir flokksmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar voru reknir úr flokknum í gær og þeim hótað lögregluvaldi eftir að upp úr sauð á flokksstjórnarfundi í gærkvöldi. Ólga hefur verið innan flokksins eftir að oddvitar Reykjavíkurkjördæmanna tveggja, þeir Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, drógu framboð sín til baka skömmu áður en skila átti inn framboðslistum. Gunnlaugur segir að lesin hafi verið upp yfirlýsing á fundinum þess efnis að þeir einstaklingar sem dregið hafa framboð sín til baka; hann sjálfur, Gústaf, Inga Guðrún Halldórsdóttir og Svanhvít Brynja Tómasdóttir, væru ekki lengur velkomin í flokkinn.Sjá einnig:Sakar Gústaf um stuld á gögnum „Það varð allt gjörsamlega vitlaust á þessum fundi og okkur var vísað á dyr þarna, þessari svokölluðu fjórmenningaklíku. Þarna var lesin upp yfirlýsing af formanninum þar sem hann sagði að við værum rekin úr flokknum og flokksstjórninni og hótuðu lögregluvaldi til að láta henda okkur út,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi, en hann telur að um fimmtán manns hafi verið á umræddum flokksstjórnarfundi sem haldinn var á skrifstofu flokksins í Hafnarfirði. Hann segir það af og frá að þau fjögur hafi eyðilagt framboð flokksins. Það sé að öllu leyti við formanninn að sakast, sem hafi sýnt þeim algjört vantraust. „Ég er rosalega ósáttur við að fólk sé að kenna okkur um, að við séum að eyðileggja eitthvað. Eyðileggingin var gjörsamlega formannsins sjálfs og þeirrar klíku í kringum hann. Ég vísa allri ábyrgð á hendur því að framboðið komi ekki fram í Reykjavík á hendur formanninum.“ Aðspurður segist Gunnlaugur hafa talið að tilefni fundarins hafi verið að boða til auka landsfundar. „Þannig að flokkurinn gæti kosið sér nýja forystu eftir að hafa krassað undir forystu Helga Helgasonar formanns.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26 Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00
Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26
Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00
Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41