Píratar mælast stærsti flokkurinn með 22,6 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn næstur með 21 prósent og Vinstri græn með 18,6 prósent í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið.
Alls segjast 9,1 prósent ætla að kjósa Framsókn, 8,8 prósent Viðreisn, 6,5 prósent Samfylkinguna og 6 prósent Bjarta framtíð. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent og næði ekki manni inn á þing, en fylgi annarra flokka mælist minna.
Ef þetta yrðu niðurstöður kosninganna fengju Píratar og Sjálfstæðisflokkur 15 þingmenn hvor og Vinstri græn 13 þingmenn. Þá fengju Framsókn og Viðreisn sex þingmenn hvor, Samfylkingin fjóra og Björt framtíð sömuleiðis.

